Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Side 73
71
að kunna að nota vanalega krapta sálar og líkama. —
Hver einstaklingur, lrvert barn, Mr í ótakmörkuðu al-
beims rúmi, og parf' pví ekki að eins að læra, að pekkja
tilveruna og líflð' á heimili sínu, heldur svo vítt útsem
líkindi eru til, að áhrif geti komið utan að pví á æf-
inni. En jeg pykist pegar heyra svarað: «J>etta er barna-
skapur og loptkastalar*. Jeg skal strax játa, að ómðgu-
legt er, að fullnægja pessum kröfum fyrir pá kynslóði
sem nú er uppi og jafnvel fyrir margar ókomnar kyn-
slóðir, enda er elcki meining mín önnur, en að petta
purfi að læra st og að pessa stefnu purfi að liafa fyrir
augum við uppeldið, og pað sje skylda vor, að gjöra allt,
sem Jeiðir til fullkomnunar, hversu langt, sem sje til
hennar. En hjer kemur pá örðugur steinn í götuna,
nefnilega, að pað er ómögulegt, að kenna börnum allt
pað, sem gagnlegt er fyrir pau, að hafa lært á upp-
' vaxtarárum sínum, og meira að segja, ekki nærri allt
pað, sem peim er bráöanauðsynlegt að læra, ef nokkur
mynd á annars að vera á pví, hvernig pau eigi að fara
húin út í lífið. Jeg bregð mjer ekki við pað, pó marg-
ir verði hjer annarar skoðunar og ekki sízt peir, er
pykir pað ærið, er börn purfa að læra til pess, að pau
geti kallazt fermingarfær pó svo, að farið kunni að vera
mjög vægilega eptir peim reglum. En látum pá mót-
mæla. Látum pá fyrirdæma skoðanir vorar og sjálfa
oss fyrst vjer erum pessarar skoðunar. Sannleikurinn
mun koma fyr eða síðar í ljós, en pað er reynslan og
saga komandi tímans, sem á að leggja á petta úr-
skurð sinn.
Hvað er nauðsynlegt að kenna börnum og hvaða-
menningu purfa unglingar að hafa til pess, að ganga
út í lífið? Til pess að geta svarað pessu, parf að at-
huga pað helzta, sem maðurinn parf að kunna í ýmsum
kringumstæðuin lífsins. Lítum pá fyrst á menning
L