Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.06.2005, Side 9

Bjarmi - 01.06.2005, Side 9
Næsta hvíta perla er stærri, það er skírnarperlan. Þegar við sjáum hana hugsum við um skírnina okkar, þá urðum við Guðs börn, sem Guð vill vernda gegn öllu illu. Hún minnir einnig á náðina, nýtt upphaf - við getum stöðugt byrjað aftur þótt okkur mistakist. Ljósbrúna eyðimerkurperlan minnir á sandinn í eyðimörkinni. Það er ekki auðvelt að lifa af í eyðimörk. Þegar lífið er erfitt, þá er eins og við séum í eyðimörk, yfirgefin og einmana. En reynslan, erfiðleikarnir, geta líka leitt okkur til Guðs, því þá fáum við að biðja Guð um vernd og hjálp. Guð hlustar. Bláa perlan fær okkurtil að minnast allra þeirra góðu og skemmtilegu daga þegar við gleðjumst yfir öllu því góða sem Guð gefur okkur. Við þurfum ekki að kvíða neinu, Guð sér vel fyrir öllu. Bláa perlan táknar æðruleysi eða guðdómlegt áhyggjuleysi. Rauðu perlurnar tvær eru kær- leiksperlurnar. Önnur táknar elsku Guðs, hinn andsvar okkar. Þá hugsum við um þau öll sem elska okkur og sem vilja vera með okkur. Við gleöjumst og viljum gleðja aðra. Guð elskar. Svo koma þrjár litlar, hvítar per- lur, perlur leyndarmálanna. Allir eiga sér leyndarmál, drauma og vonir sem enginn annar þekkir. Þar biðjum við Guð um frið og biðjum fyrir því sem er í leyndum hugans. Guð skilur. Svart er litur dauðans og sorg- arinnar. Svarta perlan, perla næturinnar, minnir á sorg og dauða. Það er margt dimmt og sor- glegt í lífinu, en úr dauðanum vex nýtt líf. Þó að við grátum stundum, þá vill Guð gefa okkur gleði á ný. Guð huggar. Síðasta perlan er stór og hvít. Það er upprisuperlan, perla vonar- innar. Jesús reis upp frá dauðum, þess vegna er líf eftir dauðann, sem við fáum líka að njóta. Jesú er ekkert ómögulegt. Hann læknar og reisir upp. Þegar við bindum saman allar perlurnar þá verður það bænaband. Sjálft bandið minnir okkur á að Guð hefur allt okkar líf i hendi sér. Og í hvert sinn sem við handleikum bænabandið byrjar nýtt ævintýri með Guði. Höfundur er verkefnisstjóri á biskupsstofu halldor.reynisson@kirkjan.is Kristið fólk í Usbekistan óttast ofsóknir Kristið fólk í Úsbekistan óttast að tökin verði nú hert á krist- num einstaklingum og söfnuðum i landinu eftir uppreisnina i Andijan í liðnum mánuði og viðbrögð yfirvalda við þeim fyrir stuttu, þegar rúmlega 500 manns voru teknir af lífi. Trúarlegar hreyfingar hafa mætt tortryggni i kjölfarið og um land allt hefur kristið fólk og kirkjur fengið heimsóknir frá leynilögreglunni og yfirvöldum til að athuga hvort skráningargögn séu ekki í lagi. Margir óttast að barátta yfirvalda gegn harðlínumúslimum leiði til þess að reynt verði að hamla allri trúarlegri iðkun í landinu. Ekki eru þó allir á einu máli um framhaldið, baráttan gegn mús- limskum öfgahópum gæti alveg eins þýtt aukið frelsi fyrir kristi- lega starfsemi og kirkjur landsins. Mjög strangar reglur gilda í Úsbekistan um trúarhópa og öll starfsemi trúarhreyfinga og kirkna sem ekki eru skráðar hjá yfirvöldum er bönnuð. Kristið fólk hefur ekki leyfi til að koma saman i heimahúsum og eiga þar samfélag. Amnesty International-hreyfingin hefur hvatt fólk til að senda mótmælabréf til forseta Úsbekistans þar sem þrír talsmenn mannréttinda eru í hópi þeirra sem fangelsaðir hafa verið í tengslum við uppreisnina i Anjijan. Dagen, 28. mai 2005 Tæplega 900 kristnir einstaklingar í fangelsum Eritreu Sextán prestar eru á meðal 883 kristinna einstaklinga sem hafa verið fangelsaðir án dóms og laga í Eritreu. Aðeins nokkrum hefur verið sleppt lausum en það var ekki fyrr en þeir höfðu undirritað yfirlýsingu þar sem þeir lofuðu að taka ekki þátt í neinni trúarlegri starfsemi. Ellefu söfnuðir mótmælenda hafa sótt um að fá opinbera skráningu á liðnum þremur árum. Ekkert svar hefur borist þrátt fyrir yfirlýsingar yfirvalda til man- nréttindanefndar SÞ um að þessum málum verði kippt í lag. Eitt hið sorglegasta í þessu öllu er að svo virðist sem rétttrú- naðarkirkjan styðji yfirvöld í harkalegri framkomu sinni í garð annarra kirkjudeilda. Agenda 3:16 nr. 5, 2005 Norður-Kórea efst á blaði Þriðja árið i röð hefur Norður-Kórea fengið á sig stimþilinn sem landið þar sem erfiðast er að vera kristinn að mati Open Doors International. A.m.k. tíu þúsund kristnir einstaklingar dúsa i fangabúðum í landinu vegna trúar sinnar. Hvert ár eru a.m.k. 20 einstaklingar teknir af lífi, annaðhvort með barsmiðum eða eru skotnir. Fangi, sem tókst að strjúka, lýsir þvi hvernig kristið fólk þarf oft að sæta harðæri umfram annað fólk. Kona nokkur sem ekki vildi hætta að biðja var barin þar til líkaminn gafst upp og hún fékk hvíldina. Næstu lönd á lista Open Doors á eftir Norður-Kóreu eru Sádi-Arabía, Víetnam, Laos og íran. Agenda 3:16 nr. 5, 2005 og Christianity, June 2005.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.