Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.06.2005, Side 10

Bjarmi - 01.06.2005, Side 10
Komust öll dýrin fyrir í örkinni hans Nóa? Sífellt fleiri vísindamenn telja að jarðfræðilegar vísbendingar gefi tilefni til að ætla að gríðarlegt flóð hafi orðið á jörðinni og velta menn því fyrir sér hvort frásögn Biblíunnar af Nóaflóðinu geti verið sönn. Margir lesa lýsingu Biblíunnar á örkinni í Ijósi nútíma- þekkingar og hvort það geti verið að hún hafi í raun og veru getað rúmað öll þessi dýr. Hversu stór var örkin? Gjör þú þér örk af góferviöi. Smáhýsi skalt þú gjöra i örkinni og bræða hana biki utan og innan. Og gjör hana svo: Lengd arkarinnar sé þrjú hundruö álnir, breidd hennar fimmtlu álnir og hæö hennar þrjátíu álnir. Glugga skalt þú gjöra á örkinni og búa hann til á henni ofanveröri, allt að alin á hæð, og dyr arkarinnar skalt þú setja á hliö hennar og búa til þrjú loft í henni: neðst, í miðju og efst. (I.Mós.6.14-16) Flestir hebreskufræðingar telja að ein alin samsvari a.m.k. 45.72 sentimetrum. Örkin hefur þá verið a.m.k. 137.16 metrar að lengd, 22.86 metra breið og 13.72 metra há. Hún hefur verið talin stærsta fley sem smíðað hefur verið fram til síðari hluta nítjándu aldar þegar farið var að smíða stór skip úr málmum. Lengd arkarinnar var sex sinnum meiri en breiddin og það hefur gert hana mjög stöðuga úti á reginhafi. Skipasmiðir fullyrða að samkvæmt lýsingu Biblíunnar á örkinni hafi hún verið mjög stöðug og að fræðilega hafi hún ekki getað lagst á hliðina. Hún hefur því hent- að afar vel til siglinga í vályndum veðrum á tímum flóðsins mikla. Var pláss fyrir öll dýrin? Gólfflötur arkarinnar hefur verið stærri en 9300 fermetrar eða á stærð við 20 körfuboltavelli. Rúmmál arkarinnar hefur verið 462.686,4 rúmmetrar. En það er álíka 569 lestarvögnum sem ætlaðir eru til vöruflutninga. Og þá er það stóra spurningin: Hversu mörg dýr þurftu að vera í örkinni til að lifa af flóðið? Ernest Mayr, einn fremsti flokk- unarfræðingur Bandaríkjanna í dag, telur að í heiminum séu nú fleiri en milljón dýrategundir. Flestar þessar tegundir geta hins vegar lifað í vatni og þurftu því ekki að vera um borð í örkinni. Nói þurfti því ekki að gera neinar ráðstafanir fyrir þær 21.000 fiskategundir og 1.700 tegundir möttuldýra sem lifa í sjónum. Það sama má segja um 600 tegundir skrápdýra (s.s. krossfiska og igul- kera), 107.000 tegundir lindýra (s.s. kræklinga og ostra), 10.000 tegundir holdýra (s.s. hvelja, sæ- fífla og kóraldýra), 5.000 tegundir svampa og 30.000 tegundir ein- frumunga. Sum spendýr geta lifað í vatni, t.d. hvalir, selir og höfrungar. Nói þurfti heldur ekki að taka allar froskategundir með og ekki heldur öll skriðdýr s.s. skjaldbökur og krókódíla. Þá lifir stór hluti af 83.000 tegundum lindýra s.s. humar, rækja, krabbi, halafló og hrúðurkarl í sjó. Þá eru skordýr í hópi liðdýra flest mjög lítil. Sömuleiðis hafa margar af þeim 35.000 tegundum orma og sko- rdýra getað komist af án þess að vera um borð í örkinni. Hversu mörg dýr þurfti Nói að hafa um borð? í bókinni The Genesis Flood segja doktorarnir Morris og Whitcomb að hámark 35.000 dýr hafi þurft að vera í örkinni. John Woodmorappe heldur því hins vegar fram, og rökstyður á sann- færandi hátt í bók sinni Noah’s Ark: A Feasibility Study, að mun færri dýr hafi verið i örkinni. Hann segir að orðið „tegund“ sé ekki sömu merkingar og hebreska orðið sem 10

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.