Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2005, Síða 21

Bjarmi - 01.06.2005, Síða 21
kynntur fyrir starfseminni 1938 af Hans von Dohnayi, sem var mágur hans. Um svipað leyti og Bonhoeffer gerist meðlimur í Abwehr voru aðgerðir enn hertar gegn Gyðingum og starfsemi Gestapo-manna fólst nú i því að koma Gyðingum úr landi. Til þess þurfti ýmiss konar lagni og yfir- breiðslur. Rannsókn Gestapo á fjár- málum hreyfingarinnar leiddi til þess að upp komst um eina aðgerðina og i kjölfarið voru Bonhoeffer og Dohnayi handteknir í apríl 1943. Andspyrnan skipulagði tilræði við Hitler og var reynt að myrða hann 20. júli 1944. Fang- elsisvist Bonhoeffers var framan af í Tegel-fangelsinu og hafði hann framan af nokkuð athafnafrelsi miðað við marga og er talið að ætterni hans hafi hjálpað til. Hann gat m.a. fengið heimsóknir og frægt er að honum tókst að koma bréfum sínum úr fangelsinu, stun- dum með hjálp fangavarða. Eberhard Bethge, bjó þau síðan til útgáfu og líklega eru þessi bréf hans þekktasta verk ásamt bókinni um eftirfylgdina. Bókin olli umræð- um næstu 40 árin en ekki verður farið nánar út í það í þessari grein. Eberhard Bethge átti síðar eftir að skrifa ævisögu Bonhoeffers og gefa út fleiri af hans verkum. Bethge var einn af nemendum hans í Finken- walde en fleiri af þeim hafa lagt sitt af mörkum til að kynna öðrum verk síns gamla kennara. Það vakti athygli á meðal sam- fanga hans hversu yfirvegaður Bonhoeffer var, hann virtist geta staðist álagið sem fylgdi fangels- uninni og haldið sér í góðu jafn- vægi. Það er nú hugsanlega oftúlkun, þvi að i Ijóði sem hann samdi í fangelsinu og ber heitið „Werbinlch?" eða „Hvererég" veltir hann þessu fyrir sér. Þar dregur hann fram andstæður og undrar sig á orðum samfanga sinna. Er ég sá sem aðrir segja mig vera? Eða er ég eingöngu sá sem ég þekki sjálfan mig fyrir að vera? Á meðan samföngum fannst hann vera glaðlyndur og stoltur upplifði hann sjálfur innilokun, reiði og andlegan þurrk. Þetta kemur vel heim og saman við lýsingu Gerhards Jacobi á Bonhoeffer. Jacobi tilheyrði hópi játningartrúrra presta og lýsti Bonhoeffer þannig að hann hafi haft yfirbragð jafnað- argeðs og þrautseigju í fjölmenni en væri oft afar órólegur innra með sér og I minni hópum. Jacobi fannst Bonhoeffer á einhvern hátt laðast að þjáningum og hefur hugsanlega reynst sannspár með það. Bonhoeffer veitti mörgum prestsþjónustu þegar hann sat inni og var í raun leiddur út úr guðs- þjónustu af tveimur fangavörðum til hengingar 9. april 1945. Fjórum dögum áður hafði Heinrich Himmler gefið út tilskipum þess efnis að taka ætti af llfi Canaris- hóþinn. Canaris þessi hafði veitt Abwehr-hópnum forstöðu og hann og fjórir aðrir úr hópnum voru líf- látnir ásamt Bonhoeffer. Hans von Dohnayi var einnig tekinn af lifi í Sachsenhausen-útrýmingar- búðunum. Viku siðar leystu banda- menn Flossenbúrg úr haldi. Adolf Hitler féll fyrir eigin hendi í Berlin 30 april. Grafskrift Bonhoeffers var: „Hér hvilir Dietrich Bonhoeffer, vitnis- burður um Krist á meðal bræðra Um svipað leyti og Bonhoeffer gerist meölimur í Abwehr voru aðgerðir enn hertar gegn Gyðingum og starfsemi Gestapo-manna fólst nú í því að koma Gyðingum úr landi. sinna." Það var viðnámið sem hann veitti sem leiddi hann til dauða, sú ákvörðun að flýja ekki, að tala gegn ranglætinu og veita raunverulega mótspyrnu. Heimildir: Bethge, E., 1970: Dietrich Bonhoeffer: Theologian, Christian, Contemporary. London, Collins. Ericksen, R.B. og Heschel, S. (Ritstj.), 1999: German Churches and the Holocaust: Betrayal. Minneapolis, Fortress Press. Kelly, G.B. og Nelson, F.B. (Ritstj.), 1995: A Testament to Freedom. San Francisco, Harper Collins. Zimmermann, W.D. og Smith, R.G. (Ritstj.), 1973: / knew Dietrich Bonhoeffer.London, Fontana. Höfundur er guðfræðinemi og starfar sem leiðbeinandi við skóla i Keílavík henningemil@gmail.com 21

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.