Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 28
umvöndunar, til leiðréttingar, til
menntunar í réttlæti, til þess að sá,
sem tilheyrir Guði, sé albúinn og
hæfur gjör til sérhvers góðs verks.“
(3:16-17) Biblían gerir greinilega
ráð fyrir að vera orð Guðs, ekki
eingöngu manna orð.
Það ætti því að vera Ijóst að
þessi skilningur kemur ekki til álita.
í ööru lagi er sá skilningur að
Biblían sé eingöngu Guðs orð, hún
hafi nánast „fallið af hirnni" og þeir
menn sem komu við sögu hafi
verið viljalaus verkfæri. Samkvæmt
þessum skilningi eru orð Biblíunnar
ævinlega skýr og ótvíræð. Engin
þörf er á því að skoða hvaða merk-
ingu þau höfðu þegar þau voru
töluð og ástæðulaust að heimfæra
þann skilning upp á okkar aðstæð-
ur. Þau þýða einfaldlega það sem
þau segja.
En þessi skilningur gengur ekki
heldur. í 91. Sálmi segir um Drottin
að....hann skýlir þér með fjöðrum
sínum, undir vængjum hans mátt
þú hælis leita“. Samttekur það
tæpast nokkur maður bókstaflega
að Guð hafi fjaðrir og það er heldur
ekki megininntak textans.Við kom-
umst ekki hjá því að leggja túlkun í
það sem við lesum í Bibliunni.
Biblían gerir heldur ekki sjálf þá
kröfu að hafa orðið til án atbeina
manna. Þvert á móti er hlutverk
manna við ritun hennar undirstrik-
að. Lúkas lýsir því í upphafi guð-
spjalls sins að hann hafi „athugað
kostgæfilega allt þetta frá upphafi
og réð því einnig af að rita sam-
fellda sögu fyrir þig, göfugi
Þeófílus, svo að þú megir ganga úr
skugga um sannindi þeirra
frásagna, sem þú hefur fræðst
um.“ (1:3-4)
Þessi skilningur er þvi einnig
dæmdur úr leik.
Þá er þriðji möguleikinn eftir, að
Biblían sé bæði orð Guðs og orð
manna. Hann er raunar það eina
sem kemurtil greina. Lúkas undir-
strikar þetta í 2. kafla guðspjalls
síns þegar hann leggur að jöfnu
lögmál Móse (2:22) og lögmál
Drottins (2:23). Biblian er bæði orð
Guðs og orð manna. Við verðum
að viðurkenna hvort tveggja, ella
leiðumst við afvega. Sumir hafa likt
þessu við það að Jesús var bæði
sannur Guð og sannur maður. Þeir
Samkynhneigðir
breytast í gagnkynhneigða
Árið 1973 komust samtök geðlækna í
Bandaríkjunum að þeirri niðurstöðu að
samkynhneigð væri ekki sjúkdómur.
Niðurstöðurnar byggðu samtökin m.a. á
rannsóknum Robert L. Spitzer prófessors í
geðlækningum við Columbia-háskólann.
Spitzer, sem er trúlaus, hefur ekki setið
auðum höndum síðustu þrjá áratugi heldur
haldið áfram að rannsaka samkynhneigð.
Nýlega olli hann reiði á ýmsum vígstöðv-
um þegar hann lýsti því yfir að samkyn-
hneigðir gætu á árangursríkan hátt snúið
baki við hneigð sinni ef þeir aðeins vildu.
Upphaf þessa máls var það að Spitzer
tók viðtöl við 10 - 20 manns sem höfðu
snúist frá samkynhneigð. Hann segist
hafa tekið eftir því mjög fljótlega að
viðmælendur hans voru heiðarlegir og að
þeir sögðu einlæglega frá reynslu sinni.
Viðmælendurnir áttu það einnig sameigin-
legt að kynhneigð þeirra breyttist á
löngum tíma. Ekki var um neinar skyndi-
lausnir að ræða.
Spitzer hefur verið gagnrýndur mjög
fyrir að hafa rætt við fólk sem segist hafa
snúist frá samkynhneigð, að slíkt myndu
aðeins bókstafstrúarmenn gera. Spitzer
segir hins vegar að samkynhneigðir veigri
sér við þvi að leita faglegrar hjálpar með
þessi vandamál sin þar sem læknavisindin
líti ekki á samkynhneigð sem vandamál.
Spitzer er sannfærður um að samkyn-
hneigðir geti snúið við í kynferðismálum
en telur að árangur slikra stefnubreytinga-
meðferða verði seint sannaður af ýmsum
ástæðum. Ýmis öfl vilji þegja þennan
möguleika í hel auk þess sem meðferða-
sérfræðingar stundi ekki rannsóknir heldur
meðferðir.
Byggt á viðtali Christianity Today við Robert L.
Spitzer í apríl 2005
28