Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.2005, Qupperneq 33

Bjarmi - 01.06.2005, Qupperneq 33
byggja vinnu sína að verulegu leyti á niðurstöðum rannsókna á fyrr- greindum fræðasviðum. Hvað Gamla testamentið varðar má benda á að þýðing úr biblíu- hebresku er þýðing úr dauðu tungumáli." Dautt tungumál er tungumál sem ekki er lengur notað á tilteknu málsvæði í heiminum. Af því leiðir að verulegar upplýsingar skortir um málnotkun, áherslur og önnur framburðareinkenni, sem haft geta áhrif á merkingu texta. Þá má benda á að um mjög ólík texta- form er að ræða í Gamla testa- mentinu. Þar eru Ijóð, bænir og lofgjörð, lagatextar, frásagnartextar, dæmisögur, líkingar, spakmæli, spámannaræður og margt fleira. Málvísindin hafa áhrif Ný þýðing Gamla testamentisins ber þess t.d. merki að tillit sé tekið boðorðin, er ég hefi skrifað, til þess að þú kennir þeim.‘ Þá lagði Móse af stað og Jósúa, þjónn hans, og Móse sté upp á Guðs fjall. En við öldungana sagði hann: ,Verið hér kyrrir, þar til er vér komum aftur til yðar, og sjá, Aron og Húr eru hjá yður. Hver sem mál hefir að kæra, snúi sér til þeirra.‘“ Þessi texti breytist ekki í neinum grundvallara- triðum í nýju þýðingunni.* Þar er þó hebreska sagnformið í upphafi 14. vers túlkað sem liðinn atburður í þáliðinni tíð: „En hann (þ.e. Móse) hafði sagt við öldungana ..." Munurinn er sá að i eldri þýðing- unni er allri atburðarásinni í text- anum (2M 24.12-14) lýst sem heildstæðri röð atburða á meðan nýja þýðingin tekur með réttu tillit til þess að hebreska sagnformið lýsir atburði sem gerst hefur áður en Móse stigur upp á fjallið með Jósúa. Þetta dæmi sýnir viðleitni manna til að þýða af meiri nákvæmni en gert hefur verið og taka fullt tillit til þeirra blæbrigða í merkingu sem hebreska sagnkerfið býr yfir. Stíll og umbætur En hvað um stílinn? Þýski gamlatestamentisfræðingurinn Walter Gross hefur talsvert fjallað um biblíuþýðingar út frá spurn- ingunni um það að hve miklu leyti mögulegt sé að taka tillit til hebreska stílsins í þýðingarstarf- inu.vi Hann telur að full ástæða sé til þess að reyna að fylgja hebreska stílnum og bendir á að mörg vest- ræn tungumál bjóði upp á mögu- leikann að fylgja hebreskri orðaröð, einkum í Ijóðatextum. Gross byggir mat sitt meðal annars á þeirri stað- reynd að í biblíuhebresku er orða- röðin notuð til að leggja áherslu á tiltekna setningaliði. Gott dæmi um slíka áhersluþætti má sjá í Sl 2.7: „Ég vil kunngera úrskurð Drottins, hann sagði við mig: ,Þú ert sonur minn, í dag hef ég getið þig.‘“ Ræða Drottins sem hér er vitnað til samanstendur af tveimur setning- um: 1) Sonur minn ert þú, 2) ég - í dag - hef (ég) getið þigV Þessi uppbygging er bersýnilega hnit- miðuð í hebreska textanum. Ytri liðirnir (sonur minn/ég hef getið/fætt þig) samsvara hvor öðrum. Á sama hátt mynda innri liðirnir augljós tengsl, þ.e. konung- legt „þú“ og guðlegt „ég“. Eina nýjungin í síðari setningunni er timaákvörðunin „í dag“ sem stend- ur á undan sagnorðinu „að geta“, sem reyndar má einnig þýða með vönduðu máli ekki síður en að nákvæmlega sé þýtt úrfrummálinu en jafnframt skuli tillit tekið til stils frumtextans. Einnig er nefndinni gert að að taka tillit til islenskrar biblíuhefðar. Takmarkið er ný kirkjubiblía sem nái til breiðs lesenda- hóps.““ Þessi markmið eru i sjálfu sér afar skýr. Á hinn bóginn er óhjákvæmilegt að undirstrika að þýðendum, sem ætlað er að vinna eftir þessum markmiðum, er talsverður vandi á höndum. Á þeim tæpum 100 árum sem liðin eru frá útgáfu síðustu íslensku bibliuþýðin- garinnar hafa svokölluð biblíuvisindi náð verulegum framförum, eins og þegar hefurfram komið. Má þar nefna mikilvæga handritafundi (sbr. Kúmranhandritin), víðtækar rann- sóknir á textum Biblíunnar, tungu- málarannsóknir og fornleifafræði. Þegar sú krafa er gerð til þýðenda að nákvæmlega sé þýtt úr frum- málinu og að fullt tillit sé tekið til stíls frumtextans hljóta þeir að til sjónarmiða í málvísindum þar sem faglegt mat er lagt á hlutverk tiltekinna sagnforma í hebresku. Slíkt bætir framsetninguna sem verður nákvæmari og þar með skil- janlegri. Dæmi um breytingu af þessum toga má finna í 2M 24.12- 14. í þýðingunni frá 1912 segir: „Drottinn sagði við Móse: ,Stig upp á fjallið til mín og dvel þar, og skal ég fá þér steintöflur og lögmálið og 33

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.