Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 45

Bjarmi - 01.06.2005, Blaðsíða 45
Hrönn Svansdóttir a Glenn Kaiser Band Glenn Kaiser stofnaöi Glenn Kaiser Band og hefur hljómsveitin starfað í röskan aldarfjóröung. Nýjasti diskur þeirra er GKB Live og er hann tilefni þessarar umfjöllunar. Hljómsveitin var hér á landi i byrjun júnímánaöar á þessu ári, ferðaðist um og hélt tónleika í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, á Akranesi, Eyrarbakka, í Vestmannaeyjum og kom fram í Popplandi á Rás 2. Glenn Kaiser ólst upp í Wisconsin og var snemma byrjað- ur að eiga við tónlist. Fyrstu áhrifa- valdarnir voru Bítlarnir, svo voru það Rolling Stones og Jimi Hendrix. Hann byrjaði í fyrstu hljómsveitinni sem gítarleikari aðeins 12 ára gamall. Foreldrar hans skildu þegar hann var aðeins 9 ára og hafði það mikil áhrif á hann og á unglingsárunum leiddist hann út í óreglu. Hann flutti snemma til Chicago en tónlistarlífið þar höfðaði til hans. Óreglulífið lék Glenn illa eins oft vill verða og á 18 ára afmælinu var hann búinn að reyna sjálfsvíg og var kominn á botninn. Það var á þá sem hann bað Guð að grípa inn í kringum- stæður sínar og Guð gerði það, læknaði hann á líkama og sál. Frá þeirri stundu sneri Glenn við blað- inu, hætti öllu sem hafði tilheyrt gamla lífinu, þ.m.t. tónlistinni og gekk hann jafnvel svo langt að gefa hljóðfærin sín. Það tók hann eitt ár að koma góðu jafnvægi á líf sitt og þann tíma hafði hann hægt um sig. Á þeim timapunkti var hann beðinn um að spila og syngja í kirkjunni sem hann sótti og hann varð við því. Tónlistin var aftur kominn inn i líf hans. k Glenn kynntist konu sinni, Wendi, á biblíuskóla árið 1971 og hafa þau verið gift í yfir 30 ár og hafa alla tíð búið í Chicago. Þau hafa lagt sig fram við að hjálpa þeim sem minna mega sín. Það byrjaði smátt, heimilislausar ein- stæðar mæður fengu kvöldmat og gistingu hjá þeim í stofunni. En v\ í^H' " lalftdR'': þörfin var mikil og ekki leið á löngu þar til þau voru farin að leita að stærra húsi. Það Oþnaðist leið fyrir þau til að kaupa gamalt verk- smiðjuhús og þetta hús hýsir nú þá sem áður voru heimilislausir, þar er skóladagheimili og gæsla fyrir ung- börn, auk sérstakrar aðstöðu fyrir eldri borgara. Nú eru húsin orðin 3 og þar er pláss fyrir 500 manns. Samtökin sem halda utan um allt þetta heita Jesus Peoþle USA og er Glenn í stjórn samtakanna. Nokkur hundruð manns tilheyra sam- tökunum og búa allir i sama húsi og eiga allt saman. Samtökin hafa tekjur af þakefnafyrirtæki, hljóðveri og trésmíðaverkstæði og þar eru líka atvinnumöguleikar fyrir fólkið sem býr hjá þeim. Glenn Kaiser Band er blús/rokk- hljómsveit og samanstendur af þeim Glenn Kaiser sem syngur og spilar á gítar, Roy Montroy á bassa og Ed Bialach á trommur. Nýjasti diskur þeirra GKB Live er tekinn upp á 5 tónleikum sem haldnir voru í apríl, maí og júni 2004 og tekst að fanga þá stemmningu sem myndast á tónleikum hjá þeim. Gestur á tónleikunum er gítarsnill- ingurinn Dave Beegle. Lagalisti: 1 Torch 2 Crossroads 3 If I Leave This World Tomorrow 4 NickofTime 5 Whisper 6 RunawayTrain 7 Winter Sun 8 The Day Love Died 9 Do Lord 10 Full Time Love 11 In the Spul of Man 12 Queen of My Heart Heimildir: Mbl.is „Viö viljum bara hjálpa" eftir Árna Matthíasson www.glennkaiser.com Efni frá Glenn og Wendi Kaiser Höfundur rekur netverslunina hljomar.is 45

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.