Bjarmi - 01.06.2005, Síða 47
náttúrufræðingar, var sátt við
þróunarkenninguna á árunum
kringum 1870, hvers vegna er and-
staðan svo mikil meðal kristins
fólks í Bandaríkjunum í dag, rúmri
öld síðar þar sem barist er um
námsefni í líffræði?
Hann bendirá að menn hafi
bætt á þróunarkenninguna ýmiss
konar hugmyndafræðilegum
viðhengjum frá því hún kom fram.
Herbert Sþencer (1820-1903) var
vinsæll þróunarsinni í Banda-
ríkjunum undir lok 19. aldar og
hafði mikil áhrif innan félagsvísind-
anna. Hann seldi fjölda bóka og
reyndi að gera þróunarkenninguna
að „kenningu um allt mögulegt" þar
sem heimurinn átti að stefna að
algjörri fullkomnun. Spencer, en
ekki Darwin, kom fram með hugs-
unina að „hinir hæfustu lifa af,“
hugsun sem oft hefur verið misnot-
uð, t.d. í báðum heimsstyrjöldun-
um.
í dag nota ýmsir þróunarkenn-
ingu Darwins til að styrkja sig i
guðleysi sínu og tefla þróun fram
sem andkristinni hugsun. En sú
staðreynd að menn hafa réttlætt
mjög ólíkar heimspekistefnur og
hugmyndafræði eins og kommún-
isma, kapítalisma, kynþáttafordóma
og stríðsrekstur og fleira með þró-
unarkenningunni, minnir okkur á þá
hættu að misnota vísindakenningar
á sviðum þar sem þær hafa ekkert
um málið að segja.
Getum við trúað á þróun?
Alexander spyr: Er unnt að vera
kristinn og trúa á þróun? Hann
svarar: Að sjálfsögðu, ef þróunar-
kenning er ekki notuð sem verald-
leg skýring og grunnur mannlegrar
heimspeki, heldur líffræðileg kenn-
ing sem útskýrt geti hvernig Guð
skapaði alla lifandi hluti. Þetta
útskýrir hvers vegna flestir kristnir
líffræðingar eiga ekki í neinum
vandræðum með þróunarkenningu-
na og að trúa á Guð sem skapara.
Hlutverk vísindamannsins er að
lýsa verki Guðs í sköpunarverkinu
eins nákvæmlega og við getum.
Guð kallar okkur til að segja
sannleikann. Ef þróunarkenning
útskýrir best fjölbreytileika náttúr-
unnar er það gott mál - það er ekki
okkar að ákveða hvernig Guð hefði
átt að hafa gert þetta allt.
Þróun tengir tvennt saman.
í fyrsta lagi að fjölbreytnin liggi í
genum og erfðaferlinu og í öðru
lagi hvernig ferlið hefur verið í raun.
Á heildina litið er þetta nokkuð
ákveðið ferli og mjög fjarlægt allri
hugsun um tilviljun. Þróunarfræð-
ingurinn Simon Conway Morris
bendir á að ef ferlið væri látið
endurtaka sig myndum við sitja
eftir mjög svipaða niðurstöðu og
við höfum nú þegar.
Sem dæmi má nefna augu. Þau
hafa þróast mörgum sinnum, óháð
mörgum öðrum tegundum. Það
gerist varla nema að baki standi
skapandi Guð sem hefur tilgang og
markmið með sköpun sinni.
Biblían og vísindatextar
Alexander bendir á að kristið
fólk eigi ekki að misnota Biblíuna
með því að reyna að láta hana
gegna hlutverki vísindatexta.
Vísindastörf eins og við þekkjum
þau komu ekki til fyrr en þúsundum
ára eftir að fyrstu kaflar 1. Móse-
bókar voru skrifaðir. Þess vegna er
það tímaskekkja að setja biblíutexta
til jafns við ritgerðir í visindaritum
samtímans. Sköpunarsögur
Biblíunnar segja okkur tímalausan
sannleika um tilgang Guðs með
sköpun sinni, einkum mann-
eskjuna. Hlutverk visindamanna er
að komast að þvi hvemig Guð
vinnur sem skapari.
Alexander segir áfram: „Sumt
kristið fólk álítur að trú á þróun
dragi úr sérstöðu mannkyns og
raunveruleika hins illa og trú á fall
mannsins. Svo er ekki. 1. Mósebók
dregur upp mynd af Adam og Evu
sem trúlega voru neolíthískir bænd-
ur. Það er alls ekki ólíklegt að Guð
hafi gefið fulltrúum Homo sapiens,
sem þegar lifðu í Mið-Austurlönd-
um sína mynd til að skapa það
sem John Stott kallar Homo
divinus, fyrstu manneskjurnar sem
nutu persónulegs samfélags við
Guð, en sem síðan féllu frá nánu
samfélagi sínu við hann (1. Mós.
3:8). Allir sem óhlýðnast Guði og
treysta á eigin visku í stað lögmáls
Guðs endurtaka það fall í eigin lífi
(Esekíel. 28:11-19).
Kristnir líffræðingar í dag fyllast
undrun og lotningu þegar þeir
uppgötva sköpunarverk Guðs í
daglegum rannsóknum sínum. Við
leitum ekki að Guði í þeim götum
sem eru á vísindalegri þekkingu
okkar, en í staðinn lofum við Guð
fyrir skikkan sköpunar hans, þar á
meðal það ferli þróunar sem Guð
hefur notað til að ná fram markmiði
sínu með sköpunina."
Vandinn sem kristallast í
umræðum um þróun og sköpun er
spurningin hvort vísindaleg kenning
náttúruvísindanna geti nokkuð sagt
til um hvort Guð sé til eða ekki.
Slikri spurningu verður vart svarað
nema í trú - eða vantrú. Vandinn
verður heldur ekki leystur með því
að sanna að heimurinn sé skap-
aður af Guði. Slík kenning yrði alltaf
undirorpin gagnrýni og myndi ekki
standa neitt fastari fótum en hver
önnur kenning vísindanna.
Höfundur er ritstjóri Bjarma
ragnar@sik.is
Heimildir:
http://www.christianitytoday.com/ct/200
5/006/16.30.html
http://www.mbl.is/rn m/f retti r/f rett. ht m I ?
nid=3419127;restrict=1
http://www.dr.dk/Videnskab/Emner/Sam
fund+kultur+ og+fremtid/jsssvsdr-
wn.htm
Alexander, Denis R: Can a Christian
believe in evolution? Idea. May/June
2005 og www.cis.org.uk.