Búnaðarrit - 01.06.1977, Page 31
NAUTCRIIPASÝNINGAR
571
í einkaeign. Voru þau 3 talsins og hlutu öll II. verð-
launa viðurkenningu, sjá töflu III. Engar afkvæma-
sýningar fóru fram, þar sem nautin á stöðinni eru
nú felld löngu áður en reynsla er komin á dætur þeirra,
heldur aðeins geyint sæði úr þeim til þess tíma. Af-
kvæmarannsóknir héldu þó áfram á Lundi. Hafði
JÓhannes Eiríksson skoðað þá hópa, sem voru í rann-
sókn mjólkurskeiðið 1971—1972, en það voru 15 dæt-
ur Heimis N201 og 6 dætur Straums N199. Umsögn
hans um Heimisdætur er þannig: „Rýmismiklar kýr
með fremur þröngar malir. Góð fótstaða, golt júgur
og ágætir spenar.“ Straumsdætrum lýsir hann svo:
„Sterklegar kýr með beina fótstöðu og vel upp borið
júgur.“
Fyrstu verðlauna kýrnar.
Að þessu sinni var ekki vitað um neina sýnda kú,
sem átli nógu mörg og góð, sýnd al'kvæmi til að hljóta
heiðursverðlaun. Kröfur til að hljóta I. verðlauna við-
urkenningu voru óbreyltar, svo sem áður er getið.
Fyrstu verðlauna kúnum var í þessari 6. sýningarum-
ferð frá 1952 raðað innbyrðis í 4 gráður, en sá háttur
hefur verið á allt þetta tímabil. Til leiðbeiningar við þá
flokkun er tekið tillit til afurðasemi, hyggingar og
ættar. Gagnvart 1. og 2. gráðu var miðað við, að ætt
kúnna væri kunn og viðurltennd, lágmark stiga fyrir
byggingu væri 79 í 1. gráðu og 78 í 2. gr„ vel hyggð
júgur og spenar, sérstaklega gagnvart 1. gr. viður-
kenningu, og kýrnar jafnar að hyggingu ault þess,
sem 1. gr. kýr mega elcki vera liyrndar. Lákmarks-
afurðir voru 19000 fitueiningar til 1. gr. og 17500 til
2. gr. viðurkenningar og mjólkurfita a. m. k. 3,80%.
Afurðaskýrslur þurftu að liafa verið haldnar fjögur
síðustu árin til þess, að kýr hlytu 1. gr. og 3 til að fá
2. gr„ þótt un dantekningar væru á því svo sem gagn-
Framhald á bls. 642.