Búnaðarrit - 01.06.1977, Page 103
NAUTG RIPASYNIN GAK
643
stöðvar liöfðu verið starfandi til skamms tíma og
nautahald verið í sumuin félögunum ásamt sæðingar-
starfsemi svo sem í S.-Þingeyjarsýslu. Fimm dætur eða
fleiri í hópi I. verðlauna kúnna áttu 33 naut, sjá töflu
hér að framan.
Þá var tekið saman faðerni þeirra kúa, sem lilutu
I. verðlaun af 1. gráðu. Fimm dætur eða fleiri í þeim
hópi áttu þessi 10 naut:
1. Fylkir N88 40 6. Hamar N159 9
2. Þeli N8G 28 7. Munkur N149 9
3. Sokki N146 27 8. Surtur N122 .... 9
4. Gerpir N132 23 9. Ægir N63 7
5. Sjóli N19 18 10. Skíði N157 . 5
Margt hefur áður verið skrifað um þessi naut bæði
í Búnaðarrit og Frey. Taka ber tillit til þess, þegar
tölur þessar eru athugaðar, að þessi naut eiga dætur
á mismunandi aldri og sjálf voru þau noluð misjafn-
lega inikið. Eitt þeirra, Hamar N159, var notað á tak-
mörkuðu svæði fyrst, þ. e. í Reykjadal, þar sem allar
dætur þess, er 1. gráðu hlutu, voru. Undan honum voru
yngri kýr í Skagafirði og A.-Húnavatnssýslu, og hlutu
nokkrar þeirra I. verðlaun.
Sumar af eldri kúnum, sem I. verðlaun hlutu nú,
höfðu fengið sömu viðurkenningu á sýningum áður,
og eru afurðir þeirra til ]>ess tima birtar í Búnaðar-
riti 1972, bls. 430—475, ef þær voru sýndar 1969, en
í sama riti 1969, bls. 368—377, hafi þær verið sýnd-
ar 1968. Nokkurra I. verðlauna lcúnna verður getið
sérstaklega í umsögn um sýningarnar í einstökum
samböndum eða félögum hér á eftir.
Niðurstöður sýninganna eftir samböndum og félögum.
Þar sem félagsstarfsemin er afar lílil sums staðar á