Búnaðarrit - 01.06.1977, Side 116
656
BÚNAÐARRIT
urðasemi. Næsl i röðinni er Gullhúfa 55 í Hvarami,
sem Sær N213 var undan, cn hann var á Nautastöð
Búnaðarfélags íslands og rcyndisl ekki eins vel og
vonir stóðu til. Nokkrar kýr voru með liæstu kúm á
sýningarsvæðinu með einkunn fyrir byggingu. Voru
þær Hrefna 130, Surtsdóttir á Finnastöðum, með 83
stig og Gullhúfa í Hvannni og Hatta 51 á Vöglum
með 87 slig. Til viðbótar má nefna Grábrók 100, Víði-
gerði, með 85,5 stig.
Nf. SaurbíEjarlirepps. í félaginu voru sýndar 129
kýr frá 17 búum. Voru bæði sýnendur og sýndar ltýr
mun fleiri en á sýningunni 19(59. Hlutu 87 lcýr I. verð-
laun, 24 II., 11 III. og 7 cngin. Fyrstu verðlaun af 1.
gráðu fengu 12 kýr, 22 af 2.', 19 aí' 3. og 34 af 4. gráðu.
Frá Möðruvöllum voru sýndar alls 27 kýr, og hlutu
22 þeirra I. verðlaun og hinar II. verðlaun. Voru frá
þessu búi sýndar flestar kýr, er hlutu I. verðlaun á
sýningarsvæðinu öllu. Næst í röðinni í félaginu var
Hríshóll með 13 I. verðlauna kýr, og var það 4.—6.
búið í röðinni á svæðinu öllu. Frá Fellshlið voru
sýndar 8 I. verðlauna kýr, (5 frá Gullbrekku og Sam-
komugerði og 5 frá Eyvindarstöðum.
Eins og sést á þessu yfirliti, eru margar ágætar kýr
á félagssvæðinu, en erfitt hefur reynzt að fá leyfi
frá sauðfjárveikivörnum til flutnings á nautkálfum
þaðan á Nautastöð Búnaðarfélags Islands, og hafði
ekkert naut vcrið keypt þaðan á stöðina milli sýninga.
Efst af I. verðlauna kúnum var Reyður 67, Fylkis-
dóttir í Fellshlíð. Mcst brjóstummál hafði Gríma 16,
Gullbrekku, 200 cm. Er bún Sokkadóttir, en frænlta
hennar, Skessa 74, Torfufelli, dóttir Munks, var með
199 cm brjóstummál.
Nf. Öngulsstadahrepps. Þetta er stærsta nautgripa-
ræktarfélag landsins með tilliti til kúafjölda og 2. i
röðinni að félagatölu. Þar voru nú sýndar næstflestar