Búnaðarrit - 01.06.1977, Page 127
NAUTGRI I’ASÝNIN CAR
667
Dimma 18, Grundarqili, móðir Dölckva 71023.
ig, að 15 kýr fengu þau af 1. gráðu, 13 af 2., 28 af 3.
og 15 af 4. gr. Sjö af I. verðlauna kúnum voru frá
Grundargili, 6 frá Hólum og Vallakoti og 5 frá Brún,
Laugafelli og Lautum. El'st af I. verðlauna lcúnum
var Bleik 48 í Vallakoti, Hamarsdóttir. Var Hamar not-
aður í Reykjadal, áður en liann var seldur á Búfjár-
ræktarstöðina á Blönduósi. Voru 20 af I. verðlauna
kúnum á félagssvæðinu undan honum. Sýnir það, hve
góður kynbótagripur Harnar hefur vcrið, enda þótt
byggingu hans væri að sumu leyti ábótavant þrátt
fyrir mikið rými. Tíu dætur Kolfinns N129 hlutu I.
verðlaun og 4 dætur Ivols N56. Sýnt var eitt naut i
einkaeign, Dölckvi 71023 úr Grundargili, sjá töflu III,
sonur Fjölnis VI10 og Dimmu 18, Hamarsdóttur. Var
Dökkvi seldur Nautastöð Búnaðarfélags íslands eftir
sýningu. Hæstu einkunn fyrir byggingu hlaut Surtla
59, Laugafelli, 85 stig, en hún er undan Surti N122,
sem var á sæðingarstöðinni á Lundi.
Bf. Aðaldæla. Sýndar voru 130 kýr frá 23 búum,
sem er mikil aukning frá 1968, þegar aðeins 53 kýr
voru sýndar frá 15 búum. Verðlaun féllu þannig, að