Búnaðarrit - 01.06.1977, Page 130
Nautgripasýningar á
Norðurlandi 1976
Eftir Erlend Jóhannsson
Á árinu voru haldnar nautgripasýningar á Norður-
landi á svæðinu frá Hrútafjarðará austur um að
Brekknaheiði. Þær hófust í maí og var lokið í sept-
ember. Erlendur Jóhannsson var aðaldómari á öllum
sýningunum nema hvað Ólafur E. Stefánsson skoðaði
kýr að hluta til í Eyjafirði. Héraðsráðunautar aðstoð-
uðu við dómstörf, hver á sinu starfssvæði. Þeir voru
Þórólfur Sveinsson í V.-Hún., Jón Sigurðsson í A.-
Hún., Ragnar Eiríksson og Maron Pétursson í Skaga-
firði, Guðmundur Steindórsson í Eyjafirði, auk þess
Karl Friðriksson, sem ferðaðist með Ólafi E. Stefáns-
syni, og Skafti Benediktsson í S-Þing.
Á nautgripasýningum, sem voru haldnar fyrir
1950 var lögð höfuðáherzla á, að þeir gripir, sem
höfðu virzt hafa mesta afkastamöguleika, væru valdir
til kynbóta, en lítið tillit tekið til þess, hvernig grip-
irnir væru gerðir. Einungis var reynt að koma í veg
fyrir að valdir væru kynbótagripir með áberandi bygg-
ingargalla. Sérstaldega var fordæmt ef um þekkta
erfðagalla var að ræða svo sem fláttu, er nú hefur
verið nær útrýmt.
Fyrir sýningarnar á Suðurlandsundirlendinu 1951
gerði Hjalti Gestsson einkunnastiga til að meta bygg-
ingu nautgripa. Þetta var mikill áfangi og varð til
þess, að menn fóru að gera sér grein fyrir því, að
kýr væru misjafnlega gerðar og ennfremur, að bygg-
ingarlag kúnna hefði þýðingu í ræktunarstarfinu.