Búnaðarrit - 01.06.1977, Side 138
678
BÚNAÐARRIT
Tafla II b. Yfirlit yfir brjóstummál, hæð á herðakamb,
júgurhæð og spenalengd eftir svæðum:
Fjöldi Brjóstumm. hæð á Júgurh. cm Spenal. cm
Svæði kúa cm lierðak. cm fram aftur fram aftur
A.-Hún. 101 176,3 128,9 39,5 37,3 7,4 6,7
Skagaf. 149 175,1 130,3 40,3 38,6 7,3 6,5
Eyjaf. 683 180,6 131,2 38,3 36,1 7,7 6,6
S.-Þing. 233 180,6 129,9 38,2 36,4 7,0 6,1
Samtals Vegið meðalt. 1166 179,5 130,6 38,6 36,6 7,5 6,5
fyrir kollóttu, bröndóttu og svörtu, og heldur sú þróun
áfram.
Af sýndum kúm voru 91,6% kollóttar, hníflóttar
5,3% og hyrndar 3,1%. í A-Hún. voru hlutfallslega
flestar sýndar kýr hyrndar eða 10,9%. Hyrndum kúm
hefur stöðugt fækkað frá því að sýningar liófust á
svæðinu árið 1952, þá voru hyrndar kýr 17,6% af
sýndum kúm.
í töflu II b sézt, hvernig brjóstummál, hæð á
herðakamb, júgurhæð og spenalengd skiptist eftir
svæðum. Ekki hafa þessi mál verið tekin áður af
kúm á sýningum, að undanskildu brjóstummáli.
Meðalbrjóstummál kúa á sýningarsvæðinu var 179,5
cm og hefur það aldrei verið meira í einni sýning-
arumferð. Á sýningum 1972 var meðalbrjóstum-
málið 179.1 cm. Innan einstakra sambandssvæða var
skiptingin þannig, að í A.-Húnavatnssýslu var meðal-
brjóstummál 176,3 cm, en 177,6 cm 1972. í Skagafirði
var brjóstummál nú 175,1 cm, en 175,3 cm árið 1972.
Á báðum þessum svæðum hefur brjóstummálið minnk-
að nokkuð, en í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu halda
kýrnar áfram að stækka. Þar var meðalbrjóstummálið