Búnaðarrit - 01.06.1977, Page 142
682
BÚNAÐAI5RIT
breytni að skrá afurðaeinkunn kúnna og fjölda úra,
sem hún nær yfir. Þá er meðalfrávik á fituprósentu
kýrinnar frá meðalfituprósentu búsins á þeim tíma, sem
afurðaeinkunnin nær yfir, reiknuð og skráð á eftir-
farandi liátt:
Ef meðalfrávik er meira en — 0,40 er skráð-------
Ef meðalfrávik er á bilinu — 0,10 til 0,39 er skráð —
Ef meðalfrávik er ± 0,9 er skráð M
Ef meðalfrávik er á bilinu -f- 0,10 til 0,39 er skráð -|-
Ef meðalfrávik er meira en -j- 0,40 er skráð + -j-
Dæmi: Ef kýrin hefur fituprósentuna 4,36 en meðal-
fituprósenta búsins er 4,12, þá er mismunurinn ( frá-
vikið) + 0,24 og kýrin fær + fyrir fituprósentu.
Fyrir ætterni er sami háttur hafður á og í vélskýrslu-
haldinu. Nafn og númer föður er skráð. Heimanaut
eru nefnd ef þau eru þekkt, en annars skráð mcð
númerinu 99999 eins og óþekkt naut. Eingöngu er
skráð númer móður. Mæður aðkeyptra kúa eru skráðar
Aðk., en óþekktar mæður og ónúmeraðar 999.
Kúnum er raðað innhyrðis í 4 gráður, eins og að
venju, og farið eftir afurðum, byggingu og ætterni.
Þar sem nýtt kerfi hefur verið tekið í notlcun hafa
reglurnar verið endurskoðaðar. Til að hljóta 1. gráðu
viðurkenningu verður ætt að vera kunn og viðurkennd.
Kýrnar mega ekki vera hyrndar. Lágmarksafurðaein-
kunn er 110 stig. Meðalfrávik á fituprósentu ekki meira
en 0,39. í dómseinkunn var lágmarkið 75,0 stig, 15
stig fyrir júgur, spena og mjöltun og ekki lægra en
4 stig fyrir skapgerð. Samsvarandi lcröfur til 2. gráðu
viðurkenningar er 108 i afurðaeinkunn og sama há-
marks frávik á fituprósentu, 74,0 stig í dómseinkunn,
14 stig fyrir júgur og spena, 10 fyrir mjöltun og 3
stig fyrir skapgerð. Ættin þarf að vera þekkt og viður-
kennd, en kýrnar mega vera hyrndar. Kröfur gagnvart