Búnaðarrit - 01.06.1977, Page 197
NAU T GI! I PASYNIN GAll
737
Búbót 36,Ytragili, Hrafnagilshreppi.
hlutu I. verðlauna kýrnar 78,2 stig. Flestar sýndar
kýr voru undan Sokka 59018, 24, og hlutu 12 I. verð-
laun, undan Munk 60000, 13, og hlutu 6 I. verðlaun
og undan Rikka 65009, 6, en engin þeirra hlaut I.
verðlaun. Flestar I. verðlauna kýrnar voru á Finna-
stöðum og Grund, 4 á hvorum bæ. Efst af I. verð-
launa kúnum var Flenna 158, Víðigerði, afurðahá
dóttir Munks 60006. Hún hlaut 87,0 stig. önnur í
röðinni var Blíða 88, Hrafnagili, Sokkadóttir. Stiga-
hæsta kýrin var Linda 65, Kroppi, Sokkadóttir. Hún
hlaut 90,5 stig, sem er há einkunn. Tvö naut hafa
verið seld á Nautastöð Búnaðarfélags íslands síðan
seinasta sýning var haldin. Það ern Hlynur 74008
undan Höttu 51, Vöglum, og Vog 63016 og Ylur 74010
undan Búbót 36, Ytragili, og Blóma 65014. Hatta var
efst af I. verðlauna kúnum á síðuslu sýningu.