Búnaðarrit - 01.06.1977, Síða 206
746
BÚNAÐARIiIT
frá Kvíabóli, undan Sótu 30 og Fjölni 69012, og ónúm-
eraður kálfur frá Heiðarbraut, undan Dimmu 6 og
Natan 68003.
Bf. Bárðdæla. Sýndar voru 34 kýr á 12 búum og
hlutu 16 I. verðlaun. Flestar I. verðlauna kýrnar voru
á Sunnuhvoli eða 4. Stigahæsta kýrin með 80,0 slig var
Rauðka 6, Eyjadalsá, dóttir Kolbeins 66816, en hann
var sonur Drcyra 58037 og Sokku 72, Túnsbergi, en
hún er móðir Barða 70001. Efst af I. verðlauna kún-
um var Skjalda 19, Sandhaugum undan Þjálfa 64009,
en hún hlaut 88,5 stig. Valinn var nautkálfur á Nauta-
stöð Búnaðarfélags íslands frá Sigurðarstöðum, sem
hefur verið meðal afurðamestu búum landsins. Það
var Bárður 75009 undan Kápu 19 og Neista 61021.
Því miður varð að fella Bárð án þess að sæði næðist
úr lionum. Einnig má geta þess, að Rauðsolcka 33,
Hlíðskógum, var afurðamesta kýr landsins árið 1976
og mjólkaði þá 8363 kg, sem er landsmet.
Nf. Skútustadahrepps. Skoðaðar voru 21 kýr hjá 12
eigendum og hlutu 10 I. verðlaun. í mörg ár stóð
nautgriparæktin framarlega í þessu félagi og eru mörg
af helztu kynbótanautum landsins ættuð héðan. Til
skamms tíma voru kúabúin á félagssvæðinu mörg og
smá, en nú hafa flest þeirra lagt niður kúabúskap.
Þó eru þar nokkur bú, sem halda sínu striki og eru
meðal þeirra afurðarmestu í landinu eins og búin í
Baldursheimi og á Gautlöndum. Flestar I. verðlauna-
kýrnar átti Böðvar Jónsson, Gautlöndum, eða 3. Efst
af I. verðlauna kúnum var Skjalda 10 hjá Baldri
Þórissyni, Baldursheimi. Hún er dóttir Flekks 63018,
en hann var sunnlenzkur. Eins og víða voru dætur
Sokka 59018 mest áberandi og var helmingur I. verð-
launa kúnna undan honum. Mest brjóstummál hafði
Lauga 7, Kolskeggsdóttir (59001) á Ytri-Neslöndum,