Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.01.2010, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 09.01.2010, Qupperneq 4
4 9. janúar 2010 LAUGARDAGUR GENGIÐ 01.08.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,3709 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,91 126,51 201,65 202,63 180,03 181,03 24,190 24,332 22,019 22,149 17,620 17,724 1,3500 1,3578 196,35 197,53 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR STJÓRNMÁL Vextir þeir sem íslenska ríkinu standa til boða í samningum við Breta og Hollendinga vegna Icesave-skuldbindinga ríkisins byggja að mestu á fjármagnskostn- aði landanna. Þetta kom fram í símaviðtali sem Íslensk-ameríska viðskiptaráðið skipu- lagði við Gylfa Magnússon viðskiptaráð- herra á fimmtudag. Í umræðu um Icesave-samninga ríkis- ins hefur því stundum verið haldið fram að vextir þeir sem Íslendingar þurfi að greiða séu fram úr hófi háir miðað við þá vexti sem almennt sé miðað við í alþjóðaviðskipt- um um þessar mundir. Gert er ráð fyrir að íslenska ríkið greiði 5,55 prósenta vexti af lánum Breta og Hollendinga, sem þegar hafa greitt innstæðueigendum í löndum sínum inneignir tengdar Icesave. Vaxtakjörin eru þau sömu í báðum samningum sem gerðir hafa verið við löndin, en lög þau sem Alþingi samþykkti í ágúst taka til fyrri samnings- ins, og þau lög sem nú bíða þjóðaratkvæða- greiðslu taka til seinni samningsins. Vaxtakjörin sagði Gylfi að byggðu á útreikningi vaxtakjara á skuldabréfum Breta og Hollendinga til tíu ára, eða lang- tímavaxtakjörum þeim sem ríkjunum standa til boða, að viðbættu lágu álagi. „Þá ætti að hafa í huga að þetta eru hámarksvextir sem ríkið kann að þurfa að borga, því land- ið hefur á hverjum tíma rétt til að greiða upp lánið að fullu ef hagstæðari fjármögnun fengist annars staðar.“ Gylfi var á símafundinum líka spurður út í væntar heimtur af eignum Landsbank- ans, kostnað ríkisins og vaxtakjör í samn- ingum vegna Icesave. „Grunnupphæðir eru vel þekktar,“ sagði hann og rakti hvernig Bretar hefðu á annan veginn lagt út um 2,3 milljarða breskra punda og Hollendingar 1,3 milljarða evra hins vegar. Heildarupphæðin nemi um fjórum milljörðum evra. Síðan ráð- ist af heimtum verðmæta úr Landsbankan- um hversu stór hluti falli á íslenska ríkið, en við þá upphæð bætast svo vextirnir vegna lána Breta og Hollendinga. Verstu spár segir hann gera ráð fyrir 75 prósenta heimtum verðmæta, en þá myndu alls um tveir milljarðar evra falla á ríkið, helmingurinn vextir. „En það er byggt á mjög varlegu fyrsta mati skilanefndar bank- ans. Raunhæfara er að endurheimtur eigna nemi 90 prósentum hið minnsta.“ olikr@frettabladid.is Vextir vegna Icesave byggja á kostnaði viðsemjendanna Vaxtakjör ríkisins í samningum við Breta og Hollendinga vegna Icesave byggja á langtímavöxtum sem þessum löndum standa til boða að viðbættu lágu álagi. Þetta kom fram á símafundi viðskiptaráðherra. ÖRYGGISMÁL Slysavarnafélag- ið Landsbjörg varar við þeirri hættu sem hlýnandi veður hefur í för með sér eftir langvarandi vetrarríki. Félagið hvetur húseig- endur og verslunareigendur að hreinsa burtu grýlukerti og snjó- þekjur. Víða um land hefur snjó kyngt niður og safnast fyrir á húsþök- um í miklu magni, síðan hafa grýlukerti myndast og hanga niður af húsþökunum. Með hækk- andi hitastigi gefur snjórinn eftir og stórar snjóhengjur með grýlu- kertum geta fallið úr þó nokkurri hæð á þá sem undir eru. Mesta hættan er fyrir gangandi fólk þar sem gangstéttir eða bílastæði eru undir þakbrúninni. - shá Slysavarnafélagið Landsbjörg: Vara við hættu af grýlukertum FRÁ ÍSAFIRÐI Víða um land skapast hætta í hlákunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BLAÐAMANNA- FUNDUR Í DESEM- BER Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætis- ráðherra og Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra á blaðamannafundi sem haldinn var í desemberbyrjun og fjallaði um skilmála vegna Icesave. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í umfjöllun Gauta B. Eggerts- sonar um lán vegna Icesave á vef hans er bent á að vextir sem ríkjum Evrópu og Bandaríkjun- um standi til boða á lánum til 10 ára séu í sögulegu lágmarki og hlaupi á 3,5 til 4,0 prósenta. Í því samhengi skipti máli að lánin til Íslands séu til 15 ára. Vextir til þessara ríkja hafi síðast í fyrra verið um eða yfir fimm prósent. „Ef miðað er við tveggja til þriggja prósenta verðbólgu á þessum tíma eru raunvextir á Icesave í kringum þrjú til fjögur prósent. Mér sýnist það töluvert lægra en raunvextir á verð- tryggðum ríkisvíxlum á Íslandi,“ skrifar Gauti á vef sinn. Fjárhæðin sem Ísland þarf að endurgreiða nemur 1.329 millj- ónum evra til Hollands og 2.350 milljónum punda til Bretlands. Gert er ráð fyrir ársfjórðungs- legum greiðslum sem hefjist í september 2016 og ljúki í júní 2024. Hvenær sem er á lánstíman- um er hægt að fara fram á leng- ingu endurgreiðslutíma um sex ár, til ársins 2030, en ef lánið hefur ekki verið endurgreitt að fullu fyrir árið 2024 framlengist það sjálfkrafa til ársins 2030. Tryggingarsjóði er svo, hvenær sem er á lánstímanum, heimilt að greiða niður lán Hollendinga og Breta í heild eða að hluta. LÁNAKJÖR VEGNA ICESAVE-SAMNINGA STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin getur vel við unað að halda meirihluta kjós- enda að baki sér, eins og fram kemur í skoðanakönnun Frétta- blaðsins, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær njóta stjórnarflokkarn- ir stuðnings rúmlega 53 prósenta kjósenda og myndu samanlagt halda óbreyttum meirihluta þing- manna yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun blaðsins. Gunnar Helgi segir að aðstand- endur ríkisstjórnarinnar hljóti að vera ánægðir með þessa niður- stöðu. Þau mál sem stjórnin hafi unnið í undanfarið, niðurskurður, skattahækkanir og Icesave, séu fráleitt fallin til vinsælda. Á hinn bóginn hljóta niðurstöð- urnar að vera stjórnarandstöðu- flokkunum nokkurt áhyggjuefni, segir Gunnar Helgi. Þeir komist ekkert áleiðis þrátt fyrir óvinsæl mál ríkisstjórnarinnar, og hljóti í framhaldinu að reyna að átta sig á hvað þeir séu að gera vitlaust. Vinstri græn bæta við sig umtalsverðu fylgi, og mælast með stuðning tæplega fjórðungs kjós- enda í könnun Fréttablaðsins. Gunnar Helgi segir erfitt að ráða í það hvað dragi fólk að flokknum. Líklegt megi telja að úr því megi lesa sterka stöðu Steingríms J. Sig- fússonar, formanns flokksins. Ólíklegt má telja að klofning- ur í flokknum undanfarið trekki að stuðning, enda er sundurlyndi yfirleitt til þess að skaða flokka, segir Gunnar Helgi. - bj Könnun sýnir sterka stöðu formanns VG segir prófessor í stjórnmálafræði: Stjórnin getur vel við unað GUNNAR HELGI KRISTINSSON Telur niðurstöð- ur könnunarinn- ar hljóta að vera stjórnarandstöð- unni nokkurt áhyggjuefni. Stal fyrir tugi þúsunda Þrítug kona hefur verið ákærð fyrir að stela í tvígang úr Nóatúni á Selfossi. Í fyrra skiptið stal hún vörum fyrir nær 22 þúsund og í síðara skiptið varningi fyrir tæp 16 þúsund. DÓMSTÓLAR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 8° -2° -3° -1° 0° -3° -5° 0° 0° 20° 0° 8° 0° 7° -9° -3° 15° -4° Á MORGUN Fremur hægur vindur en strekkingur vestast. MÁNUDAGUR Víðast 3-8 m/s. 7 6 6 5 4 6 3 6 4 2 8 11 13 15 16 10 9 8 10 7 18 15 6 5 4 -1 4 4 2 -2 3 -3 MILT UM HELGINA Það verður víða strekkingsvindur og sums staðar allhvasst fram yfi r hádegi en lægir þegar kemur fram á kvöldið, vestan til í fyrstu og dregur einnig úr vætunni. Á morgun verður lítils háttar rigning eða súld með suður- og vestur- ströndinni. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður BRUSSEL, AP Evrópusamband- ið hefur sagst ætla að fylgjast með fyrirætlunum Frakka um að skattleggja auglýsingahagnað Google og beina fénu til tónlist- armanna. Talsmaður ESB, Jonathan Todd, segir að málið snúist um hvort skattheimta ríkis fyrir einkafyrirtæki geti skaðað sam- keppni. Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur ekki gefið upp hvort hann styðji Google- skattinn en er þess samþykk- ur að yfirburðastaða Google á markaði sé skoðuð í þessu augna- miði. - shá Auglýsingagróði til skoðunar: ESB fylgist með skatti á Google
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.