Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 4
4 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 9° 6° 0° -2° 1° -1° -3° -3° -3° 20° 3° 11° 2° 13° -2° 0° 16° -4° Á MORGUN 10-17 m/s N- og V-til, annars hægari. MÁNUDAGUR Strekkingur eða allhvasst um allt land. 7 5 2 3 3 4 3 6 4 8 -1 6 6 3 4 3 4 5 5 3 10 6 3 -2 0 1 3 0 -3 0 0 2 BREYTINGAR Í VÆNDUM Í dag verður áfram milt, væta sunnan og vestan til en annars úrkomulítið. Á morgun snýst vind- ur í stífa norðlæga átt með snjókomu eða éljum, fyrst norðvestan til en síðdegis fer að snjóa norðaust- anlands. Kólnar í veðri, einkum norðanlands. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL „Þetta er eitt af umsvifa- mestu málunum. Þar undir eru fjórar réttarbeiðnir um gögn,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sér- stakur saksóknari, um húsleit í Banque Havilland, áður dótturfé- lagi Kaupþings í Lúxemborg. Hús- leitin tekur á fimm til sex málum, þau helstu eru kaup sjeiksins Mohameds Bin Khalifa Al-Thani á fimm prósenta hlut í Kaupþingi í september 2008 auk lánveitinga sem tengjast þeim og viðskipta með skuldatryggingar bankans sama ár. Sala á dótturfélagi Kaupþings í Lúxemborg til núverandi eigenda og aðila þeim tengdum um mitt síðasta ár er ekki til rannsóknar. Ólafur kom ásamt fjórum starfs- mönnum til Lúxemborgar á sunnu- dag og hófst húsleit á þriðjudag. Fjörutíu lögreglumenn frá Lúx- emborg tóku þátt í húsleitunum, sem er sambærilegur fjöldi og í húsleitum sérstaks saksóknara í Bretlandi á dögunum. Lagt hefur verið hald á talsvert af gögnum, að sögn Ólafs. Rannsóknir og yfirheyrslur vegna málsins stóðu langt fram á kvöld alla daga, sem dæmi allt til klukkan þrjú aðfaranótt föstu- dags. Þegar rætt var við Ólaf síð- degis í gær stóð söfnun gagna og yfirheyrslur enn yfir. Hann gerði ráð fyrir að þeim lyki um kvöld- ið. Ellefu manns voru yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina ytra í vikunni. Ólafur vildi ekki svara hverjir hefðu verið yfirheyrðir en sagði viðkomandi alla búsetta í Lúxemborg. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrr- verandi bankastjóri Kaupþings, og Ingólfur Helgason, forstjóri Kaup- þings á Íslandi, eru báðir búsett- ir í Lúxemborg. Þeir voru ekki á meðal þeirra sem voru yfirheyrð- ir. Ekki náðist í Magnús Guð- mundsson, bankastjóra Banque Havilland, þegar eftir því var leit- að í gær. jonab@frettabladid.is ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON Sérstakur saksóknari og fjórir aðrir starfsmenn hafa unnið með fjörutíu lögreglumönnum við húsleit í Lúxemborg í vikunni. Ellefu hafa verið yfirheyrðir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Rannsaka lánveit- ingar í Lúxemborg Embættis sérstaks saksóknara hefur leitað í húsakynnum Banque Havilland í Lúx- emborg vegna gruns um markaðsmisnotkun í vikunni. Ellefu voru yfirheyrðir. LÁNVEITINGAR TIL HLUTABRÉFAKAUPA Mohamed Al Thani keypti fimm prósenta hlut í Kaup- þingi í gegnum einkahluta- félagið Q Iceland Finance í lok september 2008, skömmu áður en skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin í bankanum. Kaupverð nam 25 milljörð- um króna og varð sjeikinn þriðji stærsti hluthafi bank- ans. Bankinn lánaði Al-Thani fyrir helmingi kaupverðsins og leikur grunur á að lánveitingar hafi með einum eða öðrum hætti verið nýttar til kaupanna allra. Fjármálaeftirlitið sendi málið ásamt öðrum tengdum til embættis sérstaks saksóknara á seinni hluta síðasta árs en grunur leikur á að bankinn hafi reynt að halda uppi gengi bréfa bankans á markaði. Þar á meðal voru kaup bankans á eigin bréfum, sem voru seld Al-Thani auk lánveitinga til Skúla Þor- valdssonar og breska fjárfestisins Kevins Stanford. MOHAMED AL-THANI HAÍTÍ, AP Leiðtogar beggja opin- beru trúarbragðanna á Haítí, bisk- up kaþólskra og æðstiprestur vúdú- manna, báðir hvítklæddir, tóku þátt í sameiginlegri bænastund með prestum mótmælenda í höfuðborg- inni Port-au-Prince í gær. Tilefnið var að mánuður var lið- inn frá því jarðskjálftinn mikli varð, sem kostaði meira en 200 þús- und manns lífið. Þúsundir manna tóku þátt í athöfninni, þar á meðal René Préval forseti, sem táraðist eins og reyndar margir aðrir við- staddir. „Sársaukinn er of mikill, við getum ekki útskýrt það,“ sagði Préval. Hann notaði tækifærið til að biðja fólk um að sýna ríkisstjórn sinni fullan stuðning, en minntist ekki á að víðs vegar um landið hafa íbúar efnt til mótmæla gegn honum undanfarna daga og krafist afsagn- ar hans. Talið er að um milljón manns hafist nú við í tjaldbúðum og bráða- birgðaskýlum sem komið hefur verið upp, einkum í úthverfum höf- uðborgarinnar. Fólk kom saman bæði fyrir utan forsetahöllina, sem eyðilagðist í jarðskjálftanum, og víða á torgum og götum höfuðborgarinnar, meðal annars ofan á kirkjurústum. - gb Sorgardagur á Haítí í gær, mánuði eftir að jarðskjálftinn mikli reið yfir: Kaþólskir biðja með vúdúfólki ÚTIMESSA Í PORT-AU-PRINCE Aðalat- höfnin var fyrir utan forsetahöllina sem er gereyðilögð eftir jarðskjálftann. NORDICPHOTOS/AFP SKIPULAGSMÁL Skipulagsráð Reykjavíkur frestaði á fundi á miðvikudag að afgreiða fyrir- spurn Álftavatns ehf. um það hvort leyft yrði að innrétta hótel í Heilsuverndarstöðinni á Bar- ónsstíg. Ráðið vill að Álftavatn leggi fram nánari gögn, meðal annars greinargerð vegna rekst- urs hótels þar sem fram komi á hvaða hátt þurfi að breyta húsinu og hver fjöldi hótelher- bergja verður. Í umsögn frá Minjavernd segir að hætta sé á að hótel- rekstur krefjist þannig breyt- inga á húsinu að þær gangi á upprunalega gerð þess og varð- veislugildi rýrni. Minjavernd vill fá staðfestingu frá eigend- um um að fylgt verði kvöðum sem settar voru um varðveislu hússins þegar borgin seldi það árið 2005. - gar Hótel í Heilsuverndarstöðinni: Borgin kallar á fyllri skýringar KÓPAVOGUR Fjórir bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins í Kópa- vogi hafa lýst því yfir að þeir fylgi Ármanni Kr. Ólafssyni að málum og styðji hann í fyrsta sæti list- ans. Þetta eru þau Gunnsteinn Sigurðsson bæjarstjóri, Sigurrós Þor- grímsdóttir, Margrét Björnsdóttir og Ást- hildur Helgadóttir. Ármann Kr. keppir um fyrsta sætið við Gunnar Inga Birgis- son, fyrrverandi bæjarstjóra, sem þurfti að víkja úr sæti á kjörtímabilinu vegna lögreglu- rannsóknar. Prófkjörið í Kópavogi fer fram 20. febrúar. - kóþ Prófkjör D-lista í Kópavogi: Fjórir fulltrúar fylgja Ármanni ÁRMANN KR. ÓLAFSSON DÓMSMÁL Karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi vegna síbrota hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo á skil- orði, fyrir fjölmarga þjófnaði, húsbrot, eignaspjöll, líkamsárás og fleiri sakir. Þrívegis braust maðurinn inn í Kaffi Krús á Selfossi til að stela áfengi. Í herbergi á hótel Selfossi réðst hann svo á samlanda sinn, skallaði hann og sló í andlit og sparkaði í hann liggjandi. Fórnar- lambið hlaut allmikla áverka, suma alvarlega. Þá var afbrotamaðurinn ákærður fyrir að brugga áfengi í heimahúsi. - jss Héraðsdómur Suðurlands: Síbrotamaður í gæslu dæmdur RÚSSLAND, AP Rúmlega sjötugur bóndi austast í Rússlandi hefur hlotið skilorðsbundinn fangelsis- dóm fyrir að hafa stungið þremur sprengjum niður í kartöflugarð- inn sinn. Einn nágranna bóndans meiddist á vör þegar hann var að sniglast í kartöflugarðinum, en sprengjurnar setti bóndinn í garðinn einmitt vegna þess að nágrannarnir höfðu verið að stela kartöflum úr honum. Bóndinn viðurkenndi verkn- aðinn, en sagði jafnframt að nágranninn hefði ekkert átt að vera að flækjast í garðinum. - gb Hættulegur kartöflugarður: Stakk niður sprengjum í kartöflugarðinn VIÐSKIPTI Rekstrarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjár- magnsliði (EBIT) á árinu 2009 var 1,7 milljarðar króna, samkvæmt nýbirtu uppgjöri. Árangurinn er sagður betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hagnaður síðasta árs nam 697 milljónum króna, en árið áður var fyrirtækið með tap upp á 7,2 millj- arða króna. „Vegna afkomu ársins 2008 náðist ekki að uppfylla skil- mála í erlendum lánasamningum. Með afkomu ársins 2009 eru allir skilmálar lánasamninga uppfyllt- ir og náðst hefur samkomulag við erlenda lánardrottna um óbreytt lánskjör og að tímabundin hækk- un álags verði felld niður,“ segir á vef RARIK. - óká Orkufyrirtækið RARIK ohf.: Hagnaður um- fram væntingar GENGIÐ 12.02.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 231,6931 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,11 129,73 201,57 202,55 175,04 176,02 23,510 23,648 21,625 21,753 17,619 17,723 1,4366 1,4450 197,93 199,11 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.