Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 57
fjölskyldan 7 Þegar Drífa Baldursdóttir eignaðist fyrirbura fann hún að þörf var fyrir meiri fræðslu og stuðning fyrir foreldra fyrirbura en veitt er inni á sjúkrahúsum. Fyrir fimm árum eignaðist ég fyrirbura, eftir að hafa legið fyrir inni á meðgöngudeild í mánuð fyrir fæðingu. Barnið fæddist eftir 29 vikur og dvaldi á vökudeild Landspítalans í tvo mán- uði. Á þessum tíma fann ég vel hve mikil þörf var fyrir aukna fræðslu og stuðning, umfram það sem starfsfólk veitir,“ segir Drífa Bald- ursdóttir sem stendur á bak við heimasíðuna www.fyrirburar.is. Drífa stofnaði Félag fyrirbura - foreldra árið 2008. Hún hefur því verið í sambandi við marga aðra foreldra fyrirbura og segir þá almennt hafa verið sammála um að mikil þörf væri á frekari upp- lýsingum og vefsíða væri besta leiðin til að ná til sem flestra. Þannig var kominn hvati að gerð vefsíðu og Drífa gerði síðuna sem hluta af meistaraverkefni í lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinandi henn- ar var Geir Gunnlaugsson, land- læknir og prófessor við skólann, en hann er barnalæknir. Á síðunni er að finna fróðleik um meðgöngu og fæðingu fyrir- bura, framtíðarhorfur og fleira. Þess má geta að dóttir Drífu, Hildur Arney, jafnaði sig fljótt á snemmbúinni komu sinni í heim- inn og hefur fyrir löngu náð jafn- öldrum sínum í þroska. -sbt Fræðsla um fyrirbura Nýfædd Sem sjá má var Hildur Arney smá þegar hún var nýfædd. Fljót að ná hinum Drífa ásamt Hildi Arney rúmlega tveggja ára. Fyrirburar Hér á landi fæðast á hverju ári um 6 prósent barna áður en 37 vikna meðgöngu er náð. Það er svipað hlutfall og annars staðar á Norðurlöndunum og í Evrópu þar sem fimm til níu prósent barna fæðast fyrir tímann. Í Bandaríkjunum er hlutfallið hærra. eða um tólf til þrettán prósent. Flestir fyrirburar koma í heiminn eftir 34 vikur eða síðar og hefur hlutfall fyrirburafæðinga að 34 vikum aukist lítið á milli ára meðan síðfyrirburafæð- ingum hefur fjölgað mun meira Á Íslandi er yfirleitt talað um merkur þegar rætt er um fæðingar- þyngd barna. Ein mörk er 250 grömm og er meðal fæðingarþyngd ís lenskra barna um 3650 g eða 14- 15 merkur. Hjá fyrirburum er yfirleitt rætt um þyngd í grömmum. Meðal fæðingarþyngd fyrirbura er um 600 g við 24 vikur, 750 g við 25 vikur, 850 g við 26 vikur og 1000 g við 27 vikur. Sum börn eru þyngri og önnur léttari. Erfitt er að setja niður nákvæmar tölur um lífslíkur fyrirbura eftir meðgöngulengd þar sem þær geta verið mjög breytilegar milli rannsókna. En samantekt sem gerð var árið 2008 um niðurstöður margra rannsókna sýndi að börn fædd fyrir 23 vikur áttu sér nær enga lífsvon. Þau sem fæddust eftir 23 vikur höfðu 15 prósent lífslíkur, eftir 24 vikur 55 prósent og eftir 25 vikur 79 prósent lífslíkur. Lífslíkur fyrirbura hafa farið stöðugt batnandi undanfarin ár sérstaklega barna sem fæðast eftir um 23 til 25 vikur. Heimild www.fyrirburar.is Heimasíðan Fjölmargir foreldrar fyrir- bura nota síðuna. SPRENGIDAGUR Fyrr á tímum þegar saltskortur var þótti veisla mikil að fá saltkjöt í föstubyrjun. Enn halda margir í þá góðu hefð. KAKA ALLA DAGA Bollur og góðgæti er ekki í boði alla daga vikunnar nema kannski í kökuboði lítilla krakka sem eiga fína köku eins og þessa sem fæst í versluninni Ilvu. Kynning um Færeyjar í Kringlunni 19. til 20. febrúar. atlantic.foVIÐ FLJÚGUM MEÐ ÞIG Á ÁFANGASTAÐ Færeyjar eru 18 stórkostlegar eyjar sem bjóða upp á fjölbreytileika og óvænt ævintýri. Færeyingar eru þekktir fyrir gestrisni sína og þar er þægilegt og afslappandi andrúmsloft. REYKJAVÍK – FÆREYJAR Flogið er tvisvar í viku milli Reykjavíkurflugvallar og Færeyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.