Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 8
8 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR 50 kassar UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is 9. stk gólfþvottavélar, Nilfi sk, Taski, Cleanfi x og Tornado einnig 4 stk bónvélar. Allar vélarnar er ný yfi rfarnar af fagmanni og tilbúnar til notkunar. Nánari upplýsingar í síma 617 8830 Til sölu 1 Þekktur tískuhönnuður stytti sér aldur í vikunni. Hvað hét hann? 2 Leikritið Gerpla var frumsýnt í gær. Hverjir leika fóstbræð- urna Þorgeir og Þormóð? 3 Í hvaða skóla leitaði lögregl- an að fíkniefnum með hundum í vikunni? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 STÓRIÐJA Framkvæmdir við álver í Helguvík standa undir 100 millj- örðum af þeirri 265 milljarða króna fjárfestingu í raforkumannvirkjum og orkufrekum iðnaði, sem stefnt er að í ár og næstu þrjú ár. Í yfirlýsingu sem iðnaðarráðu- neytið sendi frá sér í gær kemur fram að auk Helguvíkur verði fjár- fest í orkumannvirkjum fyrir 126 milljarða króna í ár og næstu þrjú ár. Aðrar helstu framkvæmdir verði vegna aukinnar afkastagetu álvers- ins í Straumsvík og lagningar Suð- vesturlínu. Virkjanir, sem samið hefur verið um vegna fyrsta og annars áfanga álversins í Helguvík, tryggja 325 megavött (MW) af þeim 625 MW sem þarf fyrir fullbyggt 360.000 tonna álver. Það sem á vantar fyrir álverið komi frá nýjum jarðvarma- virkjunum á Hellisheiði (135 MW) og í Krísuvík (200 MW). Aðrar virkjanaframkvæmd- ir sem ráðuneytið nefnir að hefj- ist á næstu árum eru, auk Búðar- hálsvirkjunar, á háhitasvæðum á Suðvesturlandi, það er stækkun Hellisheiðarvirkjunar, virkjanirn- ar í Hverahlíð og við Gráuhnjúka og við Eldvörp, auk stækkunar Reykjanesvirkjunar. Alls verði fjárfesting í orku- mannvirkjum 170 milljarðar fram til 2017 en heildarfjárfesting í stór- iðju og raforku verði þá 400 millj- arðar. - pg Iðnaðarráðuneytið segir 265 milljarða fjárfestingu í bígerð næstu þrjú ár: 100 milljarðar í Helguvík KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Iðnaðarráðherra spáir 400 milljarða fjárfestingu í raforku og orkufrekum iðnaði fram til 2017. AFGANISTAN, AP Öldungar í þorpinu Marjah í Helmand-héraði í Afgan- istan skora á hersveitir Natóríkj- anna að hlífa almennum borgur- um þegar stór árás verður gerð á þorpið. Þúsundir íbúa hafa flúið þorp- ið, sem talibanar hafa haft á valdi sínu og nota sem eina helstu bæki- stöð sína í héraðinu. Bandaríkjaher hefur vikum saman talað opinskátt um yfir- vofandi árás á þorpið, en taliban- ar segjast ætla að svara af fullum krafti. Undanfarna daga hefur vígbún- aður Bandaríkjahers umhverf- is þorpið jafnt og þétt verið efld- ur, og þykir líklegt að innan fárra daga verði látið til skarar skríða. Natóherinn í Afganistan vonast til þess að geta unnið þorpsbúa á sitt band fljótlega eftir að tali- banarnir hafa verið hraktir burt. Meiningin er að veita þorpsbúum margvíslega aðstoð, meðal annars við uppbyggingu opinberrar þjón- ustu. Talið er að um 125 þúsund manns búi í Marjah og nágrenni, sem geti nýtt sér aðstoðina. Talibanar hafa reynt að banna íbúunum að flýja þorpið, en Banda- ríkjaher hefur leitað á öllum sem komist hafa út fyrir. Öldungar þorpsins hafa miklar áhyggjur af afdrifum almennra íbúa í þorpinu þegar árásin hefst og bardagar brjótast út. - gb Íbúar þorps í Afganistan búa sig undir innrás: Skorað á Natóher að hlífa borgurum FYLGST MEÐ HERNAÐI Í LOFTI Bandrískir hermenn fylgjst með þyrlum beina skotum að svæðum sem talibanar hafa á valdi sínu. NORDICPHOTOS/AFP UTANRÍKISMÁL Þórir Ibsen sendi- herra afhenti Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Frakklandi 15. janúar síðastliðinn. Þetta kemur fram í frétt utanríkisráðu- neytisins í gær. Fram kemur að við þetta tæki- færi hafi sendiherrann og forseti Frakklands átt vinsamlegar sam- ræður um stöðu efnahagsmála á Íslandi í kjölfar bankahruns- ins og aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu (ESB). „Sýndi Frakklandsforseti skiln- ing á þeim efnahagserfiðleikum sem íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir,“ segir þar. - óká Nýr sendiherra í Frakklandi: Ræddu hrunið og aðild að ESB VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.