Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 8
8 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
50 kassar
UMHVERFISVOTTUÐ
PRENTSMIÐJA
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
9. stk gólfþvottavélar,
Nilfi sk, Taski, Cleanfi x og
Tornado einnig 4 stk bónvélar.
Allar vélarnar er ný yfi rfarnar
af fagmanni og tilbúnar
til notkunar.
Nánari upplýsingar í síma
617 8830
Til sölu
1 Þekktur tískuhönnuður stytti
sér aldur í vikunni. Hvað hét
hann?
2 Leikritið Gerpla var frumsýnt
í gær. Hverjir leika fóstbræð-
urna Þorgeir og Þormóð?
3 Í hvaða skóla leitaði lögregl-
an að fíkniefnum með hundum
í vikunni?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58
STÓRIÐJA Framkvæmdir við álver
í Helguvík standa undir 100 millj-
örðum af þeirri 265 milljarða króna
fjárfestingu í raforkumannvirkjum
og orkufrekum iðnaði, sem stefnt
er að í ár og næstu þrjú ár.
Í yfirlýsingu sem iðnaðarráðu-
neytið sendi frá sér í gær kemur
fram að auk Helguvíkur verði fjár-
fest í orkumannvirkjum fyrir 126
milljarða króna í ár og næstu þrjú
ár.
Aðrar helstu framkvæmdir verði
vegna aukinnar afkastagetu álvers-
ins í Straumsvík og lagningar Suð-
vesturlínu.
Virkjanir, sem samið hefur verið
um vegna fyrsta og annars áfanga
álversins í Helguvík, tryggja 325
megavött (MW) af þeim 625 MW
sem þarf fyrir fullbyggt 360.000
tonna álver. Það sem á vantar fyrir
álverið komi frá nýjum jarðvarma-
virkjunum á Hellisheiði (135 MW)
og í Krísuvík (200 MW).
Aðrar virkjanaframkvæmd-
ir sem ráðuneytið nefnir að hefj-
ist á næstu árum eru, auk Búðar-
hálsvirkjunar, á háhitasvæðum á
Suðvesturlandi, það er stækkun
Hellisheiðarvirkjunar, virkjanirn-
ar í Hverahlíð og við Gráuhnjúka
og við Eldvörp, auk stækkunar
Reykjanesvirkjunar.
Alls verði fjárfesting í orku-
mannvirkjum 170 milljarðar fram
til 2017 en heildarfjárfesting í stór-
iðju og raforku verði þá 400 millj-
arðar. - pg
Iðnaðarráðuneytið segir 265 milljarða fjárfestingu í bígerð næstu þrjú ár:
100 milljarðar í Helguvík
KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Iðnaðarráðherra
spáir 400 milljarða fjárfestingu í raforku
og orkufrekum iðnaði fram til 2017.
AFGANISTAN, AP Öldungar í þorpinu
Marjah í Helmand-héraði í Afgan-
istan skora á hersveitir Natóríkj-
anna að hlífa almennum borgur-
um þegar stór árás verður gerð á
þorpið.
Þúsundir íbúa hafa flúið þorp-
ið, sem talibanar hafa haft á valdi
sínu og nota sem eina helstu bæki-
stöð sína í héraðinu.
Bandaríkjaher hefur vikum
saman talað opinskátt um yfir-
vofandi árás á þorpið, en taliban-
ar segjast ætla að svara af fullum
krafti.
Undanfarna daga hefur vígbún-
aður Bandaríkjahers umhverf-
is þorpið jafnt og þétt verið efld-
ur, og þykir líklegt að innan fárra
daga verði látið til skarar skríða.
Natóherinn í Afganistan vonast
til þess að geta unnið þorpsbúa
á sitt band fljótlega eftir að tali-
banarnir hafa verið hraktir burt.
Meiningin er að veita þorpsbúum
margvíslega aðstoð, meðal annars
við uppbyggingu opinberrar þjón-
ustu. Talið er að um 125 þúsund
manns búi í Marjah og nágrenni,
sem geti nýtt sér aðstoðina.
Talibanar hafa reynt að banna
íbúunum að flýja þorpið, en Banda-
ríkjaher hefur leitað á öllum sem
komist hafa út fyrir.
Öldungar þorpsins hafa miklar
áhyggjur af afdrifum almennra
íbúa í þorpinu þegar árásin hefst
og bardagar brjótast út. - gb
Íbúar þorps í Afganistan búa sig undir innrás:
Skorað á Natóher
að hlífa borgurum
FYLGST MEÐ HERNAÐI Í LOFTI Bandrískir hermenn fylgjst með þyrlum beina skotum
að svæðum sem talibanar hafa á valdi sínu. NORDICPHOTOS/AFP
UTANRÍKISMÁL Þórir Ibsen sendi-
herra afhenti Nicolas Sarkozy,
forseta Frakklands, trúnaðarbréf
sitt sem sendiherra í Frakklandi
15. janúar síðastliðinn. Þetta
kemur fram í frétt utanríkisráðu-
neytisins í gær.
Fram kemur að við þetta tæki-
færi hafi sendiherrann og forseti
Frakklands átt vinsamlegar sam-
ræður um stöðu efnahagsmála
á Íslandi í kjölfar bankahruns-
ins og aðildarumsóknar Íslands
að Evrópusambandinu (ESB).
„Sýndi Frakklandsforseti skiln-
ing á þeim efnahagserfiðleikum
sem íslenska þjóðin stendur nú
frammi fyrir,“ segir þar. - óká
Nýr sendiherra í Frakklandi:
Ræddu hrunið
og aðild að ESB
VEISTU SVARIÐ?