Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 74
46 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is > SPIDERMAN Í ÞRÍVÍDD Jeff Blake, forsvarsmaður Sony-kvikmynda- versins, tilkynnti blaðamönnum í gær að fjórða myndin um Köngulóarmanninn yrði í þrívídd. Hvorki Sam Raimi né Tobey Maguire koma að gerð myndarinn- ar en sannkallað þrívíddar-æði hefur gripið um sig í Holly- wood í kjölfar ótrú- legra vinsælda Avatar. Myndband hljómsveitarinnar Hitakúts við lagið Gefið mig allan af plötunni Ástin Míní er komið í spilun, bæði á Netinu og í sjónvarpinu. Þar er sögð saga tveggja einstaklinga á dramat- ískan hátt og til þess að sagan pass- aði betur við lagið var uppröðun text- ans breytt. „Hugmyndin að laginu var allt önnur í rauninni,“ segir Sigur- jón Unnar Sveinsson, Hitakútur. „Svo ákváðum við að gera vídeó og þá sá ég fyrir mér þessa sögu. Til þess að þetta myndi ganga upp þurftum við að svissa versi tvö og þrjú. Þá féll textinn algjörlega inn í þessa sögu.“ Hitakútur, sem er ættaður frá Sel- fossi og Hveragerði, ákvað að tjalda öllu til við gerð myndbandsins. Fengu þeir til liðs við sig Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur myndatöku- mann og leikkonuna Hildi Jakobínu Tryggvadóttur, auk þess sem sveitin naut aðstoðar slökkviliðs Hveragerð- is og björgunarsveitarinnar í Hvera- gerði. „Ég vil þakka slökkviliðinu og björgunarsveitinni. Þetta hefði ekki gengið svona flott án þeirra. Það var líka sérstaklega gott að hafa feng- ið þessar stelpur með í þetta,“ segir Sigurjón, en þær stunda báðar nám í Kvikmyndaskóla Íslands. Spurður hvort uppátækið hafi ekki kostað sitt, segir hann: „Nei, þetta var bara helm- ingurinn af upphaflegri kostnaðará- ætlun.“ - fb Breyttu texta fyrir myndband ÚR MYNDBANDINU Í myndbandinu er sögð saga tveggja einstaklinga á dram- atískan hátt. Transformers-leik- arinn Shia LaBeouf ætlar að hlaupa Los Angeles-maraþonið 21. mars. Með því vill hann safna pen- ingum fyrir sam- tökin US VETS, sem aðstoða hermenn sem koma heim frá Írak og Afganistan. Samtök- in eru afar mikilvæg í augum Shia því faðir hans Jeffrey barðist í Víetnam auk þess sem afi hans var hermaður. „Við erum afar ánægð með að herra LaBeouf vildi taka í maraþon- inu fyrir okkar hönd,“ sagði forseti US VETS. Shia er ekki fyrsta Hollywood-stjarnan sem tekur þátt í mar- aþoni, því stutt er síðan Katie Holmes keppti í New York- maraþoninu þar sem Tom Cruise og dóttir þeirra Suri hvöttu hana áfram. Sjónvarpskokk- urinn Gord on Ramsay er einnig fastagestur í Lundúnamaraþoninu. Hleypur maraþon SHIA LABEOUF Transformers- leikarinn ætlar að taka þátt í Los Angeles-maraþoninu. Daryl Hannah hefur mikinn áhuga á að endurtaka hlutverk sitt sem Elle Driver í þriðju Kill Bill-mynd- inni. Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur gefið í skyn að myndin komi út árið 2014 þar sem brúður- in, sem Uma Thurman lék, lendir í enn fleiri slags- málum. Tarantino hefur einnig íhugað að búa til tvær anime-teiknimyndir í tengslum við Kill Bill. „Það er óvíst hvað verður því Quentin á eftir að gera það upp við sig hvort þetta verður anime-mynd eða venjuleg hasarmynd. Maður veit aldrei með hann,“ sagði Daryl, sem næst leikur í myndinni A Closed Book. Vill leika í Kill Bill 3 DARYL HANNAH Daryl Hannah vill endurtaka hlutverk sitt sem hin kolbrjál- aða Elle Driver í Kill Bill. Fyrirsætur, rokkstjörnur og áhrifafólk á borð við Michelle Obama hafa lýst yfir mikilli sorg vegna fráfalls hönnuðarins Alex- anders McQueen. Fjölmiðlar í Bretlandi og Banda- ríkjunum bíða eftir yfirlýsingu frá íslensku söngkonunni Björk Guð- mundsdóttur og Lady Gaga vegna sviplegs fráfalls breska hönnuð- arins Alexanders McQueen. Lady Gaga var einn nánasti viðskipta- vinur McQueens og hafa heim- ildarmenn innan herbúða henn- ar látið hafa eftir sér að hún sé einfaldlega í of mikilli sorg til að geta tjáð sig um andlát McQeens. Heimildir Fréttablaðsins segja að Björk sé á fullu að semja nýtt efni og lokuð inni í hljóðveri. Og því hefur það reynst erfitt að ná tali af henni. Flestir fjölmiðlar virðast vera sammála um að Björk Guðmunds- dóttir eigi stóran þátt í velgengni Alexanders McQueen; hún hafi fengið hann til að hanna kjólinn framan á Homogenic 1997 en þá var McQueen nýbyrjaður sem yfirhönnuður Givenchy-tísku- hússins. Blaðamaður New York Post segir að einn af hápunktum ferils McQueens hafi án nokkurs vafa verið Fashion Rocks-sýningin árið 2003 í Royal Albert Hall þar sem Björk söng lag sitt Bachelor- Beðið eftir Björk ÁHRIFAMIK- IÐ SAMSTARF Breskir og bandarísk- ir fjölmiðlar segja samstarf Bjarkar og Alexanders McQueen hafa haft mikil áhrif en McQueen hannaði umslagið að Homogenic, leik- stýrði og hannaði kjólinn í Alarm Call og á heiðurinn að hinum fræga bjöllukjól. Björk hefur ekki tjáð sig um andlát McQueens en fjölmiðlar bíða eftir yfirlýsingu frá henni og Lady Gaga, nánum viðskiptavini McQueens. ette og fyrirsætur sýndu nýjustu línu hönnuðarins. MTV birti síðan í gær sérstaka grein tileinkaða samstarfi Bjark- ar og Alexanders McQueen en þar er því haldið fram að hönnunin á Homogenic sé eitt af mestu verk- um hönnuðarins. Blaðamaður Wall Street Journal segir að vissulega sé Lady Gaga hálfgerður opinber talsmaður Alexanders í dag en það hafi verið Björk sem ruddi veginn. Blaðamaðurinn gerir sérstaklega mikið úr myndbandinu Alarm Call sem McQueen leikstýrði eftir sam- nefndu lagi en þar klæddist Björk einmitt kjól frá Bretanum sem seldur var á uppboði hér árið 2008. - fgg Víkingakóngurinn á súlunni? Gömlu hetjurnar sem alltaf voru að berjast? Eða venjulegir krakkar eins og Þórhallur sem þurfa að setjast að í nýju landi? Spennandi saga eftir Kristínu Steinsdóttur komin í kilju Glæsilegt úrval af fermingarkjólum Opið sunnudag 13 til 16 Fleiri myndir á facebooksíðu Flash - Laugavegi NÝ SEN DIN G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.