Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 20
20 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Elín Björg Jónsdóttir skrifar um atvinnuleysi Atvinnuleysi er mikil ógæfa fyrir hvern þann einstakling sem lendir í slíku. Gildir að sjálfsögðu einu hvort viðkomandi hefur unnið á almennum vinnumarkaði, hjá ríki eða sveitarfélögum. Mestur hefur sam- drátturinn verið í byggingariðnaði og tengdum greinum. Þar var mikil þensla á árunum fyrir bankahrun. En þegar kreppan skall á af full- um þunga létu afleiðingarnar ekki á sér standa. Hlutskipti þúsunda fólks varð og er enn atvinnuleysi. Hvers konar réttlæti? Frosti Ólafsson, aðstoðarforstjóri Viðskiptaráðs, kveður sér nú hljóðs um atvinnuleysið og það rang- læti sem hann telur sig sjá í þeim efnum. Hann segir að „mikið ójafn- vægi hafi myndast á milli almenna vinnumarkaðarins og hins opin- bera“. Aðeins einn af hverjum tíu sem misst hafi vinnuna hafi starf- að hjá ríkinu. Frosti lýsir þeirri niðurstöðu Við- skiptaráðs að til að fullnægja rétt- lætinu þurfi að vera eitthvert jafn- vægi á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins hvað þessi mál áhrærir. Þannig hafi þensla verið umtalsverð hjá hinu opinbera á liðnum árum og er svo að skilja að eðlilegt sé að þar verði samsvar- andi samdráttur og til dæmis í byggingariðnaði. Með svona mál- flutningi mætti ætla að Viðskipta- ráð kalli nú eftir meira atvinnu- leysi en orðið er til að auka á jöfnuð milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Mikið vinnuálag Hjá hinu opinbera gegnir öðru máli á krepputímum en á almenn- um vinnumarkaði því eftir sem áður eru samfélagsleg verkefni fyrir hendi. Krafa Viðskiptaráðs um samdrátt hjá ríki og sveitar- félögum kallar því á nánari skýr- ingar frá aðstoðarfor- stjóra Viðskiptaráðs. Hvað nákvæmlega er hann að fara? Telur hann að þörf sé á því að fækka fólki í skólum, á sjúkrahúsum, á dvalarheimilum fyrir aldraða, í þjónustu við fatlaða, í löggæslunni og þannig má áfram telja? Ég fullyrði að hvergi er ofmannað á þessum vett- vangi. Þvert á móti er vinnuálagið víða of mikið. Þannig er ekki rétt að bera saman samdrátt á einum stað við samdrátt á öðrum án nán- ari skýringa. Það er svo önnur saga hvort hægt er að draga úr útgjöldum hjá hinu opinbera. Þar má eflaust spara víða. Það er hins vegar vægast sagt vafa- söm hugsun hjá talsmönnum Við- skiptaráðs að líta á það sem bjarg- ráð og réttlæti að fækka vinnandi höndum í almannaþjónustunni. Uppsagnir Því miður bendir margt til þess að uppsögnum fari fjölgandi á vel- ferðarstofnunum. Það þýðir aukið atvinnuleysi á meðal kvenna og það sem ekki síður þarf að hafa áhyggjur af, þetta þýðir aukið álag og þar með skerta þjónustu fyrir allt það fólk sem þarf á aðstoð vel- ferðarkerfisins að halda. Umræða um atvinnumál er við- kvæm í eðli sínu. Hún krefst yfir- vegunar og tala þarf skýrt. Ég leyfi mér að mælast til þess við Viðskiptaráðið að það tileinki sér skýrari málflutning, ekki síst þegar farið er fram með þá alvar- legu kröfu að fækka störfum innan almannaþjónustunnar. Höfundur er formaður BSRB. Viðskiptaráð tali skýrar UMRÆÐAN Karl Ingimarsson skrifar um almenningshlutafélag um Búðarhálsvirkjun Mikið er skrifað og talað um að ekki fáist erlent lán til að fjármagna Búðarhálsvirkjun nema á okurvöxtum. Einnig hvort heppi- legt sé að erlendir fjárfestar eða líf- eyrissjóðir eigi hlut í virkjuninni á móti Landsvirkjun. Á sama tíma eru bankarnir fullir af peningum og eigendurna vantar tækifæri til að nota þá. Búðarháls- virkjun er einmitt verkefni fyrir þessar íslensku krónur. Af hverju er ekki stofnað almenningshlutafé- lag um hlut í virkjuninni? Ég er viss um að margir íslenskir fjármagns- eigendur sem þora ekki að fjárfesta í almennum atvinnurekstri eru til- búnir að leggja hlutafé í virkjun sem búið er að selja afurðina frá langt fram í tímann. Þannig gerum við margt í einu, hjálpum atvinnulífinu, notum íslensku krónurnar, minnkum skuldasöfnun Landsvirkjunar og höldum íslensku vatnsafli í eigu Íslendinga. Sl. haust var sagt frá því í fjöl- miðlum að innistæður í bönkun- um væru 2.000 milljarðar. Heild- arkostnaður við Búðarhálsvirkjun er áætlaður um 26,5 milljarðar króna á verðlagi í janúar 2010, án fjármagnskostnaðar og virðisauka- skatts. Þetta er örlítið brot af þeim fjármunum sem liggja í bönkunum og ég trúi því að íslendingar vilji taka þátt í þessu verkefni. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur. Búðarháls- virkjun UMRÆÐAN Svandís Svavarsdóttir skrifar um skipulags- tillögur við Þjórsá Þega r r í k isstjór n Vinstri grænna og Samfylkingar tók við fyrir ári var ljóst að eitt stærsta verkefnið sem fyrir höndum lá var allsherjar siðbót íslenskra stjórnmála. Und- anfarið hef ég í starfi mínu sem umhverfisráðherra orðið óþyrmi- lega vör við nauðsyn þessa, og það hversu fyrri ríkisstjórnir hafa haft óbein áhrif á hugarfar fólks. Nýverið synjaði ég tveimur skipulagstillögum staðfestingar, þar sem upplýst var að vinna við skipulagsgerðina var ekki í sam- ræmi við skipulags- og bygging- arlög. Þessi ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð, sem vekur mann til umhugsunar. Umræðan snýst að mínu mati ekki um það hvort lögin hafi verið brotin, þar sem gagnrýnin hefur ekki beinst að því að þessi ákvörðun hafi verið ólögmæt í sjálfu sér. Viðbrögð- in hafa frekar orðið vegna þess að ákvörðun snýr að fjármunum og þeirri grundvallarspurningu hvort rétt sé að greiðsla kostn- aðar við gerð stefnumótandi ákvarðana eins og skipulagsáætl- ana eigi að greiðast úr opinberum sjóðum eða af einkaaðilum. Þetta er stór siðferðisspurning sem þarf að svara og hún snýr m.a. að því hvort rétt sé að einka- aðilar eigi með einhverjum hætti að koma að þeirri stefnumót- un. Mikilvægt væri að fá fram umræðu um þetta málefni enda sýnir reynslan okkur að opin umræða um siðferði í stjórnsýslu hvort sem er hjá ríki eða sveitar- félögum er nauðsynleg. Er jafnræði að miða við úrelt vinnulag? Ákvörðun umhverfisráðuneyt- isins að synja skipulagstillög- um við neðri Þjórsá staðfest- ingar var tekin eftir vandlega skoðun skipulagslaga. Þar þótti ljóst að fé til skipulags- gerðar vegna aðalskipu- lags má aðeins koma frá sveitarfélögunum sjálf- um eða ríkinu, í gegn- um Skipulagssjóð. Svo var ekki á Þjórsárbökk- um, heldur var vinnan fjármögnuð af væntan- legum framkvæmdar- aðila. Þetta er sagt vera alvanalegt vinnulag, en er í raun enn eitt dæmið um ósiði sem fyrri ríkisstjórnir hafa vanið þjóðina á. Vinnan við skipulag Flóa- hrepps og Skeiða- og Gnúpverja- hrepps var tekin til skoðunar hjá tveimur ráðuneytum, hvað varð- ar réttmæti þess að framkvæmd- araðili greiði fyrir gerð skipu- lags. Á vissan hátt má segja að úrskurður samgönguráðuneyt- isins hafi verið prófmál á vald- heimildir sveitarfélaga. Þar sem samgönguráðuneytið hefur yfir- umsjón með sveitarstjórnarmál- efnum hlýtur úrskurðurinn að vera markandi – og var meðal þess sem umhverfisráðuneytið leit til við ákvörðun sína í mál- inu. Niðurstaðan var skýr. Vera má að hefð sé fyrir því að fram- kvæmdaraðilar greiði fyrir skipulagsvinnu, en fyrir því er ekki lagastoð. Þó sumir segi jafn- ræðisreglu brotna við synjun á skipulagstillögunum, þá er það ekki réttur skilningur á þeirri reglu enda snýst hún ekki um að viðhalda úreltum vinnubrögðum. Innsta kjarnakornið er hvort við fylgjum lögum og reglum, eða hvort við gerum það ekki. Ég kýs að fylgja lögum. Skipulag er samvinnuverkefni Ég hef mikinn skilning á þeim áhyggjum sem sveitarstjórnar- menn hafa í kjölfar úrskurðar samgönguráðherra og synjunar umhverfisráðherra. Þær áhyggj- ur mega samt ekki fara að hverf- ast um það að ríki og sveitarfélög séu andstæðingar í skipulagsmál- um – því við erum þvert á móti í sama liði þegar kemur að gerð og samþykkt skipulags. Skipulagsmál eru dæmi um verkefni sem ríki og sveitarfélög axla sameiginlega. Sveitarfélög- um ber að vinna skipulagsgerðina sjálfa, en samþykkt skipulagsins er verkefni umhverfisráðherra. Í skipulagslögum er kveðið á um skiptingu kostnaðar, svo ríkið leggi ekki ósanngjarnar byrðar á sveitarfélögin. Þar er Skipulags- sjóður hugsaður sem varasjóð- ur, sem hentar sérstaklega vel þegar smærri sveitarfélög þurfa aðstoð við gerð stærri skipulags- tillagna. Mér sýnist full þörf á að skerpa á úthlutunarreglum Skipulags- sjóðs, þannig að sveitarfélögum finnist þau ekki þurfa að leita annað eftir fjárstuðningi. Lausn á fjármögnunarvanda sveitarfé- laga felst ekki í að leyfa einka- aðilum að styrkja skipulagsgerð beint, enda er þá hætta á því að fyrirtæki gætu þannig keypt sér skipulag. Miklu fremur ætti að styrkja Skipulagssjóð í sessi og láta hann hafa milligöngu um alla fjárstyrki til skipulagsgerð- ar. Áhyggjum sveitarstjórnar- manna verður vonandi svarað í frumvarpi til nýrra skipulags- laga, sem senn verður lagt fram á þingi. Ég get fullvissað sveitarstjórn- armenn um að ríkið mun hér eftir sem hingað til gera sitt til að létta undir með skipulagsgerðinni. Það þarf að gera á þann hátt að skipu- lagsgerðin sé hafin yfir allan vafa og unnin í sem bestri sátt við alla hlutaðeigandi, því skipulagsmál snúast um hagsmuni landsmanna allra – ekki persónur þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eða í stóli umhverfisráðherra. Höfundur er umhverfisráðherra. Skipulag er samstarf SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR ELÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR Með svona málflutningi mætti ætla að Viðskiptaráð kalli nú eftir meira atvinnuleysi en orð- ið er til að auka á jöfnuð milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Nýverið synjaði ég tveimur skipulagstillögum staðfestingar, þar sem upplýst var að vinna við skipulagsgerðina var ekki í samræmi við skipulags- og byggingarlög. Íslandsbanki og Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík bjóða námskeið um fjármál fjölskyldunnar sem eru ókeypis og opin öllum. Næsta námskeið verður haldið 15. febrúar kl. 17-20 í húsakynnum Háskólans í Reykjavík. Ókeypis námskeið OPNI HÁSKÓLINN í háskólanum í reykjavík Nánari upplýsingar og skráning fer fram á islandsbanki.is eða í síma 599 6316.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.