Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 24
24 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR F járhættuspil hefur lengi verið stundað á Íslandi. Fyrir utan opinberu happdrættin, spilakassana og Lottó- ið voru hér um árabil starfrækt ólögleg neðanjarðarspila- víti þar sem spilaglöðum bauðst að hætta fé í ýmsum klassískum veð- leikjum. Eftir tilkomu pókerspils á Netinu hafa vinsældir þess gamal- kunna leiks aukist svo um munar, pókerklúbbar hafa sprottið upp hver á fætur öðrum, og nú er svo komið að stærsta ferðaþjónustufyr- irtæki landsins, Icelandair, vill fá að opna hér spilavíti í fullri stærð að erlendri fyrirmynd í félagi við tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugsson. Gömlu spilavítin fluttust til Ein af röksemdunum sem notaðar eru fyrir því að ákjósanlegt væri að starfrækja hér löglegt spilavíti er sú að með því myndu aðrir klúbb- ar, sem starfa á mörkum laganna, leggjast af og spilamennskan fær- ast upp á yfirborðið. Er vísað til reynslu Dana í því sambandi. Á tíunda áratug síðustu aldar og framan af fyrsta áratug þess- arar aldar var alkunna að í höf- uðborginni væru starfrækt nokk- ur spilavíti. Þar var jafnan boðið upp á rúllettuspil, póker og spilið 21. Spilavítin fóru lágt og fluttust til en yfirleitt voru þrjú til fimm starfandi á hverjum tíma. Lögregla hafði horn í síðu þess- ara klúbba, enda tóku eigendurnir nokkurra prósenta þóknun af öllu vinningsfé. Það er bannað með lögum. Þá voru einnig uppi sögur um að kúnnar sem spiluðu rass- inn úr buxunum gætu slegið lán hjá klúbbunum til að spila áfram. Margir hefðu farið flatt á slíkum skuldum, sem eðli málsins sam- kvæmt hafi ekki alltaf verið inn- heimtar með lögmætum hætti. Fram kom í heimildarmynd um spilafíkn á Íslandi sem sýnd var í sjónvarpinu árið 2003 að í einu spilavíti í bænum hafi á tímabili starfað tíu manns, og þar hafi ein- staklingur mest tapað tveimur milljónum á einu kvöldi. Pókerinn tekinn yfir Á síðustu árum hafa vinsældir pókers rokið upp úr öllu valdi. Það má ekki síst rekja til spilamennsku á Netinu á þar til gerðum vefsíðum, sem hafa orðið æ fleirum aðgengi- legar undanfarin ár, en einnig til tiltekinnar gerðar pókers, sem köll- uð er Texas Hold‘em, og er orðin æði algengt sjónvarpsefni víða um heim. Vinsældir pókers eru orðnar slík- ar að hér á landi hefur hann rutt öðrum gerðum fjárhættuspila úr vegi, að þeim opinberu undanskild- um. Neðanjarðarspilavíti með rúll- ettuborðum hafa samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins ekki staðið til boða í um tvö ár. Pókerinn hefur lagt undir sig markaðinn. Um þessar mundir eru starfandi nokkrir klúbbar, flestir á höfuð- borgarsvæðinu og einn í Reykja- nesbæ, þar sem reglulega er spil- aður póker. Þeir eru misstórir og misvinsælir, og bjóða misreglu- lega upp á póker. Sumir eru feiki- lega mikið sóttir og opnir svo gott sem öll kvöld, líkt og Gullöldin í Grafarvogi, en á öðrum, til dæmis Balth azar við Hafnarstræti, eru spilakvöldin öllu stopulli. Þá er það einnig þekkt að hópar taki sig saman og myndi félög, sem síðan standa reglulega fyrir leikja- kvöldum á ýmsum skemmtistöðum. Þá er ónefnt það form sem líkast til er vinsælast allra; óformlegt póker- spil í heimahúsum upp á peninga. Spilað fyrir milljónir á klúbbunum Í pókerklúbbunum geta háar fjár- hæðir skipt um hendur á skömm- um tíma – jafnvel milljónir. Oftast er þó spilað með smærri upphæðir. Algengt er að menn leggi til fimm til fimmtán þúsund krónur við upp- haf spils og geti síðan keypt sig inn aftur. Reglurnar og spilaformið er þó ólíkt milli leikja. Klúbbarnir eru líka ólíkir. Á klúbbnum Casa við Aðalstræti spila þeir gjarnan sem hafa tölu- vert fé á milli handanna. Þar geta pottar orðið stórir, og algengt er að sigurvegarinn gangi af velli með fleiri hundruð þúsund krónur eftir eina kvöldstund, jafnvel milljón- ir. Á stærri og alþýðlegri stöðum, eins og til dæmis Gullöldinni, geta óreyndari spilarar spreytt sig með lægri upphæðir innan um fagmenn- ina. Fullyrt er að í sumum klúbbanna sem nú eru starfræktir sé innheimt ólögleg þóknun af vinningsfé, auk þess sem af og til sé lánað fyrir spilamennsku. Lögregla heldur sig til hlés Lögregla hefur nokkrum sinnum látið til skarar skríða gegn spila- vítum og pókerklúbbum á síðustu árum. Árið 2002 var spilavíti upp- rætt við Suðurgötu, hald lagt á mikið af varningi og tíu handteknir. Í júní 2007 var 150 manna póker- mót verslunarinnar Gizmo stöðvað og hald lagt á verðlaunafé og spila- varning. Í janúar 2008 gerði lög- regla fjölmenna rassíu í spilavíti fyrir ofan skemmtistaðinn Vegas, og réttu ári síðar var spilamennska í klúbbnum Casa í Aðalstræti stöðv- uð. Stuttu síðar gerði lögregla pókerborð upptækt á skemmtistað í Bolungarvík. Því var skilað nokkr- um dögum síðar. Engin hinna nýlegu mála hafa hins vegar endað með dómi eða ákæru. Sá sem rak spilavítið í Suð- urgötu var árið 2004 dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir það. Hann hafði tólf árum fyrr verið dæmdur fyrir að reka spilavíti í Ármúla. Síðan hefur hins vegar eng- inn dómur fallið. Lögregla hafði pókermót Gizmo lengi til skoðunar og sendi það að lokum til ríkissak- sóknara, en hann felldi málið niður í mars í fyrra. Það þótti ekki lík- legt til sakfellingar. Málunum sem upp komu í janúar 2008 og 2009 lauk án frekari aðgerða. Pókermót hafa verið tíð síðan og farið fram fyrir opnum tjöldum án afskipta lögreglu, svo frést hafi. Ekki forgangsmál Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að þrátt fyrir ákvörðun ríkissaksókn- ara um að ákæra ekki í málinu frá 2007, sinni lögregla vitaskuld enn eftirliti með starfsemi sem talin er geta brotið í bága við lög. „Það er ekki sterkur fókus á þennan málaflokk hjá okkur. Við einbeitum okkur að öðrum málum, innbrotum, ofbeldisbrotum, umferðarslysum og slíku, en við sinnum þessum málum alveg eins og við sinnum öðrum málum sem teljast ekki til helstu forgangsmála hjá okkur,“ segir Stefán. „Ákvörðun ríkissaksóknara er náttúrlega ákvörðun sem felur í sér bindandi mat á tiltekinni hátt- semi, þar á meðal því hvort hún er refsiverð eða ekki. Við förum eðli málsins sam- kvæmt ekki að setja í gang mál og rannsóknir sem við vitum að ríkissaksóknari mun einfaldlega fella niður eða ekki gera neitt með. Það ligg- ur algjörlega í augum uppi,“ bætir hann við. „Þetta snýst eins og alltaf um þá löggjöf sem er í gildi, hvað er leyfilegt og hvað er ekki leyfilegt. Það sem er bannað, það er okkar að fylgjast með því nema það sé sett í hendurnar á einhverjum öðrum.“ Eflaust hægt að bæta löggjöfina En hvað er bannað? Það er tvennt: Annars vegar að hvetja til fjár- hættuspils, og hins vegar að þriðji aðili hafi tekjur af fjárhættuspil- inu. Fyrra atriðið hefur verið túlkað þannig að það nái einkum til aug- lýsinga á fjárhættuspilum. „Allra- handa auglýsingar geta fallið undir það en það hefur auðvitað reynt á álitaefni í þessu eins og dómurinn í Betsson-málinu sýnir, þar sem álitamálið sneri að því hvort það væri leyfilegt að auglýsa þá starf- semi hér á Íslandi eða ekki. Niður- staða dómstóla var skýr með það,“ segir Stefán. Í stuttu máli komst dómari að því að þar sem síðan var hýst erlendis væri löglegt að auglýsa hana. Hvað varðar síðara atriðið, að þriðji aðili hafi tekjur af fjárhættu- spili, segir Stefán að slík mál hafi ekki komið upp nýlega. Þó berist reglulega ábendingar um ýmislegt sem fólk telur ólögmætt. Spurður hvort hann telji að skerpa þurfi á löggjöfinni segir Stefán að það sé ekki lögreglunnar að meta það. „Það er bara löggjafinn sem verður að svara því. Á þessu sviði og líka þegar kemur að atriðum eins og áfengisauglýsingum þá eru menn útsjónarsamir og dugleg- ir við að finna allar þær holur og smugur sem eru á löggjöfinni. Og ég er ekkert viss um að það sé hægt að finna löggjöf sem er algjörlega lekaheld. Það er eflaust hægt að gera eitthvað til að bæta úr lög- gjöfinni á öllum þessum sviðum en það er ekki okkar að hafa forgöngu um það.“ Hundruð milljóna í spilunum Þrýst er á stjórnvöld að lögleiða rekstur spilavíta. Þrátt fyrir að fjárhættuspil sé ólöglegt á Íslandi er það stundað víða fyrir opnum tjöldum. Spilarar skipta þúsundum og háar fjárhæðir skipta um hendur. Stígur Helgason kynnti sér fjárhættuspil á Íslandi. FYRSTA STÓRA MÓTIÐ Lögregla ruddist inn á pókermót verslunarinnar Gizmó sumarið 2007, stöðvaði spilamennskuna og lagði hald á spilavarning. Ríkissaksóknari ákvað í fyrra að ákæra ekki í málinu, þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Nú eru starfræktir pókerklúbbar víða um bæinn þar sem háar fjárhæðir geta skipt um hendur. STEFÁN EIRÍKSSON Því fer fjarri að fjárhættuspil séu eingöngu stunduð á samkomustöð- um í raunheimum. Langstærstur hluti pókerspils á Íslandi í dag, og raunar í heiminum öllum, fer fram á Netinu. Þar spila nú ríflega tuttugu þúsund Íslendingar reglulega, og mun fleiri eru skráðir en spila sjaldnar. Það eina sem þarf til er nettenging og kreditkort, auk þess sem fólk þarf að hafa náð átján ára aldri. Tugum vinsælla pókersíðna er haldið úti á Netinu. Mest sótt er síðan Pokerstars en Full Tilt Poker fylgir fast á hæla hennar. Lætur nærri að síðurnar tvær hafi 80 til 90 prósenta markaðshlutdeild á Íslandi. Aðrar síður, svo sem PKR, Partypoker og Betsson, eru smærri. Þorri notenda pókersíðna er ungir karlmenn. Þetta á jafnt við hér á Íslandi og erlendis. Notendurnir eru þó af báðum kynjum og allt upp í eldri borgara. Notkunarmynstrið er misjafnt eftir fólki. Sumir spila vikulega eða sjaldnar, aðrir nokkrum sinnum í viku, og enn aðrir spila jafnvel allan liðlangan daginn, alla daga vikunnar. Reglulega er sagt frá því að til séu Íslendingar sem hafa lifibrauð sitt af pókerspili, vinni nánast við það eitt að spila póker og hafi af því ríflegar tekjur. Viðmælendur Fréttablaðsins telja þó að heldur mikið sé gert úr þessu. Um sé að ræða fáa einstakl- inga, líkast til ekki nema um 20 til 30 manns, og aðeins örfáir hafi af því verulegar tekjur. Þetta séu menn sem fyrst og fremst spila á Netinu, mæti stöku sinnum á pókermót hérlendis sem erlendis, og sinni jafnvel í sumum tilvikum þessari ástríðu samhliða námi eða hlutastarfi. Engin dæmi séu um íslenska „atvinnumenn“ í póker sem ekki spila á Netinu, enda er þar hægt að spila meira og hraðar, jafnvel í nokkrum leikjum í einu, og því er gróðavonin mun meiri. DV sagði nýlega frá tvítugum Garðbæingi sem vann 120 þúsund dollara í einu pókerspili, jafnvirði um 14 milljóna króna. Sami maður hefur á undan- förnum árum unnið tugi milljóna í pókerspili á Netinu, þótt hann hafi raunar tapað töluverðum upphæð- um á móti. Ekki liggja fyrir nákvæmar heildar- tölur um veltuna af pókerspili Íslend- inga á Netinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þó um verulegar fjárhæðir að ræða. Þær hlaupa á tugum milljóna á mánuði, og þar með hundruðum milljóna á ári. Sú upphæð hækkað stöðugt. Af henni rennur ekkert til íslenska ríkisins. TUGÞÚSUNDIR ÍSLENDINGA SPILA PÓKER Á NETINU FYRIR HUNDRUÐ MILLJÓNA Á ÁRI VINSÆLT Æ fleiri Íslendingar spila póker á Netinu. NORDICPHOTOS / AFP ■ Ásinn - Reykjanesbæ ■ Balthazar - Hafnarstræti (óreglulegt spil í svokallaðri Carlsberg-stofu) ■ Casa - Aðalstræti ■ Dillon sportbar - Hafnarfirði ■ Gullöldin - Grafarvogi ■ Hótel Nordica - Suðurlands- braut (hófst nú í febrúar) ■ Kojack - Engihjalla ■ Kóngurinn - Grafarholti ■ Poker & Play - Grensásvegi NOKKRIR KLÚBBAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.