Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 18
18 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Tryggvi Haraldsson skrifar um prófkjör Við hrun bankakerfisins í fyrravetur og fyrir kosningarnar vorið 2009 kom fram hávær krafa meðal almennings er sneri að persónukjöri í kosning- um. Frambjóðendur og flokkar sáu sér leik á borði og lofuðu kjósendum raunverulegum áhrifum um það hvaða einstaklingar sætu í sveitarstjórnum og á hinu himinháa Alþingi. Frumvörp um persónukjör komu fram en ollu hörðustu lýðræð- issinnum vonbrigðum þótt skrefin væru vissulega í rétta átt. Nafnbót- in „persónu“kjör á samt engan veg- inn við þau frumvörp sem nú liggja ofan í læstum skúffum Alþingis því raunveruleg áhrif á það hvaða fólk þú vilt sjá fyrir þína hönd í sveit- arstjórnum eða á Alþingi eru ekki fyrir hendi. Miklu frekar hefði verið viðeigandi að kalla þessar breyting- ar listakjör með persónulegu ívafi eða bara listakjör. M.ö.o. má segja að verið væri að færa prófkjörin inn í kosningarnar sem vissulega mætti segja að væri skárra en það fyrir- komulag sem við búum nú við. Á tímum nauðsynlegra breyt- inga og ákalls þjóðarinnar til raun- verulegra áhrifa ákváðu stóru próf- kjörsflokkarnir að frysta fyrrgreint frumvarp til þess eins að vinna sér tíma og koma sínu venjubundna flokksklíkufólki inn í sveitarstjórn- ir landsins enn eitt kjörtímabil í viðbót. Þetta segi ég sökum þess að þjóðin er fljót að gleyma og guð má vita hvenær áhugi skapast til að ræða frumvarp um „persónu“kjör þegar langt er í næstu kosningar. „Mikilvægari“ mál hljóta alltaf að ganga fyrir eins fáránlega og það hljómar. Til þess að gera sér grein fyrir því hve mikil áhrif kjósendur hafa við núverandi fyrirkomulag er ágætt að skoða sjóðheit prófkjör Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar hér í höfuðstaðn- um Reykjavík. Í báðum tilvikum var um 34-36% kosningaþátttaka sem getur alls ekki talist ásættanlegt og kannski lýsir áhugaleysi fólks á prófkjörum betur en nokkuð annað. Ef við berum þessar tölur saman við atkvæðamagn flokk- anna í seinustu kosningum þá má gera ráð fyrir því að um 11,5% kosn- ingabærra manna hafi og muni hafa áhrif á niðurröðun 11 af 15 borgar- fulltrúum í Reykjavík. Það er einnig skemmtilegt að velta fyrir sér viðbrögðum flokk- anna að loknum prófkjörunum en þau eru undantekningarlaust þannig að útkoman hafi verið sú að um „sterkan lista“ sé að ræða. Hafa frambjóðendur einhvern tímann sagst vera hluti af veikum lista? Í ljósi allra þeirra skandala, klofninga og hneyksla sem einkennt hafa þetta kjörtímabil í borgarstjórn verður að teljast merkilegt (eða jafnvel ekki) hve lítil endurnýjun hefur orðið að loknum prófkjörunum. Ef við gerum ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking haldi sínum 11 mönn- um (af 15) eftir kosningar þá munu 8 af þeim 11 andlitum sem stóðu í því fárviðri sem ríkti á þessu kjör- tímabili fá áframhaldandi umboð til að stjórna borginni. Er furða þó maður spyrji sig hvað ganga þurfi á til þess að einhver endurnýjun verði innan svona kerfis? Staðreynd málsins er einfald- lega sú að fólk nýtir ekki rétt sinn til þátttöku í prófkjörum. Það er því engin furða að flokkarnir setji frumvörp um „persónu“kjör ofan í skúffu meðan innstu valdakjarn- ar flokkanna fá öllu ráðið um það hverjir skipi listana og grunlaus- ir kjósendur halda áfram að kjósa hvað sem boðið er upp á. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Vald minnihlutans UMRÆÐAN Hope Knútsson skrifar um Siðmennt Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, er málsvari manngildisstefnu og frjálsrar hugsunar. Það starfar óháð trúarsetning- um og stendur fyrir félags- legum athöfnum. Siðmennt var stofnað 15. febrúar 1990 og verð- ur 20 ára 15. febrúar nk. Það er við hæfi að spyrja hvað hefur breyst í íslensku samfélagi á þessum tveim- ur áratugum í kjölfar stofnunar Sið- menntar. Hugtakið lífsskoðunarfélag hefur náð fótfestu í þjóðfélaginu. Lífsskoðunarfélög geta verið bæði veraldleg og trúarleg. Með lífsskoð- unarfélagi er átt við félagsskap sem fjallar um siðfræði og þekk- ingarfræði og þjónustar við tíma- mótaathafnir fjölskyldna. Þessi viðfangsefni eru sambærileg þjón- ustu trúfélaga en inntakið er ekki trúarlegt og athöfnunum stýrir athafnarstjóri í stað prests. Hug- takið lífsskoðunarfélag er nú víða notað, bæði meðal almennings og innan stjórnsýslunnar. Nú (Gallup des. 2009) eru 74% þjóðarinnar þeirrar skoðunar að það beri að aðskilja ríkið og kirkju. Enn fremur eru 70% meðlima þjóð- kirkjunnar sammála því. Siðmennt hefur frá upphafi barist fyrir raunverulegu trúfrelsi á Íslandi. Þar með fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju og gegn hvers kyns mismun- un lífsskoðunarfélaga. Með fullum aðskilnaði gætu nokkrir milljarðar króna sparast árlega. Í dag þykir sjálfsagt og eðlilegt að unglingar velti fyrir sér hvort þeir vilji fermast kirkjulega eða borgaralega eða alls ekki. Borgara- leg ferming verður vinsælli með ári hverju. Þátttakendum í borg- aralegri fermingu hefur fjölgað um 35% frá því á síðasta ári og eru nú ríflega 160 talsins skipt niður á sex námskeiðshópa auk fjarnáms. Það verða fjórar athafnir í vor; tvær í Reykjavík, ein á Akureyri og ein á Fljótsdalshéraði. Nú getur íslenskur almenningur valið um ólíka þjónustu þegar kemur að öllum mikilvægum tíma- mótum lífsins, þ.e. nafn- giftir, giftingar og útfarir á veraldlegan eða húman- ískan máta. Tíu sérþjálfað- ir athafnarstjórar starfa nú á vegum Siðmenntar. Flestir eru nú því sammála að það sé óeðlilegt að nýfædd ómálga börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag móður. Jafnréttisyfirvöld með dóms- og mannréttindaráðherra í farar- broddi vinna nú að því að breyta þessu með lögum. Sífellt fleiri gera sér grein fyrir því að trúboð í opinberum skólum er í senn bæði óviðeigandi og brot á lögum. Flestir gera sér grein fyrir því að það er mikill munur á fræðslu um trúarbrögð í skólum og trúboði. Ár hvert leitar fjöldi foreldra til Sið- menntar vegna þessa. Að gefnu til- efni ber að taka fram að Siðmennt styður fræðslu um trúarbrögð og kennslu í siðfræði og gagnrýnni hugsun. Siðmennt er virkur þátttakandi í erlendum sem innlendum samtökum. Má þar nefna International Human- ist and Ethical Union, The Europ- ean Humanist Federation og Mann- réttindaskrifstofu Íslands. Siðmennt hefur fengið nokkrar viðurkenning- ar bæði hér á landi og á alþjóðlegum vettvangi. Frá árinu 2005 hefur Siðmennt árlega veitt sérstaka húmanistavið- urkenningu fyrir framúrskarandi störf í þágu mannréttinda og/eða mannúðar á Íslandi. Frá árinu 2008 hefur félagið einnig veitt fræðslu- og vísindaviðurkenningu fyrir mik- ilvæg framlög í þágu fræðslumála á Íslandi. Nú í tilefni 20 ára afmælis Sið- menntar undirbýr stjórn félagsins ýmsa viðburði sem haldnir verða á árinu. Má þar nefna meðal annars málþing um veraldlegt samfélag. Höfundur er formaður Siðmenntar. Siðmennt 20 ára UMRÆÐAN Arthur Bogason skrifar um strandveiðar Hinn 18. nóvember 2009 barst sjávarút- vegsráðherra bréf, und- irritað af 183 íbúum af rúmlega 500 í Langa- nesbyggð. Í bréfinu var komið á framfæri þökkum fyrir strandveiðikerfið og það mikla líf sem það hleypti í hafnir landsins sl. sumar. Að auki var tilgreint að í Langanesbyggð hefðu um 25 einstaklingar haft beina atvinnu af róðrum í strandveiðikerfinu, auk afleiddra starfa. Um kæra búbót hefði verið að ræða. Þetta bréf er einsdæmi í sögu fiskveiðistjórnunar á Íslandi. Fagnaðarefni í ljósi ástandsins í landinu. LÍÚ finnur strandveiðunum allt til foráttu og fullyrðir að þær séu sóun verðmæta úr fiskveiði- auðlindinni. Nýútkomin skýrsla Háskólaseturs Vestfjarða um strandveiðarnar sl. sumar sé óræk sönnun þess. LÍÚ rótast af heilagri vand- lætingu í skýrslunni til að finna höggstað á strandveiðunum og telur sig nú þegar hafa borað á gullæð. Þ.e. kaflann um gæði afla strandveiðiflotans. Samtök- in minnast ekki orði á þá heild- arniðurstöðu skýrsluhöfunda, að strandveiðarnar hafi tekist vel. Þórðargleði LÍÚ er pínleg. Í bölmóði sínum tína samtökin til lægstu tölur úr skýrslunni og alhæfa út frá þeim. Enginn fjöl- miðill hefur séð ástæðu til að gera sjálfstæða athugun á þess- ari framsetningu, þrátt fyrir að hún komi frá óskammfeiln- ustu hagsmunagæslumönnum á Íslandi. Þetta eru mennirnir sem moka rándýrum manna- mat í formi makríls og annarra uppsjávarfiska í bræðslur landsins til að fóðra niðurgreidda svínakjafta innan Evr- ópusambandsins og eld- islaxa utan þess. Þetta eru mennirn- ir sem hausa að stærst- um hluta þorskinn fyrir aftan eyrugga um borð í frysti- togurunum sínum og hafa til dagsins í dag komið sér undan því að vigta aflann inn á vinnslu- línurnar í skipunum, þrátt fyrir að tæknin sé fyrir löngu til stað- ar. Þetta eru mennirnir sem gengu eins og villidýr um Smuguna norðan Noregs á sínum tíma og heimtuðu aflaheimildir fyrir afrekin. Og fengu. Tala engu að síður um Norðmenn eins og þeir séu djöflar í mannsmynd. Ekki nema von að þeir ætlist til að mark sé á þeim tekið. Kaflinn úr skýrslu Háskólaset- urs Vestfjarða um gæði aflans af strandveiðiflotanum sl. sumar hljóðar svo, orðrétt: „Mat forsvarsmanna fiskmark- aða og fiskkaupenda á gæðum fisks af strandveiðum var mjög mismunandi. Meirihluti þeirra taldi þó að gæði strandveiðiafla stæðist vel samanburð við annan afla … Töldu 56% að gæðin stæð- ust samanburð, eða 66% þeirra sem tóku afstöðu. Niðurstöður eru svipaðar fyrir svæði A, B og D, en á svæði C voru 70% við- mælenda á því að gæðin stæðust vel samanburð, eða 87% þeirra sem tóku afstöðu.“ Ég hafði samband við Sigríði Ólafsdóttur, sem hafði yfirum- sjón með skýrslunni og ritstýrði henni. Ég bað hana um undir- liggjandi gögn að baki „gæða- spurningunni“. Í svari hennar kom eftirfarandi fram: „23% fiskkaupenda töldu að aflinn stæðist illa samanburð við annan afla. Einungis 8 ein- staklingar standa á bak við þessa prósentutölu. 6 af þessum 8 eru handhafar kvóta (75%)“. Þá hafði ég samband við Veiði- eftirlitið og spurði hvort þeirra menn hefðu orðið þess sérstak- lega varir að gæði afla strand- veiðibátanna hefðu skorið sig í einhverju frá öðrum afla á sama tíma. Svo reyndist ekki vera. Við hvorugan aðilann hafði LÍÚ, né fjölmiðlar, haft sam- band. LÍÚ má eiga sína túlkun fyrir sig. En mikið eiga þessir menn bágt. Skýrslan afhjúpar aumk- unarverðan blekkingarleik LÍÚ. Þeir töldu sig hafa fundið snögg- an blett á strandveiðunum og eins og hungraðir úlfar réðust þeir á hann. Frá því Landssamband smá- bátaeigenda hóf göngu sína hef ég ótal sinum orðið vitni að þess- um vinnubrögðum. Eitt sinn neit- uðu þeir t.d. að taka þátt í ráð- stefnu erlendis vegna þess að undirrituðum var einnig boðið á hana. Í seinni hluta þessara skrifa tek ég til umfjöllunar ályktun aðalfundar LÍÚ 2009 um strand- veiðarnar. Höfundur er formaður Lands- sambands smábátaeigenda. Strandveiðar og sóun HOPE KNÚTSSON TRYGGVI HARALDSSON ARTHUR BOGASON Enginn fjölmiðill hefur séð ástæðu til að gera sjálfstæða athugun á þessari framsetn- ingu, þrátt fyrir að hún komi frá óskammfeilnustu hags- munagæslumönnum á Íslandi. Reykjavíkurborg kallar eftir hugmyndum frá ungu fólki (35 ára og yngri) og býður verkefnastyrki til atvinnu- sköpunar ungs fólks. Umsóknarfrestur er til 1. mars. Allar nánari upplýsingar eru á reykjavik.is/vertumed.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.