Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI13. febrúar 2010 — 37. tölublað — 10. árgangur
Upplýst um andlát
á Facebook
NETIÐ 32
TÍSKA 44
Arnanguak Eldevig segir
frá lífinu á Grænlandi
VIÐTAL 26
Fjaðrir og
blúndur hjá
Givenchy
TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG
Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441
Hugbúnaðarþróun
Hjá Libra ehf. starfa 25 starfsmenn.
Við byggjum á yfir 13 ára grunni
og erum leiðandi hugbúnaðar-
fyrirtæki á innlendum fjármála-
markaði. Megin kerfi okkar eru
Libra Loan, lánaumsýslukerfi,
og Libra Securities,
verðbréfaumsýslukerfi.
Við leitum að efnilegum forriturum til að vinna við greiningu,
hönnun, forritun og prófanir á Libra hugbúnaðarkerfum
fyrir fjármálamarkaðinn.
Starfsumsókn og ferilskrá sendist á jonpall@librasoft.is fyrir 28. febrúar.
Nánari upplýsingar fúslega veittar í síma 595-8715
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði tölvunarfræða
eða sambærileg menntun
- Þekking og reynsla á SQL og .NET æskileg
- Öguð og skipulögð vinnubrögð
- Hæfni til að vinna í hópi
Við bjóðum
- Krefjandi verkefni
- Þátttöku í samhentum hópi
- Starfsstöð í Kópavogi
eða á Akureyri
Framkvæmdastjóri
Ernst & Young hf. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegri starfsemi fyrirtækisins.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Dagleg framkvæmdastjórn með áherslu á stjórnun starfsmannamála, fjármála og markaðsmála
• Markmiðasetning og stefnumótun í samvinnu við stjórn
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Skipulags- og leiðtogahæfileikar
• Frumkvæði og samskiptahæfni
• Reynsla af stjórnun er kostur
Upplýsingar veitir:
Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar nk.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is.
Allar fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Ernst & Young er í fararbroddi um allan heim í verkefnum á sviði endurskoðunar, skattamála og viðskiptaráðgjafar. Starfsfólk okkar, 144.000 manns um víða veröld, hefur sameiginlegt gildismat og óbilandi áhuga á að veita gæðaþjónustu. Við skiptum máli með því að aðstoða starfsfólk okkar, viðskiptavini og samfélögin sem við störfum í við að nýta möguleika sína.
Viltu skipta máli?
fjölskyldan
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKY
LDUNA ]
febrúar 2010
FRÉTTA
BLA
Ð
I Ð
/VA
L LI
Tilstand er óþarfi
Samverustundir gefa hafnfirskri fjöls
kyldu
mikla gleði
SÍÐA 2
Bolla, bolla
Kennsla í að búa til
bolluvendi og ösku-
poka um helgina
SÍÐA 4
LISTAKONAN
UNNUR ANDREA
ÞRIÐJA GRÁÐAN 30
ÁRNI PÁLL ÁRNASON
RÆÐIR UM BETRA
SAMFÉLAG VIÐTAL 22
Opið til 18
Fjölskyldudagur
á morgun,
Valentínusardag!
41%
afslætti
FJÁRHÆTTUSPIL Tugþúsundir
Íslendinga spila póker á Netinu
fyrir hundruð milljóna króna á
ári hverju. Þar að auki er spilað
í pókerklúbbum sem haldið er
úti víða á höfuðborgarsvæðinu
og geta upphæðirnar sem þar
skipta um hendur numið millj-
ónum króna. Þetta kemur fram
í úttekt Fréttablaðsins á fjár-
hættuspili á Íslandi.
Áður fyrr voru hér rekin
nokkur neðanjarðarspilavíti
sem fluttust til og buðu upp á
póker, rúllettu og spilið 21. Slík
spilavíti hafa nú lagst af í kjöl-
far aukinna vinsælda pókers,
sem er nú einráður á markaðn-
um. - sh / sjá síðu 24
Fjárhættuspil á Íslandi:
Hundruð millj-
óna í pókerspil
KÓPAVOGUR Halldór Jónsson verk-
fræðingur fékk, á árunum 2003 til
2008, rúmlega 71,5 milljónir greidd-
ar frá Kópavogsbæ. Greiðslurnar
voru fyrir 74 verk. Hæstu greiðsluna
fékk Halldór árið 2008, 17,9 milljón-
ir, en sú lægsta var 8,5 milljónir árið
2007.
Ekkert verkanna var boðið út.
Kópavogsbær setti sér innkaupa-
reglur árið 2008. Samkvæmt þeim
þarf að bjóða út verk fyrir þjónustu
sem fer yfir 15 milljónir. Það ár skil-
aði Halldór fjórum reikningum inn,
sem allir voru dagsettir 9. desember,
fyrir samtals 17,9 milljónir. Hæsta
einstaka greiðsla nam 7,5 milljónum
króna. Halldór rekur verktakafyrir-
tækið Hall stein. Hann er 73 ára og
gegndi um árabil trúnaðarstörfum
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var
formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfé-
laganna í Kópavogi frá 1986 til 2003.
Þá sat hann í flokksráði Sjálfstæðis-
flokksins. Halldór er einn af helstu
trúnaðarmönnum Gunnars I. Birgis-
sonar, fyrrverandi bæjarstjóra.
„Þú verður að spyrja bæjarverk-
fræðing um þetta, hann sér um
þessi mál ekki ég. Ég efast um að
það sé nokkuð óeðlilegt í þessu,“
sagði Gunnar. Halldór hefur verið
skoðunarmaður bæjarins frá árinu
1994. Samkvæmt sveitarstjórnarlög-
um mega bæjarstarfsmenn ekki vera
skoðunarmenn sveitarfélaga.
Gunnsteinn Sigurðsson tók við
bæjarstjóraembættinu af Gunnari
I. Birgissyni árið 2009. Hann segist
hafa vitað af því að Halldór væri í
verkefnum fyrir bæinn, en umfang-
ið hefði komið honum á óvart. Hann
hefur óskað eftir upplýsingum um
hvort rétt hafi verið að þessu staðið.
Hvað lögmætið varðar segir hann
þá sem kusu Halldór sem skoðun-
armann ekki hafa vitað af umfang-
inu. Það hljóti fyrrverandi bæjar-
stjóri hins vegar að hafa gert. „Það
kom mér á óvart hvernig liggur í
þessu.“
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, kannast
ekkert við málið. - kóp
Fékk 71 milljón frá
Kópavogi án útboðs
Skoðunarmaður reikninga hjá Kópavogi fékk 71 milljón í verktakagreiðslur frá
bænum á fimm árum. Er einn helsti trúnaðarmaður Gunnars I. Birgissonar.
FÓLK Ásdís Rán Gunnarsdótt-
ir fyrirsæta segir ekkert hæft
í sögum um að hún hafi haldið
fram hjá manni sínum, Garðari
Gunnlaugssyni
fótboltakappa.
Búlgarskir
fjölmiðlar
héldu því fram
í gær að Ásdís
ætti ástmenn
bæði á Íslandi
og í Búlgaríu.
„Allt sem
þeir skrifa er
búið til,“ segir Ásdís: „Þessar
fréttir eru ekki teknar alvarlega
í Búlgaríu.“
Í búlgörskum fjölmiðlum var
einnig greint frá því í gær að
Garðar væri á leið til Austurrík-
is að spila með LASK Linz. Fjöl-
skyldan fer ekki með honum því
Ásdís hefur í nógu að snúast í
Búlgaríu. - afb / sjá síðu 58
Ásdís Rán sögð halda framhjá:
Segir ekkert
hæft í sögum
ÁSDÍS RÁN
VIÐ REYKJAVÍKURTJÖRN Safnanótt var haldin í gær og var borgarbúum boðið að heimsækja um þrjátíu söfn á höfuðborgarsvæð-
inu. Við Ráðhúsið var einnig til sýnis ljósaljóðið Öndvegissúlur eftir bandaríska listamanninn Bill Fitzgibbons. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ERTU SIÐBLINDUR?
Taktu próf og vittu hvort
þú ert haldinn alvarlegri
persónuleikaröskun
SJÁLFSPRÓF 28