Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 03.03.2010, Qupperneq 12
12 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR F í t o n / S Í A RÚLLAÐU UPP MILLJÖRÐUM FERÐAÞJÓNUSTA Ljósmyndir frá Íslandi prýða nú eina fjölförnustu göngugötu Mílanóborgar, Corso Vittorio Emanuele. Ljósmynda- sýningin var opnuð á Íslandsdegi í Mílanó síðastliðinn föstudag, af þeim Kristjáni L. Möller sam- gönguráðherra og Massimiliano Orsatti, yfirmanni markaðs- og ferðamála borgarinnar. Alls tóku fulltrúar 23 íslenskra fyrirtækja, stofnana og samtaka þátt í Íslandsdeginum sem er sá fyrsti í röð margra sem Mílanó- borg hefur boðað til af því tilefni að borginni hefur verið falið að halda heimssýninguna 2015. Sigurður Þorsteinsson hönnuður hafði veg og vanda af vali Íslands- myndanna en flestar þeirra eru eftir ítölsku ljósmyndarana Marco Stoppato og Amanda Ronzoni. Um göngugötuna fer allt að ein milljón manna þessar tæplega tvær vikur sem sýningin stend- ur uppi. Myndunum, þrjátíu stór- um ásamt fjölda smærri, er komið fyrir á fimmtán stórum stönd- um sem útbúnir eru sólarsellum, þannig að myndirnar eru upplýst- ar að næturlagi. Utanríkisráðuneytið stóð fyrir fjölmennu málþingi á Íslandsdeg- inum. Tíu ferðaþjónustufyrirtæki kynntu þar starfsemi sína. - shá Ein milljón manna á þess kost að skoða sýningu á frægri göngugötu á Ítalíu: Ísland sett í öndvegi í Mílanó FRÁ MÍLANÓ Ljósmyndasýningin er upplýst að næturlagi og til þess er nýtt orka sólarinnar. MYND/ÚTFLUTNINGSRÁÐ VINNUMARKAÐUR Virkir og óvirkir atvinnuleitend- ur eru leiddir saman í nýju verkefni Rauða krossins sem ber heitið Félagsvinir atvinnuleitenda. Markmið verkefnisins er að virkja þá sem hafa verið atvinnu- lausir lengi. Rauði krossinn hélt námskeið fyrir sjálfboðaliða í janúar, þar sem þeim var meðal annars veitt fræðsla og þjálfun til að leiðbeina öðrum atvinnuleitendum í starfsleit sinni. Áhugasamir sjálfboðaliðar voru boð- aðir í viðtöl og voru sautján valdir úr hópnum til að sitja fyrsta námskeiðið. Þeir hafa allir verið virkir í atvinnuleit og sjálfboðastarfi. Að sögn Fjólu Einarsdóttur hjá Rauða krossinum hrynur sjálfstraust atvinnulausra oft niður eftir sex mánuði eða svo. „Það er mjög mikilvægt að byggja það upp aftur. Margt er í boði fyrir atvinnulausa, til dæmis í fullorðinsfræðslu, og félagsvinaverkefnið er leið til að benda á það.“ Samstarfsmenn Rauða kross- ins í verkefninu eru Efling, Iðan, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Fræðsluskrifstofa Rafiðnar, Mímir og Vinnumálastofnun. Í dag klukkan hálf eitt er fundur fyrir atvinnu- lausa í Rauðakrosshúsinu Borgartúni 25 og þar verða umræður um líðan atvinnuleitenda eftir langa leit að vinnu, þangað eru allir velkomnir. Sjálfboðaliðar úr hópi Félagsvina stýra fundinum. - sbt Félagsvinakerfi Rauða krossins til uppbyggingar atvinnulausum: Sjálfstraust atvinnulausra byggt upp FJÓLA EINARSDÓTTIR Margs konar námskeið og fræðsla er í boði fyrir atvinnulausa sem mikilvægt er að þeir nýti sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VÉFRÉTT Í LEIÐSLU Ein af opinberum spákonum tíbetsku útlagastjórnarinnar á Indlandi var í transi þegar hún mætti til hátíðarhalda í Dhamsala. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Tæplega þrítugur karl- maður hefur verið ákærður fyrir að úða með úðabrúsum á vegg í undirgöngum undir Miklubraut við Lönguhlíð í Reykjavík. Maðurinn úðaði í ágúst á síð- asta ári stóra mynd í ljósbláum lit af andliti og hálsi manns og textanum „OH ÉG ER STERK- UR“ fyrir framan andlitið. Aðra minni mynd úðaði maðurinn af augum, nefi og munni manns með svörtum og bláum útlínum og gulum lit að innan, og text- anum „Yo HOHies“ fyrir ofan með rauðum lit. Loks úðaði hann risastóra mynd af þremur fíg- úrum og tveimur táknum fyrir aftan þær í svörtum og bláum litum. Reykjavíkurborg krefur manninn um skaðabætur. - jss Úðamaður ákærður: Þrjár úðamynd- ir í undirgöng LÖGREGLUMÁL Ein líkamsárás var nýverið kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Hún átti sér stað fyrir utan heimahús. Þar hafði maður sem vildi kom- ast inn til fyrrverandi sambýlis- konu sinnar lent í útistöðum við mann sem reyndi að koma í veg fyrir það. Endaði þessi ágreining- ur með handalögmálum án þess þó að nokkur hafi hlotið alvarlega áverka. Jafnframt braut maður- inn allar rúður í útidyrahurð húss sambýliskonunnar fyrrverandi. - jss Líkamsárás kærð í Eyjum: Tveir tókust á við útidyr konu UTANRÍKISMÁL „Icesave-deilan varðar lög og rétt,“ segir í til- kynningu nýrra samtaka sem nefnast Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave. Í yfirlýsingu samtakanna segir að mistök hafi verið hjá stjórn- völdum að gera ágreining um málefni einkabanka að pólitísku og þjóðréttarlegu samningamáli. „Um Icesave-útibú Landsbank- ans gilda skýrar lagareglur og þjóðin á heimtingu á, að stjórn- völd gæti þeirra hagsmuna sem þeim er falið að gæta, með heiður og sæmd almennings að leiðar- ljósi.“ Stjórn samtakanna skipa Elle Ericsson, Guðni Karl Harðarson, Jón Valur Jensson, Loftur Altice Þorsteinsson, María Jónasdóttir og Theódór Norðkvist. - óká Samtökin Þjóðarheiður: Icesave varðar við lög og rétt

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.