Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 25
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég fer aldrei upp á Kilimanjaro aftur og efast stórlega um að ég leggi aftur viljugur upp í svona mikla fjallgöngu. Það er nóg að gera þetta einu sinni, en þetta var mikið ævintýri,“ segir Gunnlaug- ur Helgason, laganemi við Háskóla Íslands, sem fékk heiftarlega háfjallaveiki á leið sinni upp á hið tæplega 6.000 metra háa Kiliman- jaro-fjall í Tansaníu í janúar síð- astliðnum. Ferðalagið kom þannig til að Sólveig, systir Gunnlaugs, sem er læknanemi, var á leiðinni til Malaví í sjálfboðavinnu. Í leið- inni fékk hún, ásamt Ingu Láru, vinkonu sinni, sem einnig er læknanemi, styrk til að rannsaka háfjallaveiki. Úr varð að fimm manns lögðu upp í ferðina miklu, þar á meðal Gunnlaugur, Sólveig og Helga móðir þeirra. Gunnlaug- ur segir fylgifiska læknanemanna því hafa verið rannsóknarandlagið í könnuninni. Eftir flug um London og Amster- dam og næturgistingu í Naír- óbí, höfuðborg Keníu, var ekið yfir landamærin að Tansaníu og gangan gat hafist. Alls tók hún sex daga og í tjaldbúðunum, sem biðu hópsins með reglulegu milli- bili, gerðu læknanemarnir rann- sóknir á ferðalöngunum, mældu púlsinn, súrefnisþéttni í blóði og létu þá gera þrautir sem reyndu á samhæfingu hreyfinga. Gunnlaug- ur segir mjög merkilegt að fara í gegnum mismunandi loftslagsbelti á nokkrum dögum. „Við byrjuðum í frumskógi þar sem við sáum apa, framandi fugla og fleira slíkt, en efst uppi á toppnum vorum við komin upp á jökul. Þetta er mjög sérstakt.“ Segja má að læknanemunum hafi orðið að ósk sinni því allir í hópnum veiktust af háfjallaveiki, þar á meðal þeir sjálfir. „Ég léttist um tíu kíló í kjölfar mikilla upp- kasta og niðurgangs. Þetta er án efa það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni. Lokahnykkurinn á toppinn var ellefu klukkutíma ganga yfir nótt og hana fór ég á þrjóskunni einni saman. Þegar upp á topp var komið helltist yfir mig þvílík ofsa- gleði og þá gleymist allt annað á meðan,“ segir Gunnlaugur. Að göngunni lokinni tók við tveggja daga ferð í safarí um þjóðgarða í Tansaníu, þar sem meðal annars ljón, fílar, gíraff- ar, flóðhestar og vísundar urðu á vegi ferðalanganna. „Við kom- umst ótrúlega nálægt dýrunum og þau voru ekkert hrædd við okkur,“ segir Gunnlaugur. „Eftir á að hyggja er ég mjög feginn að hafa gripið þetta tækifæri, því það er ekkert víst að slíkt tækifæri bjóðist aftur. Mamma er auðvit- að mesta hetjan í þessu. Að ganga á Kilimanjaro á sextugsaldri er örugglega ekki mjög auðvelt,“ segir Gunnlaugur. kjartan@frettabladid.is Erfiðasta sem ég hef gert Gunnlaugur Helgason laganemi gekk upp á Kilimanjaro-fjall í Tansaníu ásamt móður sinni, systur og fleira fólki í janúar síðastliðnum. Hann léttist um tíu kíló vegna mikillar háfjallaveiki á leiðinni. „Við byrjuðum í frumskógi þar sem við sáum apa, framandi fugla og fleira slíkt, en efst uppi á toppnum vorum við komin upp á jökul,“ segir Gunnlaugur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁRLEGT VAÐNÁMSKEIÐ Ferðafélags Íslands, þar sem farið er yfir hvernig hægt er að lesa ár og vöð, og hvernig skuli bera sig að í straumvötnum, verður haldið 7., 10. og 11. apríl. www.fi.is LAGERSALA Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík Allar upplýsingar í síma 517-2040 Mikið úrval af ódýrum skóm á alla fjölskylduna Opið virka daga 12:00 - 18:00 - laugardaga 12:00 - 16:00 Verð frá kr. 6.500 ÖRYGGISSKÓR Gistiheimili í Kaupmannahöfn Herbergi og studioíbúðir í miðbænum sími 0045-2848 8905La Villa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.