Fréttablaðið - 03.03.2010, Qupperneq 25
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
„Ég fer aldrei upp á Kilimanjaro
aftur og efast stórlega um að ég
leggi aftur viljugur upp í svona
mikla fjallgöngu. Það er nóg að
gera þetta einu sinni, en þetta var
mikið ævintýri,“ segir Gunnlaug-
ur Helgason, laganemi við Háskóla
Íslands, sem fékk heiftarlega
háfjallaveiki á leið sinni upp á hið
tæplega 6.000 metra háa Kiliman-
jaro-fjall í Tansaníu í janúar síð-
astliðnum.
Ferðalagið kom þannig til að
Sólveig, systir Gunnlaugs, sem
er læknanemi, var á leiðinni til
Malaví í sjálfboðavinnu. Í leið-
inni fékk hún, ásamt Ingu Láru,
vinkonu sinni, sem einnig er
læknanemi, styrk til að rannsaka
háfjallaveiki. Úr varð að fimm
manns lögðu upp í ferðina miklu,
þar á meðal Gunnlaugur, Sólveig
og Helga móðir þeirra. Gunnlaug-
ur segir fylgifiska læknanemanna
því hafa verið rannsóknarandlagið
í könnuninni.
Eftir flug um London og Amster-
dam og næturgistingu í Naír-
óbí, höfuðborg Keníu, var ekið
yfir landamærin að Tansaníu og
gangan gat hafist. Alls tók hún
sex daga og í tjaldbúðunum, sem
biðu hópsins með reglulegu milli-
bili, gerðu læknanemarnir rann-
sóknir á ferðalöngunum, mældu
púlsinn, súrefnisþéttni í blóði og
létu þá gera þrautir sem reyndu á
samhæfingu hreyfinga. Gunnlaug-
ur segir mjög merkilegt að fara í
gegnum mismunandi loftslagsbelti
á nokkrum dögum. „Við byrjuðum
í frumskógi þar sem við sáum apa,
framandi fugla og fleira slíkt, en
efst uppi á toppnum vorum við
komin upp á jökul. Þetta er mjög
sérstakt.“
Segja má að læknanemunum
hafi orðið að ósk sinni því allir í
hópnum veiktust af háfjallaveiki,
þar á meðal þeir sjálfir. „Ég léttist
um tíu kíló í kjölfar mikilla upp-
kasta og niðurgangs. Þetta er án
efa það erfiðasta sem ég hef gert á
ævinni. Lokahnykkurinn á toppinn
var ellefu klukkutíma ganga yfir
nótt og hana fór ég á þrjóskunni
einni saman. Þegar upp á topp var
komið helltist yfir mig þvílík ofsa-
gleði og þá gleymist allt annað á
meðan,“ segir Gunnlaugur.
Að göngunni lokinni tók við
tveggja daga ferð í safarí um
þjóðgarða í Tansaníu, þar sem
meðal annars ljón, fílar, gíraff-
ar, flóðhestar og vísundar urðu
á vegi ferðalanganna. „Við kom-
umst ótrúlega nálægt dýrunum
og þau voru ekkert hrædd við
okkur,“ segir Gunnlaugur. „Eftir
á að hyggja er ég mjög feginn að
hafa gripið þetta tækifæri, því það
er ekkert víst að slíkt tækifæri
bjóðist aftur. Mamma er auðvit-
að mesta hetjan í þessu. Að ganga
á Kilimanjaro á sextugsaldri er
örugglega ekki mjög auðvelt,“
segir Gunnlaugur.
kjartan@frettabladid.is
Erfiðasta sem ég hef gert
Gunnlaugur Helgason laganemi gekk upp á Kilimanjaro-fjall í Tansaníu ásamt móður sinni, systur og
fleira fólki í janúar síðastliðnum. Hann léttist um tíu kíló vegna mikillar háfjallaveiki á leiðinni.
„Við byrjuðum í frumskógi þar sem við sáum apa, framandi fugla og fleira slíkt, en efst uppi á toppnum vorum við komin upp á
jökul,“ segir Gunnlaugur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÁRLEGT VAÐNÁMSKEIÐ Ferðafélags Íslands, þar
sem farið er yfir hvernig hægt er að lesa ár og vöð, og
hvernig skuli bera sig að í straumvötnum, verður haldið
7., 10. og 11. apríl. www.fi.is
LAGERSALA
Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík
Allar upplýsingar í síma 517-2040
Mikið úrval af ódýrum skóm á alla fjölskylduna
Opið virka daga 12:00 - 18:00 - laugardaga 12:00 - 16:00
Verð frá
kr. 6.500
ÖRYGGISSKÓR
Gistiheimili í Kaupmannahöfn
Herbergi og studioíbúðir
í miðbænum
sími 0045-2848 8905La Villa