Fréttablaðið - 03.03.2010, Qupperneq 34
3. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● starfsmenntun
Símenntunarmiðstöð Eyja-
fjarðar hefur verið starfandi
frá árinu 2000. Samstarfsað-
ilar eru allir þeir sem vinna
að eða bjóða upp á fræðslu,
innan eða utan hefðbundinna
menntastofnana, hvort sem
um er að ræða starfsmenntun,
tómstundanám, bóklega eða
verklega fræðslu.
Í námskrá SÍMEY er meðal ann-
ars að finna starfsmenntunar-
námskeið í ferðaþjónustu og
verkefnastjórnun en alls eru tólf
starfsmenntunarnámskeið í boði
á þessari önn.
„Námskeiðin hjá okkur eru
mjög fjölbreytt, almenn stjórnun,
verkefnastjórnun og einnig bjóð-
um við upp á námskeið sem heita
félagsliðabrú, leikskólabrú og
kennslufræði fullorðinna. Þá eru
í námskránni námskeið í samtals-
og viðtalstækni og skrifstofuskól-
inn svo eitthvað sé nefnt,“ segir
Erla Björg Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri SÍMEY.
Hún segir stærsta hópinn sem
sækir námskeiðin vera á aldrin-
um 30 til 55 ára. Flestir koma frá
Akureyri en miðstöðin er auk þess
með verkefnastjóra í fullu starfi í
námsveri á Dalvík. Eins eru haldin
námskeið á Grenivík og Ólafsfirði
og reynt er að ná til sem flestra og
svara eftirspurn.
„Við erum í miklu samstarfi
við atvinnulífið og fyrirtæki
sem starfa á Eyjafjarðarsvæð-
inu. Fulltrúar þeirra hafa sam-
band við okkur svo við höfum að-
eins innsýn í hvað þau eru að fást
við hverju sinni og það auðveldar
okkur að vera með það í boði sem
vantar hverju sinni. Starfsmennt-
unarnámskeiðin eru flest miðuð að
þörfum fólks sem er í vinnu. Þau
eru flest kennd seinnipartinn, á
kvöldin eða um helgar og eru mis-
löng, allt frá tveimur kvöldum og
upp í námskeið sem spanna nokkr-
ar annir.
Það hefur orðið breyting hjá
okkur milli anna. Starfsmenntunin
var alltaf stærsti námskeiðsflokk-
urinn hjá okkur en nú hefur ásókn
í vottaðar námsleiðir Fræðslumið-
stöðvar atvinnulífsins aukist svo
mikið að flokkurinn almenn hæfni
hefur sigið fram úr. Vottuðu náms-
leiðirnar eru mjög fjölbreyttar en
þær má meta til eininga á fram-
haldsskólastigi og þar er meðal
annars verið að kenna íslensku,
ensku og stærðfræði og fullorð-
ið fólk sem ekki kláraði fram-
haldsskólann kemur nú mikið til
okkar.“
Upplýsingar um þau námskeið
sem Símenntunarmiðstöð Eyja-
fjarðar býður upp á er m.a. að
finna á heimasíðunni: www.simey.
is. - rat
Eigum gott samstarf við atvinnulífið
Erla Björg Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar
Eyjafjarðar. MYND/ERLA BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Starfsmenntunarnámskeið SÍMEY eru sótt af stórum hópi fólks af Eyjafjarðarsvæðinu. MYND/SÍMEY
● ÍSLANDSMÓT IÐN- OG STARFSGREINA fer fram í Smára-
lindinni fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19. mars.
Á Íslandsmótinu verður keppt í samtals fimmtán starfsgreinum og
sýning verður í öðrum fimmtán greinum. Vegna mikils áhuga á þátt-
töku hefur þurft að halda forkeppni í nokkrum greinum, til að mynda í
matreiðslu og framreiðslu.
Sigurvegarar í nemakeppninni í Smáralindinni munu taka þátt í Nor-
rænu nemakeppninni sem verður haldin í Noregi í apríl næstkomandi.
● RÉTTUR EINYRKJA TIL ATVINNULEYS-
ISBÓTA Í lögum um atvinnuleysistryggingar er
gert ráð fyrir því að sjálfstætt starfandi einstakling-
ur teljist án atvinnu hafi hann stöðvað rekstur sinn
og kunni því að eiga rétt á atvinnuleysisbótum úr
Atvinnuleysistryggingasjóði. Rétt er að taka fram að
Atvinnuleysistryggingasjóður gerir ekki kröfu um að
viðkomandi hafi lokað virðisaukaskattsnúmeri sínu til þess að eiga rétt
á atvinnuleysisbótum, heldur nægir að hann tilkynni til launagreið-
endaskrá ríkisskattstjóra að reksturinn hafi verið stöðvaður.
● ÍSLENSKAN ÆFÐ Íslenskunámskeið verða nú á útmánuðum
og fram á vor á vegum Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Kennt
verður í Garði, Grindavík, Reykjanesbæ og Sandgerði. Boðið er upp á
tvo flokka með mismunandi þungu náms-
efni á öllum stöðunum, ef næg þátttaka fæst
og fjóra flokka í Reykjanesbæ. Lögð verður
áhersla á talað mál til daglegrar notkunar með
umræðum í tímum. Einnig verða allir þættir
tungumálsins þjálfaðir: skilningur, hlustun, tal,
lestur og ritun. Jafnframt verður tilsögn í ís-
lenskri málfræði. Námskeiðin verða á tímabil-
inu frá 15. mars til 19. maí og byrja þegar næg
þátttaka næst. Heimild/www.mss.is.