Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.03.2010, Blaðsíða 54
26 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. ofsi, 6. ógrynni, 8. sjáðu, 9. storm- ur, 11. í röð, 12. fæla, 14. slór, 16. í röð, 17. skordýr, 18. angra, 20. til, 21. vaða. LÓÐRÉTT 1. harmur, 3. í röð, 4. smjaðra, 5. endir, 7. útskúfa, 10. belja, 13. mærð, 15. mæla dýpt, 16. ris, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. ærsl, 6. of, 8. sko, 9. rok, 11. jk, 12. grýla, 14. droll, 16. þæ, 17. fló, 18. ama, 20. að, 21. kafa. LÓÐRÉTT: 1. sorg, 3. rs, 4. skjalla, 5. lok, 7. fordæma, 10. kýr, 13. lof, 15. lóða, 16. þak, 19. af. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Erfðasjúkdómurinn CTD. 2 Tveir. 3 Sveitarfélögin eru 77. „Ég ætla að vera einlægur og dreg ekkert undan. Það er það sem bókin gengur út á og það sem vant- ar á Íslandi,“ segir handboltahetj- an Logi Geirsson. Logi sendir frá sér bók á afmæl- isdaginn sinn, 10. október. Bókin kemur því út 10.10.́ 10, en þá verða einmitt tíu ár síðan Logi hélt til Þýskalands og gerðist atvinnu- maður í handbolta. „Almenning- ur sér alltaf bara toppinn á ísjak- anum, en við ætlum að sýna allan ísjakann í bókinni,“ segir Logi. Henry Birgir Gunnarsson, blaða- maður á Fréttablaðinu, skrifar bókina með honum. „Henry á eftir að draga allt upp úr mér. Ég held að við tveir saman eigum eftir að gera þessa bók ógleymanlega. Það er ekkert flóknara.“ Spurður hvort bókin eigi eftir að koma óþægilega við einhverja seg- ist Logi ekki ætla að tala illa um neinn enda sé það ekki markmið- ið með bókinni „Ég ætla að varpa ljósi á hvað er að gerast bak við tjöldin,“ segir hann. „Ég tala um landsliðið og segi alls konar sögur sem ég myndi aldrei skrifa undir venjulegum kringumstæðum.“ Og Logi heldur áfram: „Ég ætla að segja frá öllu eins og það er. Til dæmis launamálum og hvernig allt fer fram – hvernig handbolta- heimurinn getur líka verið svart- ur. Bókin á að svipta hulunni af því sem er að gerast. Það á eftir að gera bókina eftirsóknarverða. Ég ætla ekki að lofa miklu, en það gerast hlutir sem eiga eftir að hneyksla fólk og fá það til að springa úr hlátri.“ Logi hefur verið meiddur und- anfarna mánuði og lítið komið við sögu í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann spilaði einnig lítið með landsliðinu á Evrópumótinu í handbolta í janúar. „Ég nefni þetta allt erfiðustu tímana,“ segir Logi. „Hvernig fólk lætur við mann þegar maður spilar vel. Þá eru allir að taka í höndina á manni og dingla heima og fá kaffi. En þegar maður er meiddur og ekkert að spila þá heilsar fólk manni ekki.“ Logi segir að bókin verði skemmtilega upp sett, með nóg af myndum og öðru aukaefni – meira að segja tölvupósti frá hinum og þessum. „Það er búið að vera draumur minn að skrifa bók og þetta er fullkomin tímasetning,“ segir Logi. „Það er ákveðnum kafla í lífi mínu að ljúka nú þegar ég er að yfirgefa Lemgo. Ég veit að þetta á eftir að vera bók sem fólk mun tala um, það er ekki spurn- ing.“ atlifannar@frettabladid.is LOGI GEIRSSON: ÉG ÆTLA AÐ SEGJA FRÁ ÖLLU EINS OG ÞAÐ ER Dregur ekkert undan í krassandi bók um líf sitt SENDIR FRÁ SÉR BÓK Logi lofar að draga ekkert undan í bók sem hann gefur út á afmælisdaginn sinn í október. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BESTI BITINN Í BÆNUM „Það er Noodle Station á Skóla- vörðustígnum, ég er eiginlega orðinn háður þeim stað, fer þangað oft í viku.“ Daníel Oliver tónlistarmaður. „Það verður náttúrlega vopnaleit við hliðið. Það þarf enginn að óttast stungur eða neitt,“ segir rapparinn Móri. Hann heldur styrktartónleika á Sódómu Reykja- vík í kvöld til að borga væntanlegan lögfræðikostn- að vegna átaka hans og Erps Eyvindarsonar þar sem hnífur var dreginn á loft. „Ég er atvinnulaus og get ekki borgað lögfræðingnum,“ segir hann og hvetur rappáhugamenn til að mæta á tónleikana, þar á meðal Erp. „Erpur og allir úr Rottweiler eru velkomnir svo lengi sem þeir borga aðgangseyrinn og styrkja gott málefni.“ Móri ætlar að syngja lög af fyrstu plötu sinni á tónleikunum sem verður einmitt endurútgefin á Gogoyoko.com í dag. Einnig verða nokkur ný lög sett í sölu á síðunni, sem Móri mun einnig syngja í kvöld. Hann segist hafa verið á fullu að semja tón- list að undanförnu en átta ár eru liðin síðan frum- burðurinn Móri kom út. „Ég á efni í svona þrjár plötur en ég er búinn að vera vinnandi og í skóla og erlendis. Maður hefur ekkert haft tíma fyrir tón- list því maður hefur verið að reyna að lifa eðlilegu lífi. Síðan kemur Erpur og fer að hrauna yfir mann í fjölmiðlum.“ Hann viðurkennir að hlutirnir hafi farið úr böndunum þegar þeir hittust en vill annars ekkert tjá sig um málið. Síðustu tónleikar Móra voru í nóvember í fyrra á Jacobsen en hann stefnir á að vera duglegri við tónleikahald á næstunni. Moppa með gylltri áletr- un verður í boði fyrir fyrstu tíu gestina sem mæta á Sódómu í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 21 og er miðaverð 1.000 krónur. - fb Vopnaleit á tónleikum Móra ENGAR STUNGUR Móri segir að enginn þurfi að óttast stungur á styrktartónleikum hans í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jóhann Ævar Grímsson, einn af handritshöfundum Vaktarseríanna og Bjarnfreðarsonar, hefur tekið höndum saman við Sigur- jón Kjartans- son. Saman ætla þeir að skrifa handritið að nýrri Pressu-þáttaröð en fyrsta serían mæltist ákaflega vel fyrir. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður þráðurinn tekinn upp þar sem skilið var við hann en með einhverjum smá breytingum þó. Það verður að öllum líkindum Sigmar Guðmundsson sem fylgir íslenskum áhorfendum í gegnum Eurovision-keppnina í ár. Ritstjóri Kastljóssins liggur þó hálfur undir feldi enda verða sveitarstjórnar- kosningar um svipað leyti og hann hefur því í mörg horn að líta. Úr Efstaleiti berast þó þau skila- boð að nær öruggt sé að Sigmar haldi til Noregs. Þetta verður fimmta árið í röð sem Sigmar er í Eurov- ision; hann fór fyrst til Aþenu 2006. Og annar maður mun að öllum líkindum setjast fyrir framan hljóðnemann og lýsa því sem fyrir augu ber í Kodak-höllinni með sinni alkunnu útvarpsrödd þegar Óskarsverðlaunin verða afhent á sunnudagskvöld. Maðurinn sem um ræðir er auðvitað Ívar Guðmundsson, sem hefur yfirleitt lýst þessum viðburði þegar sýnt hefur verið frá honum. Honum til halds og trausts verður Skarphéðinn Guð- mundsson af dagskrár- deild Stöðvar 2. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Það var bara haft samband við mig og ég beðinn um að vera með. Þetta kom skemmti- lega á óvart og það er auðvitað alltaf gaman að geta hjálpað,“ segir Garðar Thor Cortes óperusöngvari. Hann syngur á nýrri smáskífu ásamt fremstu fulltrúum sígildrar tónlistar á Bretlandseyjum sem gefa á út til styrktar fórnarlömbum hamfaranna á Haíti. Alls tóku 23 söngvarar þátt en meðal þeirra sem syngja með Garðari er Paul Potts sem sló eftirminni- lega í gegn í sjónvarpsþáttunum Britain´s Got Talent. Garðar hafði því miður ekki tíma til að taka þátt í aðalupptökunum sem fóru fram á laug- ardaginn þannig að hann mætti í hljóðverið ásamt Konunglegu fílharmóníusveitinni og tók upp sitt framlag. Lagið sem á að gefa út heitir The Prayer og varð geysivinsælt í flutn- ingi Celine Dion og Andrea Bocelli. Í frétt á BBC segir að hver söngvar syngi eina laglínu þar til allir sameinast í ákaflega hljómmikl- um kór. Garðar hefur annars verið á flakki að und- anförnu. Í London átti hann stefnumót við nokkra aðila í tengslum við framtíðarverkefni og hann var nýkominn heim frá Noregi þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Og svo er ég að fara til Wales að syngja í einhverjum sjónvarpsþætti, þannig að það eru alltaf ein- hver verkefni í gangi,“ segir Garðar, hógvær að venju. Áætlað er að smáskífan The Prayer komi út þann 14. mars. - fgg Garðar Cortes á smáskífu með Paul Potts STYRKJA HAÍTÍ Garðar Thor og Paul Potts eru meðal þeirra sem syngja á nýrri smáskífu sem gefa á út til styrktar Haítí. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Auglýsingasími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.