Fréttablaðið - 06.03.2010, Side 44

Fréttablaðið - 06.03.2010, Side 44
 6. 2 „Það er númer eitt, tvö og þrjú að þetta sé skemmtilegt. En við vilj- um líka að nemendunum finnist þeir hafa lært sitthvað þegar þeir ganga út að lokinni kennslustund,“ segir Úlfar Linnet, sem ber hinn valdsmannslega titil, yfirkennari í Bjórskóla Ölgerðarinnar. Bjórskólinn hóf göngu sína í desember síðastliðnum og segir Úlfar viðtökurnar hafa verið vonum framar. „Hugmyndin að baki Bjór- skólanum er að sjálfsögðu sú að opna heim bjórsins fyrir áhuga- sömum nemendum með hæfilegri blöndu af fræðslu og skemmtun. Í skólanum er farið yfir marga þætti er varða þennan merkilega drykk,“ segir Úlfar. „Við förum aðeins yfir sögu bjórsins, og þá sér- staklega á Íslandi, enda hefur sam- band Íslendinga og áfengra drykkja verið kostulegt í mörg hundruð ár. Þá er farið yfir sjálft bjórbragðið, hvernig bjórinn er búinn til og úr hverju hann er samsettur, í þeim tilgangi að nemendurnir átti sig á því hvernig bragðið er tilkomið.“ Einnig gefst nemendum Bjór- skólans færi á að skoða brugghús Ölgerðarinnar og upplifa af eigin raun hvernig bruggferlið geng- ur fyrir sig, bragða á mismunandi bjórtegundum frá öllum heims- hornum og fá ráðleggingar varð- andi hvernig best sé að njóta bjórs í víðu samhengi. Kennt er í Bjórskólanum á fimmtudags- og föstudagskvöld- um og tekur hver kennslustund rúmar þrjár klukkustundir. Úlfar segir það í raun vera eitt helsta vandamálið varðandi námið í skól- anum, því efnið sé svo víðfeðmt og áhugavert að ein kvöldstund sé vart nægur tími. „En nemendurnir hafa verið mjög ánægðir með þetta. Ég hef lengi verið mikill áhugamað- ur um bjór og fæ loksins tækifæri til að láta ljós mitt skína á þessum vettvangi,“ segir Úlfar. Auk hefðbundinna kennslustunda í Bjórskólanum býðst áhugasöm- um einnig að óska eftir sérkennslu fyrir hópa að lágmarki fimmtán manns. Skráning fer fram á heima- síðu Bjórskólans, www.gestastofa. is/Bjorskolinn. kjartan@frettabladid.is Undraheimur bjórsins Úlfar Linnet, yfirkennari Bjórskóla Ölgerðarinnar, segir skemmtun vera veigamesta atriðið á náms- skránni. Meðal annars er farið yfir sögu bjórsins, samsetningu hans og bragðað á fjölda tegunda. Úlfar segir námi í Bjórskólanum ekki ljúka með formlegu prófi, en nemendur fá viðurkenningarskjal að því loknu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DAGUR LISTASKÓLANS Í MOSFELLSBÆ er haldinn á morgun. Þá verður opið hús í öllum deildum skólans frá 11 til 13. Einnig verður söngleikurinn Hárið sýndur í Bæjarleikhúsinu klukkan 14 og 16 og er aðgangur ókeypis. Kvikmyndahátíðin er nú haldin í þriðja sinn og að venju fer þar fremst í flokki Dögg Mósesdóttir sem á veg og vanda að skipulagningunni. „Við sýnum sextíu stuttmyndir og tuttugu og fimm tón- listarmyndbönd,“ upplýsir hún en myndirnar koma frá um fjörutíu löndum fyrir utan Ísland. „Það hefur aldrei verið jafn mikið úrval,“ segir hún en myndirnar koma frá löndum á borð við Færeyjar, Rússland, Grikkland, Tyrkland og Japan. Ekki verður einvörðungu horft á myndir í Grundarfirði um helgina. Í kvöld er til að mynda efnt til fyrstu fiskisúpukeppninnar og dómari í henni er engin önnur en landsliðskokkurinn Hrefna Rósa Sætran. Þá verður spiluð lifandi tónlist meðan fólk gæðir sér á súpum í Fiskmarkaði Grundarfjarðar. Dögg býst við um 150 gestum um helgina og fer það langt með að fylla öll gistirými í bænum. Eitthvað er af erlendum gestum. Íslensku fag- fólki verður þó gert hátt undir höfði í ár. Til að mynda er Ragnar Bragason í dómnefnd. Níu íslenskar stuttmyndir verða sýndar. Myndin Mamma veit hvað hún syngur er opnunarmyndin en hinar verða sýndar á sunnudaginn. Stuttmyndir frá 40 löndum KVIKMYNDAHÁTÍÐIN NORTHERN WAVE FILM FESTIVAL HÓFST Í GÆR Í GRUNDARFIRÐI. Árlega fæðast um 70 börn með hjartagalla á Íslandi og helmingur þeirra þarf að gangast undir aðgerð og sum oftar en einu sinni. Allur ágóði snúðasölunnar rennur til Neist- ans, styrktarfélags hjartveikra barna. Salan stendur fram á sunnudaginn undir kjörorðinu „Hjálparsnúðurinn – Látum gott af okkur leiða“ og af andvirði hvers snúðs renna 25 kr. til Neistans. Þetta er þriðja skiptið sem Lands- samband bakarameistara stendur fyrir snúðasölu. - ná Snúðar til hjálpar LANDSSAMBAND BAKARAMEISTARA GENGST FYRIR LANDSSÖFNUN MEÐ SNÚÐASÖLU. Jói Fel með nokkra hjálparsnúða. www.tvolif.is Fatamarkaður Plússins Hvar? Í Molanum, Hvenær? Allur ágóði rennur til verkefna Rauða krossins til hjálpar börnum í neyð á Haítí. Notuð föt á m jögvæg u verði ! Komdu og styrktu gott málefni! Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 www.redcross.is/kopavogur opið virka daga kl. 10-16 Ungmennastarf Kópavogsdeildar Ungmennahúsi Kópavogs, Hábraut 2 Laugardaginn 6. mars kl. 12-16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.