Fréttablaðið - 22.05.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 22.05.2010, Síða 6
6 22. maí 2010 LAUGARDAGUR IÐNAÐUR Ástralska jarðefnarann- sóknafyrirtækið Platina Resour- ces Ltd. hefur sótt um rannsókn- arleyfi til að kanna hvort gull og aðrir góðmálmar séu í vinnanlegu magni á Austurlandi. Orkustofnun barst umsókn fyrirtækisins í apríl. Umhverfisráðuneytið og undir- stofnanir þess, auk 1.260 jarðeig- enda í átta sveitarfélögum eystra, hafa málið til umsagnar. Lárus Ólafsson, staðgeng- ill orkumálastjóra, segir að for- svarsmenn fyrirtækisins hafi kynnt sér aðstæður hér afar vel og þekkja til þeirra jarðfræði- rannsókna sem tengjast leit að dýrum málmum. „Leyfið sem sótt er um nær til einfaldra yfirborðs- rannsókna sem fylgir lítið rask. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa verið í góðu sambandi við okkur og eru vel upplýstir um nýtingar- og umhverfislöggjöf hér.“ Lárus segir að ef af verði gildi rannsóknarleyfið í tvö ár. Platina ætlar sér fimmtíu daga til rann- sókna með því að gera út tvo hópa vísindamanna og ekki loku fyrir það skotið að rannsóknir hefjist síðsumars. Í gildi er eitt leyfi til rann- sókna á jarðefnum sem nær til rannsókna á málmum á fjórtán tilgreindum stöðum á landinu, öll utan Austurlands. Þetta skýr- ir áhuga Platina á Austurlandi, segir Lárus. Hjalti Franzson, jarðfræð- ingur hjá ÍSOR, segir að íslensk jarðhitasvæði búi til gull. Hingað til hafi þó ekki fundist nægilega stór svæði til að réttlæta námu- rekstur. Ýmislegt ræður því hvort gullnám sé arðbært, segir Hjalti. Gerð námunnar, hvort hún er yfir- Gullleit undirbúin um allt Austurland Ástralskt fyrirtæki vill kanna hvort góðmálmar séu í vinnanlegu magni á Aust- urlandi. Rúmlega 1.200 jarðeigendur í átta sveitarfélögum skoða málið. Heimsmarkaðsverð á gulli getur ráðið því hvort fýsilegt þykir að ráðast í gullnám. Nefnt hefur verið að eitt gramm verði að nást úr hverju tonni bergs til að námu- rekstur borgi sig. Rauðvíns- og hvítvínsglös Verð kr. 2900 Bjórglös Verð kr. 2900 Bjórglös/staup Verð kr. 2900/kr. 1900 Skeifunni 8 og Kringlunni. Sími 588 0640. ÚTSKRIFTARGJAFIR www.casa.is CASA LÖGREGLUMÁL Yngstu einstakling- arnir sem lögregla hafði afskipti af vegna hnupls á síðustu þremur árum voru átta ára, en hinir elstu 88 ára. Þetta kemur fram í afbrota- tölfræði Ríkislögreglustjóra, sem embættið hefur tekið saman fyrir árin 2007 til 2009. Flestir brotamenn voru á aldr- inum 16 til 20 ára. 74 prósent voru með íslenskt ríkisfang. Útlending- ar sem hlut áttu að máli voru í ell- efu prósent tilvika með litháískt ríkisfang og í tíu prósent tilvika með pólskt. Sé litið til fjölda brota fyrir nýliðinn aprílmánuð þá eru hegn- ingarlagabrot ríflega þúsund tals- ins, sem er svipað og verið hefur í þessum mánuði undanfarin ár. Hraðakstursbrot voru að meðal- tali 131 á dag, þjófnaðarbrotin að meðaltali tólf á dag og eignaspjöll átta. Hraðakstursbrotum og eigna- Óvanalega mörg fíkniefnamál í umdæmi lögreglunnar á Eskifirði í apríl: Yngstu þjófarnir voru átta ára spjöllum hefur fækkað milli ára en þjófnaðarbrotum fjölgað. 73 fíkniefnabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu, nítján á Suð- urnesjum og ellefu í umdæminu á Eskifirði sem nær yfir bróðurpart Austurlands. Eru það óvenjumörg brot í því umdæmi. - jss Aldur brotamanna 25 20 15 10 5 0% 71 á rs o g el dr i 61 - 7 0 ár a 51 - 6 0 ár a 46 - 5 0 ár a 41 - 4 5 ár a 36 - 4 0 ár a 31 - 3 5 ár a 26 - 3 0 ár a 21 - 2 5 ár a 16 - 2 0 ár a 11 - 1 5 ár a 10 o g yn gr i Aldursdreifing gerenda sem urðu uppvísir að hnupli á árunum 2007 - 2009 Heimild: Ríkislögreglustjórinn FERÐAMÁL Sjö hundruð milljóna króna markaðsátak ferðaþjónust- unnar vegna gossins í Eyjafjalla- jökli var kynnt í gær. Með átak- inu, sem stendur í maí og júní, er brugðist við fyrirséðri fækk- un ferðamanna. Að óbreyttu gæti þeim fækkað um 100 þúsund milli ára, að því er fram kemur í til- kynningu um átakið. Að markaðsátakinu standa iðnaðarráðuneytið, Icelandair, Reykjavíkurborg, Iceland Express, Útflutningsráð og Sam- tök ferðaþjónustunnar, en þar að baki eru um 70 fyrirtæki. Útflutn- ingsráð hefur umsjón með fjár- reiðum átaksins og skilar fjár- hagslegu lokauppgjöri vegna þess 1. ágúst. „Átakið skiptist í nokkra hluta. Annars vegar er um að ræða prentauglýsingar, útvarpsauglýs- ingar, útimiðla og vefborða. Hins vegar er mikil áhersla lögð á að nýta samskiptaleiðir eins og Fac- ebook, Twitter og fleiri leiðir sem einstaklingar og fyrirtæki hafa byggt upp,“ segir í tilkynningum, en bakgrunnurinn í allri herferð- inni er svo vefsíðan InspiredBy- Iceland.com. Síðan verður opnuð formlega 27. maí. Þar má meðal annars finna frásögn danska leik- arans Viggos Mortensen af upplif- un hans af Íslandi. - óká Vefsíða átaksins Inspired by Iceland fer formlega í loftið undir lok næstu viku: Sporna við fækkun ferðafólks ÁTAK KYNNT Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra kynnti átakið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HAGSTOFA Tæplega fjörutíu pró- sent heimila landsins, eða 39 pró- sent, áttu erfitt með að láta enda ná saman á síðasta ári. Þetta kemur fram í lífskjararannsókn Hagstof- unnar. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar höfðu 7,1 prósent heimila lent í vanskilum með hús- næðislán eða greiðslu leigu á síð- astliðnum tólf mánuðum. Á sama tíma höfðu 10,3 prósent heimila lent í vanskilum með önnur lán. Einstæðir foreldrar voru í meiri- hluta þeirra sem voru í greiðslu- erfiðleikum. - jab Lífskjararannsókn Hagstofu: Margir ná ekki endum saman Ætlarðu í ferðalag um hvíta- sunnuhelgina? Já 22,3% Nei 77,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Býstu við miklu af Besta flokkn- um í borgarstjórn? Segðu skoðun þína á visir.is AUSTURLAND Ástralskt fyrirtæki vill leita að gulli og öðrum góðmálmum á Aust- urlandi. Hátt í þrettán hundruð jarðir eru undir og átta sveitarfélög. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR SAFNI Gullstangir borðsnáma eða neðanjarðar skipt- ir máli, en ekki síður heimsmark- aðsverð á gulli. Hjalti segir að íslensk jarðhita- kerfi séu miklu hreinni en víðast hvar, til dæmis við Kyrrahafið. Þetta sé mikilvægt út frá umhverf- issjónarmiðum. „Aðrir óæskilegir málmar eru í þessum jarðhitakerf- um; kvikasilfur, blý og sink. Hér gegnir öðru máli. Með tilliti til umhverfisins er gullvinnsla mjög óæskileg vegna þessara málma en hér er það bara gull sem verið er að leita að svo efnamengun er ekki áhyggjuefni hér.“ Samkvæmt lögum felur leyfi til leitar og rannsókna í sér heimild til þess að leita að málmum á til- teknu svæði en felur hvorki í sér heimild til nýtingar á málmum né fyrirheit um forgang leyfishafa að nýtingarleyfi á málmum síðar. svavar@frettabladid.is KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.