Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2010, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 22.05.2010, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 22. maí 2010 23 Sendu, Drottinn, anda þinn! og endurnýja ásjónu jarðar! Svo segir í sálminum forna. Heilagur andi er áhrif hins ósýnilega Guðs. Vindinn sjáum við ekki, en við vitum af honum. Við sjáum laufin bærast í blæ- num, heyrum gnauðið við glugg- ann, finnum svalan gustinn um andlitið. Eins er það með anda Guðs. Hann er ósýnilegur, nema af áhrifum sínum. Hann verður aldrei gripinn, settur í ílát, fang- aður í formúlur. Enginn getur keypt hann eða selt né fengið einkaleyfi á. Hann blæs þar sem hann vill. En við sjáum og skynj- um það sem hann gefur, eða ef til vill umfram allt þegar hann er horfinn og áhrifa hans gætir ekki lengur. Þá kólnar í heimi og kelur allt. Sendu, Drottinn, anda þinn! og endurnýja ásjónu jarðar! Yndisleg er ásjóna jarðar þegar birta vorsins, fegurð og yndi blasir við, endurnýjun, endursköpun hvert sem augað lítur. Við gleðjumst yfir sér- hverjum vorboða, vængjataki og vorljóði. En ásjóna jarð- ar birtir líka aðra hlið. Það er líka annars konar andi að verki í heiminum. Átök lífs og dauða blasa við hvarvetna, átök eyð- ingar og uppbyggingar. Það verður seint umflúið. Náttúru- öflin eru óblíð og hörð. En ekk- ert jafnast í ofstopa sínum á við manninn, þegar hann knúinn anda sjálfselsku og hroka veður yfir og þegar andi haturs, heift- ar og hefnigirni ræður för. Ætli við könnumst við það? Sendu, Drottinn, anda þinn og endurnýja ásjónu jarðar! Hvítasunna er sagan um hina nýju sköpun hins krossfesta og upprisna frelsara, sem vill end- urnýja ásjónu jarðar og mann- lífsins. Það er andi Guðs, andi kærleika, gleði, friðar, lang- lyndis, gæsku, góðvildar, trú- mennsku, hógværðar og sjálf- saga sem skapar, mótar og nærir hið góða líf og samfélag. Andinn kemur eins og vorþeyr sem opnar eyru og hjörtu að við greinum gegnum ys og dyn ótal radda tóninn tæra, hreina, orð sannleikans og lífsins, Jesú Krists. Andi og áhrifavald hans er að kalla á þig, allt frá móður- skauti til þessa dags að fylgja sér. Vorþeyr heilags anda vill ná til okkar og vekja og lífga samfélag þar sem umhyggj- an er styrkur og sál trúarinn- ar, fyrirgefning og sáttargjörð er annað en orðin tóm. Þar sem fólk lýtur undri lífsins og náð- arinnar með lotningu og leitast við að biðja og syngja birtu og yl í veröldina, og laða fram sam- hljóminn helga. Og ásjóna jarð- ar og mannlegt samfélag endur- nýjast, ljómar af gleði og undir tekur í lofsöng. Um þetta erum við að biðja þegar við biðjum með kirkju alda og kynslóða: Sendu, Drottinn, anda þinn og endurnýja ásjónu jarðar! Sendu, Drottinn, anda þinn Hvítasunna Karl Sigurbjörnsson biskup Það er*Einungis er greitt upphafsgjald, 6 kr. af hverju símtali. Mán.verð 1.765 kr. 0 kr. mínútan úr heimasíma í heimasíma* Nú geturðu blaðrað eins og þú vilt. Hringdu í 800 7000 til að panta heimasíma Auglýsingasími Allt sem þú þarft…
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.