Fréttablaðið - 22.05.2010, Side 44

Fréttablaðið - 22.05.2010, Side 44
 22. maí 2010 LAUGAR-6 AF LIFUN kallast sýning Magnúsar Árnasonar í Náttúrufræðistofnun Kópavogs sem var opnuð 15. maí og stendur fram í september. Magnús kannar tengsl lista og vísinda og veitir innsýn inn í fegurð hins vísindalega rannsóknarferlis. Fiskmarkaði þekkja margir Íslend- ingar erlendis frá en þar sem þeir eru starfræktir, svo sem í Bergen í Noregi, eru þeir einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna. Hafn- arsvæðið í Reykjavík hefur síðustu árin öðlast mikið líf með tilkomu nýrra veitingastaða og væntanlegur fiskmarkaður mun eflaust hleypa enn frekara lífi í svæðið. Á fiskmarkaðinum, sem verð- ur við Suðurbugt, munu neytend- ur eiga þess kost að kaupa ferskt sjávarfang í smásölu, fisk og skel- dýr, fersk söl, hertan fisk úr óhefðbundnum tegund- um og fleira til. Á mark- aðinum verður fag- fólk sem getur frætt kaup- endur um vöruna og á markaðurinn að vera upplifun og ánægja í senn þar sem hægt verður að snerta á og sjá fisk- inn óslægðan og fá upplýsingar um ýmislegt, svo sem hvar hann lifir í sjónum og á hverju hann lifir. Markaðurinn verður opnaður sem fyrr segir á Hátíð hafsins, laug- ardaginn 5. júní, en það er Félag um umsjón fiskmarkaðar við Suðurbugt í Reykjavík sem hefur unnið að því að koma fiskmarkaðinum á laggirn- ar, í samstarfi við Faxaflóahafnir og starfshóp á vegum Matís. Verkefnið fór upphaflega af stað árið 2009 þegar AVS-sjóðurinn styrkti gerð rannsóknarskýrslu og tillögu að útliti og uppsetningu á fiskmarkaði fyrir almenning. Hluti skýrslunnar var svo sendur inn í hugmyndasamkeppni um nýsköpun í ferðaþjónustu sem Höfuðborgar- stofa stóð fyrir árið 2009. Verkefn- ið fékk vilyrði fyrir styrk og í kjöl- farið var stofnað félag til að koma fiskmarkaðinum á laggirnar. - jma Fiskmarkaður fyrir almenning við höfnina Hafnarsvæði Reykjavíkur verður líflegt í sumar. Langþráður fiskmarkaður, þar sem hægt verður að kaupa ferskt sjávarfang, verður opnaður á Hátíð hafsins og verður opinn á hverjum laugardegi í allt sumar. Hafnarsvæðið er að lifna við. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.