Fréttablaðið - 22.05.2010, Page 74

Fréttablaðið - 22.05.2010, Page 74
42 22. maí 2010 LAUGARDAGUR BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar Ný 4. vikna krakkajóganámskeið hefst 26. maí hjá Jóga Stúdíó Stórhöfða 17. 2–5 ára » mánudagar klukkan 16:30–17:00 6–10 ára » miðvikudagar klukkan 16:30–17:00 Skráning í síma 772 1025 og 695 8464 Verð aðeins 5.000 kr. Krakkajóga Nánari upplýsingar á jogastudio.orgStórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þið megið EKKI borða heimaverkefnin fyrr en ég er BÚINN að fara yfir þau! Þetta eru flott föt sem þú ert í, Sara. Er það ekki? Júbb. Þú minnir mig á líkamsræktar-Barbie í þeim. Þetta átti nú að vera hrós. Kannski er hún ekki mikið fyrir líkamsrækt. Þegar þú fæddist, varstu þá kölluð Jóna? A-ha. Þegar þú varðst svo ung kona þá varstu kölluð Jóna, og þegar þú giftir þig þá varstu enn þá kölluð Jóna. Já... En þegar ég fæddist, þá breyttistu í MÖMMU! Solla - breytir mannkyns- sögunni! Óboj! Meira að segja á tilboði! Ég get ekki annað en furðað mig á mönnum sem taka svona litum með brosi á vör! Þetta venst, maður! CLYMAX Kinna litur TILBOÐ! Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að vera ekki með skráð lögheimili í Reykjavík. Ekki vegna þess að mig langar til að borga hærri tryggingagjöld af bílnum mínum heldur langar mig til að greiða atkvæði í borgarstjórnarkosningunum í enda maí. ÉG er með ofnæmi fyrir pólitíkusum, sem er leiðinlegt vegna þess að þeir stjórna lífi mínu á ákveðinn hátt. Þetta er eins og að vera með ofnæmi fyrir bílnum sem ég keyri á hverjum degi. Nei, þetta er reyndar ekkert eins og það, en mér verður illt þegar ég heyri pólitíkusa tala og ég hef stundum fengið á tilfinninguna að þeir telji sig vera betri en við hin. Sem er fjarri lagi, því í pólitík, eins og alls staðar annars staðar, er rosalega mikið af ógeðslegu fólki. AÐ fylgjast með framgöngu Besta flokks- ins hefur verið hrein unun. Jóni Gnarr og félögum hefur tekist að umbylta heims- mynd fólks sem bjóst við að geta karp- að, malað, rifist og skammast út í hvað annað án þess að rauðhærður sprelli- gosi myndi þvælast fyrir. Og hvernig hefur þetta fólk tekið því? Ótrú- lega furðulega. Kosningabaráttan hefur hreinlega snúist um Jón Gnarr og ringlaðir flokkspólit- íkusar geta ekki lofað neinu án þess að segja eitthvað á borð við: „Tja, ég er ekki eins fyndinn og Jón Gnarr, en við viljum útsvar, börn, leikskóla, velferð, bla bla bla …“ FURÐULEGIR hlutir gerðust eftir að Besti flokkurinn fór að skora hátt í skoðanakönn- unum. Flokksbundnir bloggarar vinstri- og miðjuflokkanna réðust á Jón, grófu undan honum og bendluðu hann við hægri öflin. Einn taldi meira að segja að Vaktarseríurn- ar væru ekkert annað en hægri áróður í dulargervi (!). Ég get ekki og hef ekki hug- mynd um hvort ég myndi kjósa Besta flokk- inn og hef aldrei verið í flokki (nema þegar Samfylkingin skráði mig án minnar vitund- ar) en þessi viðbrögð eru ógeðslega fyndin. Og sorgleg. Samt meira fyndin. FURÐULEGAST var að Sjálfstæðisflokkur- inn kaus að stinga höfðinu í sandinn. Flokk- urinn sem virðist hafa menn í vinnu við að grafa undan andstæðingum sínum hafði skyndilega ekkert slæmt að segja um mann sem gæti hrifsað af þeim borgina í lok maí. Hvað er að gerast? ENGINN hefur bent á að Jón sagði í upphafi að tilgangur flokksins væri að koma honum og vinum hans í þægileg störf og að spill- ingin yrði uppi á borðum. Annað takmarkið er komið langleiðina, en hinum flokkunum virðist vera sama um þetta spillingarmjálm í grínistanum. Hver svo sem ástæðan fyrir því er. Útsvar, velferð og kjaftæði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.