Fréttablaðið - 22.05.2010, Page 80

Fréttablaðið - 22.05.2010, Page 80
48 22. maí 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Tvöfaldur, tveggja tíma langur lokaþátt- ur af Lost verður sýndur í Bandaríkjun- um annað kvöld. Þá fá spenntir sjónvarps- áhorfendur loksins úr því skorið hvernig ævintýrið á eyjunni dularfullu endar. Bretar sjá þáttinn á mánudaginn, á sama tíma og vesturstrandarbúar Banda- ríkjanna. Þátturinn verður einnig sýnd- ur á sama tíma á Ítalíu, Spáni, Portúgal, Ísrael, Tyrklandi og Kanada. Hér heima verður lokaþátturinn tvöfaldi sýndur 30. ágúst í Sjónvarpinu, enda hóf þessi sjötta sería göngu sína hérlendis þremur mán- uðum síðar en í Bandaríkjunum. Íslenskir Lost-aðdáendur verða því að bíða enn um sinn eftir endalokunum. Alls hefur 121 Lost-þáttur verið sýnd- ur í Bandaríkjunum og víðar síðan hann hóf göngu sína 2005. Þátturinn fjallar um hóp fólks sem kemst lífs af úr flugslysi eftir að hafa brotlent á eyðieyju. Marg- ir undarlegir atburðir gerast í framhaldi af því. Þegar Lost var hvað vinsælast horfðu yfir tuttugu milljónir manna á þáttinn í Bandaríkjunum í viku hverri. Sú tala hefur lækkað í tólf milljónir eftir því sem þáttaröðin hefur dregist á langinn. Handritshöfundarnir Damon Lindelof og Charlton Cuse tilkynntu fyrir þremur árum að Lost myndi ljúka göngu sinni í ár og þannig höfðu þeir fastmótaðan tíma- ramma til að svara eins mörgum spurn- ingum og mögulegt er. Lokaþáttur Lost annað kvöld LOST Tvöfaldur lokaþáttur af Lost verður sýndur í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld. > GAGA BRJÁLAÐIST Söngkonan Lady Gaga hefur rekið öryggisverði sína eftir að aðdá- andi komst óáreittur upp á svið á tónleikum hennar í Japan. Gaga var ekki hætt því hún rak einn- ig aðstoðarmann sinn í búninga- málum fyrir að gleyma að læsa búningsherberginu hennar. Golfkylfingurinn Tiger Woods er að sögn vefsíð- unnar RadarOnline kominn aftur á markaðinn. Hann sást nýverið í fylgd með ókunnugri, ljóshærðri konu. Tiger Woods og eiginkona hans, hin sænska Elin Nordegren, hafa ákveðið að skilja að skiptum eftir að upp komst um fjöldamarg- ar hjákonur kylfingsins. Tímarit fluttu fyrst fréttir af framhjáhaldi Woods í nóvember síðastliðinn en hjónin hafa búið hvort í sínu hús- inu upp frá því og býr Nordegren í leiguhúsnæði skammt frá fyrrverandi heimili þeirra hjóna. Nýverið sást til Woods þar sem hann spígspor- aði um golfvöll í grennd við heimili sitt í félags- skap ungrar, ljóshærð- ar konu. „Tiger var að leika golf á vellinum við heimili sitt. Með honum var mjög falleg, ljóshærð kona og svipaði henni mjög til Elínar í útliti. Hún sat í golf- bílnum á meðan hann tók nokkr- ar holur en þau virtust skemmta sér mjög vel saman,“ sagði sjónar- vottur. „Þau sátu og spjölluðu lengi saman og virtust njóta félagsskap- ar hvort annars. Af þessu að dæma virðist hann ekki vera hamingju- samlega giftur Elinu lengur, það er fyrir víst,“ sagði sjónvarvott- urinn. Vefsíðan RadarOnline greindi einnig frá því að Woods sækti skemmtistaði í auknum mæli og hefur nokkrum sinnum sést til hans á öldurhúsum í Orlando. „Hann er sérstaklega hrifinn af stað sem heitir Embers. Svo virðist sem hann hafi óbeit á því að vera einn heima hjá sér,“ hafði tímaritið eftir einum kráareig- anda. Kominn á veiðar KOMINN Á MARKAÐINN Tiger Woods sást leika golf með ljóshærða konu sér við hlið. Þótti mönnum hún líkjast Elinu nokkuð í útliti. ELIN NORDEGREN Hún hefur ákveðið að slíta samvistum við Tiger Woods. Tiger á að vera kominn á kvennafar á ný samkvæmt bandarísku press- unni. VITA er lífið Alicante VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is Flugsæti Verð frá 65.430 kr. 16.-30. júní

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.