Fréttablaðið - 22.05.2010, Page 87

Fréttablaðið - 22.05.2010, Page 87
LAUGARDAGUR 22. maí 2010 55 Lið 3. umferðar (3-4-3) Markvörður: Ingvar Þór Kale, Breiðabliki Varnarmenn: James Hurst, ÍBV Haraldur Freyr Guðmundsson, Keflavík Baldvin Sturluson, Stjörnunni Miðvallarleikmenn: Guðmundur Þórarinsson, Selfossi Alfreð Finnbogason, Breiðabliki Viktor Bjarki Arnarsson, KR Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni Sóknarmenn: Ívar Björnsson, Fram Kjartan Henry Finnbogason, KR Eyþór Helgi Birgisson, ÍBV VISA-bikar karla 32 liða úrslit: Víðir - Fylkir Fram - ÍR Haukar - Fjölnir Víkingur - Sindri Keflavík - KS/Leiftur KA - HK Grindavík - Þór Ak. KB - Víkingur Ólafsvík Fjarðabyggð - Njarðvík BÍ/Bolungarvík - Völsungur Þróttur - Grótta ÍA - Selfoss Breiðablik - FH Leiknir - Stjarnan Valur - Afturelding ÍBV - KR FÓTBOLTI Það var dregið í 32 liða úrslit VISA-bikars karla í höfuð- stöðvum KSÍ í gær. Úrvalsdeildarliðin koma inn í keppnina í þessari umferð og gátu öll lið mæst. Stórleikur umferðarinnar er viðureign bikarmeistara Breiða- bliks og Íslandsmeistara FH en liðin mætast í Kópavogi. Annar Pepsi-deildarslagur er í umferðinni en KR þarf að fara til Eyja þar sem liðið hefur ekki sótt gull í greipar heimamanna á síð- ustu árum. Á meðal annarra áhugaverðra leikja má nefna viðureign ÍA og Selfoss og leik KA og HK á Akur- eyri. Einnig verður gaman að sjá Stjörnuna fara í Breiðholtið og mæta Leikni. Leikirnir fara fram 2. og 3. júní næstkomandi. - hbg 32 liða úrslit VISA-bikarsins: Meistaraslagur í Kópavogi RÍKJANDI MEISTARAR Guðmundur Kristjánsson og félagar í Breiðabliki lyftu bikarnum í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Eyjamaðurinn Eyþór Helgi Birgisson stökk óvænt fram í sviðsljósið í leik FH og ÍBV á Kapla- krikavelli. Þar gerði ÍBV sér lítið fyrir og skellti Íslandsmeisturum FH, 2-3. Eyþór Helgi skoraði mark í leiknum, fiskaði víti og lék sér síðan að reynsluboltanum Tommy Niel- sen sem réð ekkert við strákinn. Framherjinn gekk í raðir ÍBV fyrir tímabil- ið frá Ými í 3. deildinni. Hann var í röðum HK en komst ekki að þar og spilaði því með Ými þar sem hann átti góðu gengi að fagna. Hann tók síðan stökkið úr 3. deild í úrvalsdeild og byrjar heldur betur vel. „Það gekk allt upp í þessum leik. Við ætluðum að sækja og skora snemma. Svo ætluðum við að skora aftur. Ég átti flottan leik og Tommy Nielsen átti ekk- ert í kallinn,” sagði Eyþór Helgi en hann segir hugmyndina að því að sækja gegn FH í Krikanum hafa komið frá Tryggva Guðmundssyni. „Tryggvi þekkir FH-liðið vel og sagði að þeir myndu lenda í vandræðum ef við mætt- um þeim hátt á vellinum. Það gekk eftir.” Forráðamenn HK virðast ekki hafa neina trú á stráknum því þeir lánuðu hann til Eyja. „Þeir virðast ekki hafa trú á mér og ég hef ekki áhuga í að fara til baka í augnablikinu.” - hbg, Eyþór Helgi Birgisson úr ÍBV er leikmaður 3. umferðar í Pepsi-deild karla: Tommy átti ekkert í kallinn MARKI FAGNAÐ Eyþór Helgi fagnar hér marki sínu gegn FH í Krikanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Film © 2009 Universal Studios. All Rights Reserved. Artwork and Packaging Design © 2010 Universal Studios. All Rights Reserved. Komin á DVD Kemur út á DVD 27. maí ÓSKARSVERÐLAUN T.V. -Kvikmyndir.isÓ.H.T. -RÁS 2, RÚV 2 VANDAÐAR Í HAGKAUP Golfmót Samiðnar 29. maí Samiðnargolfmótið verður haldið á Golfvellinum við Hellu laugardaginn 29. maí. Sérstök athygli er vakin á því að mótið er jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og er það opið öllum félags- mönnum Samiðnar og fjölskyldum þeirra. Ræst verður út sameiginlega af öllum teigum kl. 9. Skráning er í síma 535 6000 eða í tölvupóstfangið skrifstofa@samidn.is www.samidn.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.