Fréttablaðið - 28.05.2010, Side 39

Fréttablaðið - 28.05.2010, Side 39
Will Ferrell sem Neil Diamond Leitarorð: Cool Guys Don’t Look At Explosions Áhorf: 9.551.952 Lonely Island-gengið gerði myndbandið fyrir kvik- myndaverðlaun MTV í fyrra. Hinn sífyndni Will Ferrell kemur fram í myndbandinu sem Neil Diamond og kvikmyndaleikstjórinn JJ Abrams tekur hljómborðs- sóló. Ferðagræjur eru ekki leikföng Leitarorð: Boom- box (ft. Julian Casablancas) Áhorf: 4.959.509 Örugglega besta lagið frá Lonely Island þótt það sé ekki það fyndnasta. Julian Casablancas úr Strokes syngur viðlagið í lagi sem fjallar um að ferðagræjur séu alls engin leikföng. Fá það í buxurnar Leitarorð: Jizz in my Pants Áhorf: 83.411.455 Ofursvalt lag um tvo gaura sem fá það í buxurnar við minnsta áreiti. Hvort sem það er frá stelpum eða ekki. Takið eftir Justin Timberlake í örlitlu aukahlutverki. Ég er á báti! Leitarorð: I‘m on a Boat (ft. T-Pain) Áhorf: 44.763.201 Til fjandans með land því þeir eru á báti. Þetta hljómar ekki töff á íslensku, en er grjóthart á ensku. Lonely Island-gaurarnir fara á bát og kunna afar vel að meta það miðað við lagið. Kúkar á skrifborð Leitarorð: Like a Boss (ft. Seth Rogen) Áhorf: 30.810.938 Snillingurinn Seth Rogen fer með aukahlutverk í þessu atriði. Mjög fyndin dæmisaga um yfirmann sem sturlast, klippir af sér typpið og kúkar á skrif- borð samstarfskonu sem hafnaði honum. Gefa typpi í kassa Leitarorð: Dick in a Box Áhorf: 21.261.221 Myndband sem var gert eftir að Lonely Island-gaurarnir byrjuðu að starfa í þættinum Saturday Night Live. Fáránlega fyndið og Justin Tim- berlake stendur sig betur en flestir þorðu að vona. Lonely Island-tríóið hefur slegið í gegn með gríni sínu undanfarin ár. Félagarnir Akiva Schaffer, Jorma Taccone og Andy Samberg byrjuðu að semja atriði og lög sjálfir og setja á netið. Það varð til þess að þeim var boðið að semja efni fyrir verðlaunahátíð MTV árið 2005 sem reddaði þeim starfi í þættinum Saturday Night Live. Í dag starfa þeir þar ásamt því að koma fram og leikstýra ýmsum öðrum verkefnum. Popp tók saman nokkur af bestu atriðum þeirra sem finna má á Youtube. FYNDNUSTU GAURARNIR Á YOUTUBE Ógeðslega fyndið atriði sem þú getur horft á aftur og aftur. Mjög fyndið atriði sem stenst tímans tönn. Frekar fyndið atriði. Lagið er gott, en atriðið mætti vera fyndnara

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.