Fréttablaðið - 28.05.2010, Side 46

Fréttablaðið - 28.05.2010, Side 46
14 • ARCADE FIRE Kanadíska hljómsveitin gefur út sína þriðju plötu, The Suburbs, í maí. Þriðja plata kanadísku hljómsveit- arinnar Arcade Fire, The Suburbs, kemur í verslanir 2. ágúst. Markus Dravs, sem hefur unnið með Cold- play og Björk, aðstoðaði sveitina við upptökurnar, rétt eins og fyrir síðustu plötu hennar Neon Bible. Upptökur hafa staðið yfir undan- farin tvö ár í Montréal og New York og bíða margir tónlistarunn- endur spenntir eftir útkomunni. Stutt er síðan Arcade Fire sendi frá sér tvö ný lög af plötunni sem nefnast The Suburbs og Month of May og sýna þau að sveitin er enn í fínu formi. THE SUBURBS KEMUR FRÁ ARCADE FIRE Diddi Fel og Emmsjé Gauti hafa báðir verið áberandi í rappbransanum undan- farin ár. Diddi gaf nýverið út sína fyrstu sólóplötu, Hesthúsið, þar sem Emmsjé Gauti var einmitt á meðal gesta en Diddi hafði fram að því getið sér gott orð sem liðsmaður Forgotten Lores. Emmsjé Gauti hefur gefið út lög sem hafa hlotið góðar viðtökur og verið duglegur við spilamennsku. Fyrsta sólóplatan lætur þó enn þá bíða eftir sér. Popp hafði samband við þá félaga og gaf þeim tækifæri til að svara því hvort klisjurnar um rappara séu í raun og veru sannar. POPPPRÓFIÐ DIDDI FEL Á allt íslenskt hipp hopp rætur sínar að rekja í Árbæinn? „Klárlega. Íslenskt hipp hopp fæddist fyrir utan Skalla. Menn vita þetta.“ Eru íslenskir rapparar með lyklakippur sem líta út eins og byssur og í staðinn fyrir byssur? „Ég hef margoft séð dæmi um slíkt, þessir ungu rapparar á Íslandi eru stórhættulegir og gjarnan með byssur sem líta út eins og lyklakippur.“ Er orðið „skoppari“ enn þá notað? „Engin spurning, þrusu vinsælt akkúrat núna enda sérlega skemmtilegt orð og algjör klassík.“ Hvað varð um símboðann? „Ég er enn þá með símboða og er frekar fúll að það sé enginn búinn að bípa á mig í svona fimm ár.“ Mun hipp hoppið einhvern tíma endurheimta Dóra DNA úr gríninu? „Nei, það var ákveðið nú nýlega á árlegum fundi íslenskra rappara að fá Þorstein Guðmunds í skiptum. Slétt trade!“ Hafa allir íslenskir rapparar leigt hjá Sesari A á ein- hverjum tímapunkti? „Sesarinn er auðvitað rapp-afinn og eins og allir gamlir góðir menn þá hugsa þeir vel um sína. Röppurum þykir gott að geta gólað í kallinn ef það bjátar eitthvað á. Afrikanus er haukur í horni.“ EMMSJÉ GAUTI Á allt íslenskt hipp hopp rætur sínar að rekja í Árbæinn? „Ekki séns. Aðal fjársjóðurinn var fundinn í Breiðholtinu. Fullt af góðu rappi úr Rivertown þó.“ Eru íslenskir rapparar með lyklakippur sem líta út eins og byssur og í staðinn fyrir byssur? „Allir íslenskir rapparar eiga afsagaða haglabyssu, butterfly-hníf og hafa drepið tvo eða fleiri.“ Er orðið „skoppari“ enn þá notað? „Fólkið sem notar: „Já sæll, eigum við að ræða það eitthvað!!“ og gam- almenni eru enn þá að þessu.“ Hvað varð um símboðann? „Ég er fæddur sama ár og bjórinn var lögleiddur. Þú gætir allt eins spurt mig út í bréfdúfur.“ Mun hipp hoppið einhvern tíma endurheimta Dóra DNA úr gríninu? „Fór Dóri eitthvað? Ég vona að hann hætti aldrei að grínast, hann fær mig til að lol’a (nohomo).“ Hafa allir íslenskir rapparar leigt hjá Sesari A á einhverjum tímapunkti? „Já, sko málið er að Sesar A er lærifaðir allra rappara á Íslandi. Þú flytur til hans fyrstu sex mánuðina sem þú byrjar að rappa og lærir þar allt sem þarf til þess að vera fyrirmyndarrappari. Wax on wax off.“ Tónlistarkonan M.I.A. notaði Twitt- er-síðu sína til að birta símanúmer blaðamannsins Lynn Hirschberg í gær. M.I.A. var ósátt við viðtal sem Hirchberg tók og birtist í New York Times. Þá sagðist hún ætla að birta eigin útgáfu af viðtalinu. Símanúmerið var í vinnusíma blaðamannsins, en engum sögum fer af því hvort síminn hafi hringt látlaust í gær. Viðtalið fjallaði um tengsl M.I.U. við Srí Lanka og vandræði hennar við að fá vega- bréfsáritun í Bandaríkjunum. BIRTI NÚMER BLAÐASNÁPS DJÖRF MIA fer sínar eigin leiðir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.