Fréttablaðið - 28.05.2010, Side 75

Fréttablaðið - 28.05.2010, Side 75
FÖSTUDAGUR 28. maí 2010 43 FÓTBOLTI Ísland og Andorra mæt- ast í æfingaleik á laugardaginn en fimm leikmenn í hópnum spila í íslensku deildinni. Samt sem áður eru tveir leikir í deildinni á sunnu- daginn og þrír á mánudaginn. Breiðablik spilar við ÍBV í Vest- mannaeyjum á sunnudaginn klukk- an 16, sólarhring eftir að landsleik- urinn hefst. Blikinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson er í landsliðshópn- um. „Við vildum ekki fresta leikn- um þar sem við erum á góðu skriði og þetta hefði riðlað öllu hjá okkur. Þá hefði liðið farið í langt frí fyrir bikarleikinn gegn FH,“ sagði Ólaf- ur Kristjánsson, þjálfari Blika. Fram og KR frestuðu sínum leik en Skúli Jón Friðgeirsson og Jón Guðni Fjóluson eru í landsliðshópn- um. Leikur þeirra fer fram 10. júní í staðinn en KR spilar þá þrjá leiki á einni viku, gegn Val 7. júní, þá við Fram og loks FH 14. júní. „Ef við hefðum frestað leikn- um hefði leikskipulagið verið allt- of þétt hjá okkur,“ sagði Ólafur en Blikar hefðu þá spilað eins og KR- ingar, þrjá leiki á einni viku. Arnór býst ekki við að spila báða leikina, í það minnsta ekki 90 mín- útur í þeim báðum. „Ég veit ekkert hvernig verður með landsleikinn, kannski fæ ég að spila eitthvað en þjálfarinn ræður því. Þetta verður smá álag á mér en ég kvarta ekki,“ sagði Arnór en Blikar fara til Eyja á sunnudagsmorgun. Ólafur er óhræddur við að leyfa Arnóri að spila gegn ÍBV. „Við leysum það ef hann spilar lands- leikinn. En ég er líka með stór- an hóp og ég treysti öllum til að spila,“ sagði þjálfarinn. - hþh Arnór Sveinn Aðalsteinsson gæti spilað tvo leiki á einum sólarhring: Blikar vilja ekki hægja á skriðinu LANDSLIÐSMAÐUR Arnór á landsliðsæf- ingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Arnar Freyr Jónsson, leikstjórnandi Grindavíkurliðsins undanfarin tvö tímabil, er ekki búinn að ákveða það hvar hann muni spila á næsta tímabili. „Ég er í viðræðum við tvö lið á Suðurnesjum og þetta ætti að skýrast á morgun (í dag),“ sagði Arnar Freyr í samtali við Frétta- blaðið í gærkvöldi. Heimildir Fréttablaðsins eru að annað þessara liða sé Njarðvík en Arnar Freyr vildi þó ekkert gefa upp um hvaða lið hann væri að tala við. Arnar Freyr varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Keflavík á árunum 2003 til 2008 áður en hann fór yfir til Grindavíkur fyrir 2008-2009 tímabilið. Arnar Freyr varð í 3. sæti í stoðsendingum í Iceland Express deild karla í vetur með 7,0 að meðaltali þrátt fyrir að spila bara 24,0 mínútur í leik en auk þess var hann með 5,4 stig í leik. - óój Arnar Freyr Jónsson: Er í viðræðum við tvö félög ARNAR FREYR JÓNSSON Glímdi við erfið meiðsli í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Þjálfunarstíll Jose Mour- ingo hentar fullkomlega fyrir Real Madrid, samkvæmt forseta félagsins Florentino Perez. Mour- inho tekur við Madrídarliðinu í þessari viku. Mourinho er almennt talinn mjög varnarsinnaður þjálfari og lið hans ekki talin spila skemmti- legan fótbolta. Það er jú önnur krafa hjá stuðningsmönnum Real Madrid, að liðið spili skemmtileg- an fótbolta. Krafa númer eitt er sigur. Allt- af og allsstaðar. Stíll Mourinho hefur einmitt skilað árangri þar sem hann hefur þjálfað. „Stíll Mourinho fellur fullkom- lega að sögu Madrídar. Að vinna, gildin og andi fórnarinnar, munu henta fullkomlega,” segir Perez. Mourinho mun fá 40 milljón- ir punda í laun, eftir skatta, yfir fjögur tímabil hjá Real Madrid. - hþh Forseti Real um Mourinho: Fullkominn fyrir Real-liðið FRÁBÆRT TÍMABIL Jose Mourinho fagnar sigri í Meistaradeildinni í vetur. MYND/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.