Fréttablaðið - 12.06.2010, Side 2

Fréttablaðið - 12.06.2010, Side 2
2 12. júní 2010 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL Ástæður andláts karlmanns sem fannst látinn á göngustíg í Grafarholtinu á fimmtudagsmorgun eru taldar vera ofneysla lyfja og jafnvel högg sem hann hlaut þegar hann féll í götuna. Hann féll fram fyrir sig og hlaut höfuðhögg. Maðurinn var á milli þrítugs og fertugs. Hann var krufinn í gær- morgun. Samkvæmt bráðabirgða- niðurstöðum er talið líklegt að hann hafi látist af þessum tveim- ur samverkandi þáttum. Málið er hins vegar enn í rannsókn. - jss Látni maðurinn í Grafarholti: Lést vegna ofneyslu og höfuðhöggs Svanur, er þetta ekki allt of anal viðhorf hjá ykkur? „Nei, við höfum reynt að hafa enda- skipti á umræðunni.“ Svanur Sigurbjörnsson hefur verið í fararbroddi þeirra lækna sem hafa gagnrýnt ristilskolunarmeðferðir Jónínu Benediktsdóttur. FÆREYJAR Færeyingar eru afar ósáttir við Lene Espersen, utan- ríkisráðherra Danmerkur, sem sagðist á danska þinginu í gær myndu greiða atkvæði með tillögu um nýtt fyrirkomulag hvalveiða á fundi Alþjóða- hvalveiðiráðs- ins síðar í mán- uðinum. Tillagan felur í sér að Ísland, Noregur og Japan fái leyfi til takmark- aðra hvalveiða, en öðrum þjóðum verði það bannað áfram. Þar með sjá Færeyingar ekki fram á að fá að veiða stórhveli nokkurn tím- ann aftur, en þeir hafa ekki veitt stórhveli í meira en tuttugu ár. Annar þingmanna Færeyinga á danska þjóðþinginu hefur hótað því að fella fyrir vikið dönsku stjórnina, sem hefur afar nauman meirihluta á þingi. - gb Færeyingar reiðir Dönum: Hóta því að fella stjórnina LENE ESPERSEN MENNTUN Umsóknum um nám í Háskóla Íslands fjölgar um átján prósent á milli ára. Mest er fjölgun í jarðeðlisfræði, kínversku, frönsku, efnaverk- fræði, rafmagns- og tölvuverk- fræði, lífefnafræði, alþjóðlegu námi í menntunarfræði, matvæla- fræði, tannsmíðum og geislafræði. Í öllum þessum greinum er fjölg- unin yfir 100 prósentum. Sé fimm sviðum skólans skipt niður er fjölgunin mest á heil- brigðisvísindasviði, eða 31 prósent. Minnst á félagsvísindasviði. - þeb Umsóknir um nám: Mikil fjölgun í Háskóla Íslands BYGGÐARMÁL „Um 20 þúsund manns koma að skoða bjargið á hverju sumri og það er einfaldlega ekki hægt að bjóða fólki upp á svona aðstöðu,“ segir Ragnar Jörunds- son, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hafnar eru umræður um endur- bætur á merkingum og aðstöðu ferðafólks við Látrabjarg eftir að ferðamaður hrapaði þar til bana í vikunni. Ragnar segir málið flókið vegna þess hve margir eigendur eru að landinu, Umhverfisstofnun þar á meðal. Hann bendir á að aðvörunar- skiltum og öðrum varúðarráðstöf- unum sé sárlega ábótavant og bráðnauðsynlegt sé að gera eitt- hvað í málinu. Málið sé hins vegar flókið vegna þess hve eigendur að landinu séu margir. Þorvaldur Búason, fyrrverandi formaður Félags landeigenda í Bjargtungum, er alveg á móti umferð ferðamanna við Látra- bjarg sökum gífurlegrar slysa- hættu. „Það verður aldrei komið í veg fyrir öll slys,“ segir Þorvaldur. „Og ég hef ekki séð neinar tillög- ur um úrbætur sem breyta því að þau verði.“ Síðasta slys sem vitað er um í Látrabjargi varð 17. júní 1926, þegar tveir drengir hröpuðu til bana við eggjatínslu. - sv Segir varúðarmerkingum og aðstöðu á Látrabjargi ábótavant: Rætt um að loka fyrir alla umferð ANDLÁT Herra Pétur Sigurgeirsson biskup var jarðsunginn frá Hall- grímskirkju í gær. Prestar í jarð- arförinni voru séra Kristján Valur Ingólfsson og herra Karl Sigur- björnsson biskup, sem jarðsöng. Pétur var 91 árs gamall, fæddur 2. júní 1919. Hann vígðist til prests árið 1947 og var skipaður vígslu- biskup í Hólabiskupsdæmi árið 1969. Hann varð biskup Íslands árið 1981 og gegndi því embætti til ársins 1989. Eftirlifandi kona Péturs er Sól- veig Ásgeirsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn. Fyrrverandi biskup Íslands borinn til grafar frá Hallgrímskirkju í gær: Pétur Sigurgeirsson jarðsunginn HALLGRÍMSKIRKJA Prestarnir Gunnlaug- ur Garðarsson, Örn Bárður Kristinsson, Yrsa Þórðardóttir, Sólveig Lára Guð- mundsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir, Karl V. Matthíasson, Pálmi Matthíasson og Jón Helgi Þórðarson báru kistuna. VIÐ LÁTRABJARG Aðstöðu fyrir ferðafólk skortir við Látrabjarg. MYND/ÚR SAFNI BANDARÍKIN, AP Sextán ára banda- rísk stúlka, Abby Sunderland, fannst heil á húfi á seglskútu í sunnanverðu Indlandshafi. Hún hugðist sigla ein í kringum jörð- ina, en óttast var um hana þegar allt samband rofnaði við bátinn á fimmtudag. Leitarflugvél frá Ástralíu náði loks sambandi við hana, þar sem bátur hennar var á reki í köldum sjónum. Mikill sjógangur hafði hvað eftir annað skellt skútunni á hliðina, með þeim afleiðingum að mastrið brotnaði og þar með eyðilagðist móttökubúnaður fyrir gervihnattarsíma. - gb Heimssiglingu lokið: Fannst á reki á löskuðum bát ABBY SUNDERLAND Ætlaði að sigla ein og viðstöðulaust í kringum jörðina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt fram þings- ályktunartillögu um skipan rann- sóknarnefndar sem rannsaki embættisfærslur og ákvarðanir íslenskra stjórnvalda og sam- skipti þeirra við bresk og hol- lensk stjórnvöld vegna Icesave- málsins. Nefndinni er ætlað að leggja mat á hvort einstakir ráðherrar, eða embættismenn á þeirra vegum, hafi fylgt lagareglum, brotið starfsreglur eða gerst sekir um mistök eða vanrækslu í hagsmunagæslu. Nefndin fái allar þær rannsóknarheimildir í hendur sem henni eru nauðsyn- legar og skili af sér eigi síðar en 1. janúar 2011. - kóp Vilja rannsóknarnefnd: Nefnd rannsaki Icesave-málið SAMFÉLAGSMÁL Alþingi samþykkti í gær frumvarp dóms- og mann- réttindamálaráðherra um ein hjú- skaparlög. Í stað orðanna „karls og konu“ er nú talað um samband „tveggja einstaklinga“ í lögunum. Þegar lögin taka gildi 27. júní næst- komandi munu sömu lög gilda um gagnkynhneigða og samkynhneigða sem geta í kjölfarið látið gefa sig saman í hjónaband í kirkju jafnt sem hjá sýslumanni. Alls greiddu 49 þingmenn atkvæði með lagabreytingunni en 14 voru fjarverandi. Lög um staðfesta samvist falla úr gildi en líkt og í þeim geta prestar neitað að gefa samkynhneigð pör saman brjóti það í bága við trúarsannfær- ingu þeirra. „Þetta er brýn réttarbót og sjálf- sagt framhald af þeirri réttarþró- un sem hefur nú þegar orðið hvað varðar réttindi samkynhneigðra,“ sagði Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra og bætti því við að hún væri mjög ánægð með það hversu mikil samstaða var um málið í þinginu. Svanfríður Lárusdóttir, formaður Samtakanna 78, sagði í samtali við Fréttablaðið: „Við erum alveg voða- lega hamingjusöm í dag og erum þegar byrjuð að plana hátíðahöld. Þjóðin er búin að fella síðasta vígið og ganga þangað sem hún getur til að allir borgarar séu jafn réttháir. Það er náttúrulega frábært.“ Sam- tökin 78 munu fagna þessum áfanga með regnbogamessu í Fríkirkjunni þegar lögin taka gildi, á alþjóðleg- um baráttudegi samkynhneigðra, 27. júní. „Það er ekki einn hljómur í öllum. Fyrst að menn eru ekki búnir að ná sameiginlegri lendingu sem allir ALÞINGI VIÐ AUSTURVÖLL Á Austurvelli njóta allir sömu sólarinnar. Sömu hjú- skaparlög munu gilda um alla frá og með 27. júní næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ísland er níunda landið í heiminum sem setur ein hjúskaparlög fyrir alla. Holland var hið fyrsta og setti slík lög árið 2001 og Spánn fylgdi í kjölfarið árið 2005. Á Norðurlöndunum hafa Noregur og Svíþjóð tekið þetta skref en í báðum löndum tóku slík lög gildi í fyrra. Önnur ríki sem heimila samkyn- hneigðum að ganga í hjónaband eru Belgía, Kanada, Portúgal og Suður-Afr- íka auk nokkurra ríkja Bandaríkjanna og fylkisins Mexíkóborgar í Mexíkó. Ísland níunda landið SPURNING DAGSINS Ein hjúskaparlög ná yfir alla landsmenn Alþingi samþykkti í gær að ein hjúskaparlög skyldu gilda um alla, óháð kyn- hneigð. Greiddu 49 þingmenn atkvæði með lögunum en 14 voru fjarverandi. Lögin taka gildi 27. júní næstkomandi. Formaður Samtakanna 78 fagnar. eru sammála um er ekki hægt að segja að allir fagni en gleðin er mikil meðal þeirra sem eru glaðir yfir þessu,“ segir Sr. Kristján Valur Ingólfsson, verkefnastjóri á Bisk- upsstofu, en bætir því við að kirkj- an fari auðvitað ávallt að lögum. Kenninganefnd kirkjunnar hefur þegar fundað tvisvar sinn- um vegna málsins og unnið er að því að afgreiða form fyrir hjú- skaparstofnunina að teknu tilliti til nýju laganna. magnusl@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.