Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 86
54 12. júní 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Sky Sports greindi frá því í gær að samkvæmt heimild- um þess mun Eiður Smári Guð- johnsen ganga formlega í raðir Tottenham á næstu tveimur vikum. Hann er nú á mála hjá AS Monaco í Frakklandi en var lán- aður til Tottenham á síðari hluta nýliðins tímabils. Fram kemur að Harry Red- knapp, stjóri Tottenham, vilji halda Eiði Smára í röðum félags- ins en liðið hefur tryggt sér þátt- tökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Eiður Smári á langan feril að baki í úrvalsdeildinni en hann lék með Chelsea í sex ár. - esá Sky Sports um Eið Smára Guðjohnsen: Fer aftur til Tottenham HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handbolta spilar næstu leiki sína á heldur framandi slóðum. Liðið leggur upp í um 30 klukkustunda ferðalag til Brasilíu þar sem það leikur tvo æfingaleiki í næstu viku. Liðið fer út á sunnudaginn og flýgur til Frankfurt í Þýskalandi, þar sem það þarf að bíða í tíu klukkutíma. Þaðan fara strákarn- ir í þrettán tíma flug til Sao Paulo og síðan í nokkurra tíma flug inn- anlands í Brasilíu áður en komið er á áfangastað, Espírito Santo, á mánudaginn. Leikirnir eru 16. og 18. júní. Nokkrar breytingar hafa orðið á landsliðinu frá leikjunum gegn Dönum í vikunni. Sverre Jakobsson fer ekki með þar sem hann giftir sig á Akureyri í dag, Hreiðar Levy Guðmundsson spilar með Emsdet- ten um helgina í umspilsleik um laust sæti í þýsku úrvalsdeildinni og bæði Róbert Gunnarsson og Alexander Petersson fá frí. Þá verða markvarðaskipti í hópn- um þar sem Aron Rafn Eðvarðs- son er meiddur. Í hans stað kemur Pálmar Pétursson og því fer FH- ingur inn í landsliðið í stað Hauka- manns. Bæði Pálmar og Aron hafa spilað þrjá landsleiki. Liðið fer til Brasilíu og leggur þar með á sig langt ferðalag fyrir tvo leiki gegn liði sem er ekki mjög hátt skrifað í handboltanum en Guðmundur Guðmundsson þjálfari segir að hann sé ekki í nokkrum vafa um að leikirnir muni nýtast vel. „Við höfðum ekki marga val- kosti og erum í raun heppnir að fá þessa leiki. Ég lagði mikið upp úr að fá alvöru leiki og við þurfum á þessu að halda. Brasilía er sýnd veiði en ekki gefin og við fáum hell- ing út úr þessu,“ segir Guðmundur sem er þegar byrjaður að undirbúa liðið fyrir HM í Svíþjóð í janúar. Guðmundur segir að hann sé að breikka grunnhóp landsliðsins sem er ætlað að fara á HM. Því ætli hann að nota ungu mennina í hópnum meira en gegn Dönum. „Við lögðum þetta þannig upp frá byrjun að nota ungu mennina mikið gegn Brasilíu en kannski minna gegn Dönum. Menn eins og Ólafur Guðmundsson, Sigurbergur Sveinsson, Rúnar Kárason, Arnór Gunnarsson, Kári Kristján Kristj- ánsson og Oddur Gretarsson fá að spila mikið núna. Við þurfum að nýta þann tíma sem við höfum fram að HM og við erum að breikka hópinn,“ segir Guðmundur. Það verður ekki bara æfður og spilaður handbolti í Brasilíu held- ur er ætlunin að hrista strákana vel saman. „Við tökum þetta hand- boltalega föstum tökum en við ætlum jafnframt að njóta þess að vera á framandi slóðum. Það er eitt og annað planað, það verður hörku dagskrá þarna úti,“ segir Guðmundur dulur en ljóstrar því upp að meðal annars verði horft á Brasilíumenn spila á HM í knatt- spyrnu. hjalti@frettabladid.is KLÁRIR FYRIR SVÍÞJÓÐ Guðmundur ætlar að nota Brasilíuleikina til að gefa yngri og óreyndari mönnum fleiri tækifæri, með það fyrir augum að þeir verði sem best und- irbúnir fari þeir með á HM í Svíþjóð. Ólafur Guðmundsson, hér í leik gegn Dönum fyrr í vikunni, er einn þeirra en hann var í liðinu sem vann bronsverðlaun á EM í Austurríki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er maður alinn upp við, þessa nágrannaslagi stórveldanna í Reykjavík, og svo er það sagan og umgjörðin,“ sagði Sigurbjörn Hreið- arsson um ástæðu þess að það er svona sérstakt að vinna KR. Sigurbjörn átti góðan leik í 2-1 sigrinum í Vesturbænum og er Valsliðið í öðru til fimmta sæti með ellefu stig. Sigurbjörn segir að liðið finni ekki fyrir neinni pressu í ár. „Við settum þetta þannig upp að við erum ekkert að setja pressu á okkur, við erum bara að móta gott lið og það gengur vel. Í byrjun móts er þetta eins og að grafa holu, maður lítur ekkert upp fyrr en maður nálgast takmarkið.“ Sigurbjörn hrósar Gunnlaugi Jónssyni þjálfara sem stýrir nú Val á sínu fyrsta tímabili. „Hann hefur fengið ferskleika inn í hópinn, hann heldur mönnum á tánum. Það er meira frjálsræði hjá honum en góður agi líka. Hópurinn var brotinn í haust en hann sá það og hefur náð að laga það. Leikmenn leggja sig alla fram, sem er skilyrði til að geta eitthvað,“ segir Sigurbjörn. Sigurbjörn verður samningslaus í haust og stefnir á þjálfun í framtíðinni. Hann segir óvíst hvað hann geri. „En ég á nokkur ár eftir í boltanum, ég get spilað áfram og ástandið á mér hefur alltaf verið gott,“ sagði Sigurbjörn áður en talið barst að undirbúningstímabilinu þar sem hann var meiddur. „Ég hefði viljað spila meira, Pepsi-deildin er mikið breytt frá gömlu tímunum þar sem þú gast mætt með hálfum huga í fyrstu fimm umferðirnar og spilað þig í gang. Menn voru oft að spila handbolta fram í maí og komust svo í fótboltagírinn. Þú kæmist aldrei upp með það í dag. Ef þú ert ekki í standi sjá það allir og þú ert bara kallaður feitur eða lendir illa í því. En þegar ég var að byrja mátti auðvitað bæði spila legg- hlífalaus og markmaður mátti taka með höndum,“ rifjaði Sigurbjörn upp. Lið umferðarinnar má sjá hér til vinstri á síðunni. LEIKMAÐUR 6. UMFERÐAR Í PEPSI-DEILD KARLA: SIGURBJÖRN HREIÐARSSON Ef þú ert ekki í standi ertu bara kallaður feitur > Lið 6. umferðar Lið sjöttu umferðar Pepsi-deildar karla að mati Frétta- blaðsins og Vísis spilar leikkerfið 3-5-2 og er þannig skip- að: Markvörður: Fjalar Þorgeirsson (Fylkir). Varnarmenn: Daníel Laxdal (Stjarnan), Atli Sveinn Þórarinsson (Valur) og Jón Orri Ólafsson (Fram). Miðvallarleik- menn: Halldór Orri Björnsson (Stjarnan), Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik), Jón Guðni Fjóluson (Fram), Sigurbjörn Hreiðarsson (Valur) og Steinþór Freyr Þorsteinsson (Stjarnan). Sóknarmenn: Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) og Atli Viðar Björnsson (FH). Ungir undirbúnir fyrir HM Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í Svíþjóð er kominn á fullt. Eftir leiki gegn Dönum er Suður-Ameríka næsti áfangastaður- inn. Í tveimur leikjum gegn Brasilíu fá yngri og óreyndari menn að spreyta sig. Súrefni Asetýlen Argon Argonblöndur Köfnunarefni Helíum Kolsýru Glaðloft Drangahraun 1 B, 220 Hafnarfjörður Sími 580 3990, Fax 580 3991 info@strandmollen.is Helíum í 17. júní blöðrurnar fæst hjá Strandmöllen. Helíum er selt á 10, 20 og 50 l kútum og hægt er að leigja áfyllingarstúta á kútana. Sendum um land allt. Strandmöllen hefur meira en 90 ára reynslu af framleiðslu og sölu lofttegunda. Strandmöllen býður allar lofttegundir til málmiðnaðarins, heilbrigðisgeirans og til notkunar á rannsóknarstofum: Helíum í blöðrur HANDBOLTI Pálmari Péturssyni var sagt að fá sér frí í vinnunni og pakka ofan í tösku á fimmtu- dagskvöldið, hann væri á leiðinni til Brasilíu að spila sína fyrstu A- landsleiki. „Ég á þrjá leiki með B-liðinu en þetta verða fyrstu alvöru leikirnir,“ sagði Pálmar við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann mætti á fyrstu æfinguna í gær. „Ég kom þarna inn sem æsti og spennti gaurinn. Menn eru eitthvað að kvíða fyrir þessu 30 tíma ferðalagi. Ég er sá eini sem hlakkar til,” segir Pálmar. „Ég er mjög spenntur.“ Markmaðurinn kom inn í liðið á kostnað Arons Rafn Eðvarðs- sonar sem er meiddu r. „ Ég túlka þetta á minn hátt og segi að ég sé fjórði markmaður inn,“ segir Pálmar kíminn. „Það er ekkert verra að þetta sé í Brasilíu. Það verður gaman að koma þangað og sjá handboltaum- hverfið þar. Þetta verður örugg- lega fínt, ég veit varla hvar þetta er í landinu einu sinni. Það eina sem ég veit er að ég á að mæta niður í höfuðstöðvar HSÍ klukkan korter í fimm á sunnudagsmorgun með punghlíf og skó og þá er ég bara klár,“ sagði Pálmar sem vonast til að fá að spila úti. „Það munu allir leggja mikinn metn- að í þessa leiki, menn verða að nota tæki- færin til að sanna sig. Brasilíumenn eru með lúmskt gott lið. Þetta verður gaman,“ sagði Húsvíkingur- inn. - hþh Pálmar Pétursson er kominn í A-landslið karla: Æsti og spennti gaurinn FÓTBOLTI Heil umferð fór fram í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Leiknir komst á topp deildar- innar með 2-1 sigri gegn Gróttu í Breiðholtinu. Leiknir er með fimmtán stig en hitt Breiðholts- liðið, ÍR, þrettán. Það var á toppn- um en fékk skell í Grafarvog- inum þar sem það tapaði fyrir Fjölni, 4-0. Þór vann Þrótt 2-1 fyrir norðan þar sem heimamenn voru tveim- ur mönnum fleiri síðustu 20 mín- úturnar. Aron Már Smárason tryggði Fjarðabyggð 1-0 sigur á KA fyrir austan en hann hefur nú skorað sex mörk í fimm leikjum fyrir liðið. ÍA vann sinn fyrsta sigur í deildinni þegar það heimsótti Víkinga. Sigurmark leiksins í 1-0 sigri ÍA kom á síðustu andartök- um leiksins. Þá vann Njarðvík góðan heimasigur á HK, 2-0. - hþh 1. deild karla í knattspyrnu: Leiknir komið á toppinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.