Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 28
28 12. júní 2010 LAUGARDAGUR F yrir sex árum fengu Suður- Afríkumenn þær fregnir að Heimsmeistarakeppnin árið 2010 yrði þeirra, fyrstir Afríku- þjóða fengju þeir að halda þann íþróttaviðburð sem er vinsælast- ur allra í heiminum. Fagnaðarlæti brutust út og svo voru brettar upp ermar. Á þeim sex árum sem liðin eru hafa sex leikvangar verið byggðir, fjórir endurbættir. Almenningssam- göngur hafa verið betrumbættar, vegir lag- aðir. Gríðarlegum fjármunum hefur verið varið til uppbyggingarinnar, andvirði 455 milljarða íslenskra króna samkvæmt upp- lýsingum stjórnvalda. Innviðirnir hafa verið styrktir, lögreglumönnum hefur verið fjölg- að og fjarskipti bætt. Ferðaþjónustan hefur ekki látið sitt eftir liggja, gistirýmum hefur verið fjölgað. Suður-Afríkubúar sjá heimsmeistara- keppnina sem gríðarmikið tækifæri til þess að bæta ímynd landsins sem stærstan hluta tuttugustu aldarinnar bjó við aðskiln- aðarstefnu kynþátta og einangraðist smám saman í alþjóðasamfélaginu. Hvítir íbúar landsins nutu margháttaðra forréttinda og höfðu öll völd í hendi sér. Aðrir íbúar máttu sæta kúgun. Sá nafntogaðasti, Nelson Mand- ela, sat í fangelsi í áratugi fyrir andstöðu sína við stjórnarfar landsins. Mandela var kjör- inn forseti Suður-Afríku árið 1994 í fyrstu frjálsu kosningum landsins og lét það vera eitt af sínum fyrstu verkum að horfa á lands- leik í fótbolta, gegn nágrönnunum í Simbabve. Nokkuð sem er til marks um hversu fótbolti er í hávegum hafður í landinu. Umdeild uppbygging Suður-Afríkubúar stæra sig reyndar af því að vera miklir unnendur íþrótta yfirhöfuð og hafa blásið á þá gagnrýni sem uppbygg- ing leikvanga fyrir keppnina hefur sætt. Þjóð sem elskar fótbolta, rúgbí og krikket hafi alveg nóg við vellina að gera. Alls telst sérfróðum svo til að rúmum milljarði dollara eða andvirði um 130 millj- arða íslenskra króna hafi verið varið til þess að reisa eða endurnýja þá tíu leikvelli þar sem leikir keppninnar fara fram. Upphæðin er gríðarleg og sumum þykir sem fénu hefði betur verið varið í annað. Sem dæmi um umdeildan völl er Mbomb- ela-leikvangurinn í Nelspruit í norðaust- urhluta landsins. Íbúar Mataffin-fátækra- hverfisins telja sig hlunnfarna í viðskiptum við verktaka þar, þeim hafi verið lofað nýjum skóla og ýmsum viðurgerningi í stað lands- ins sem fór undir völlinn en ekki hafi verið staðið við þau loforð. Nýr skóli er reyndar loks risinn, en í þrjú ár þurftu nemendur að notast við slæmt húsnæði í staðinn. Íbúarn- ir sátu ekki aðgerðalausir á tímabilinu, þeir mótmæltu. Þeir hafa líka bent á að gríðar- legt mannvirkið sé dæmt til að grotna niður. „Hvernig eigum við að nota leikvanginn?“ spyr Richard Spoor mannréttindalögfræð- ingur, sem hefur verið talsmaður íbúanna, í grein í Guardian. Endurnýjun leikvangsins í Höfðaborg var líka umdeild, þar voru mörg þúsund manns fluttir búferlum, úr nágrenni leikvallarins og í hið svokallaða Blikkþorp við mikla óánægju íbúa. Þar stóð líka til að fjarlægja með öllu hverfi þeldökkra sem blasir við frá hrað- brautinni á leið frá flugvellinum við Höfða- borg og inn í bæinn. Eftir að nokkur þúsund íbúar þess höfðu verið fluttir á brott var hætt við gerninginn enda hann dæmdur ólöglegur. Þessar aðferðir þykja minna á undirbúning ýmissa stórkeppna í gegnum árin, hefðin hefur verið að „hreinsa“ nágrenni keppnis- staða svo allt líti betur út fyrir utanaðkom- andi. Og ekki síður kunnuglegar hafa fréttir af fjölgun vændiskvenna í landinu hljóm- að. Því var slegið upp í vetur að von væri á allt að 40 þúsund vændiskonum til landsins í aðdraganda keppninnar. Margföldunaráhrifin Þegar Suður-Afríka sóttist eftir því að halda keppnina var mikil áhersla lögð á áhrifin sem undirbúningur hennar myndi hafa á samfélagið. Peningum yrði varið til verkefna sem myndu gagnast öllum íbúum, svo sem betri samgöngur. Og vissulega hefur verið gerð bragarbót á samgöngum í landinu, vegir bættir og almenningssamgöngur sömuleiðis. Í vikunni var nýjasta viðbótin, hraðlest frá flugvellinum í Jóhannesarborg, tekin í notk- un. Þessar miklu framkvæmdir áttu að skila aukinni vinnu fyrir íbúa og svo myndu allir græða á fjölgun ferðamanna. Gagnrýnisraddir hafa bent á að þeir sem helst hafi grætt séu verktakar. Hinn almenni borgari og sérstaklega þeldökkir og fátæk- ir hafi lítið grætt á keppninni. Götusalar, sem eru fjölmargir í Suður-Afríku, mega til að mynda ekki selja varning sinn í næsta nágrenni leikvanganna. Þar hefur Alþjóða- knattspyrnusambandið, FIFA, tekið frá pláss fyrir styrktaraðila keppninnar, til að mynda McDonalds og Coke, við lítinn fögnuð heimamanna. Miklar væntingar voru gerðar til þess að gríðarlegur fjöldi áhorfenda skilaði fjár- festingunum fljótt og vel til baka en heims- kreppan dró úr fjölda erlendra ferðamanna. „Það er fátt öruggt í hagfræði, en þó þetta: skipuleggjendur stórviðburða í íþróttum ofmeta alltaf gróðann og vanmeta kostnað- inn við viðburðinn,“ sagði David Goldblatt, blaðamaður BBC, í grein um kostnaðinn við keppnina. Og raunar hafa skipuleggjendur ýtt áhyggj- um af ógreiddum skuldum og framtíðinni til hliðar. Keppnin er hafin og nú er bara spurn- ing um að njóta hennar til hins ýtrasta. Efasemdir nýlenduherra? Fjölmiðlar hafa margir fjallað ítarlega um öryggismál Suður-Afríku, tölur um glæpa- tíðni hafa verið dregnar fram og hættan á hryðjuverkaárás rædd í þaula. „Við erum tilbúin“ er svar lögreglunnar en liðsmönn- um hennar hefur verið fjölgað gríðarlega undanfarin ár. Ekki er hægt að gera lítið úr glæpatíðni í landinu, hún er há. Mikil áhersla á það hversu hættulegt landið er hefur hins vegar farið fyrir brjóstið á heimamönnum og aðstandendum keppninnar. Jerome Valcke, framkvæmdastjóri FIFA, gagnrýndi síðast í vikunni „mjög vonda og sorglega“ blaða- mennsku um keppnina í Evrópu. Sérstaklega í Englandi og Þýskalandi og hafa breskir fjöl- miðlar einna mest verið gagnrýndir. Þykir sem Bretar hafi einblínt of mikið á neikvæð- ar hliðar landsins og undirliggjandi sé vantrú gamalla nýlenduherra á getu Afríkuríkis til að halda heimsmeistarakeppnina. Eitt er víst: íbúarnir vilja sýna umheim- inum að Afríkuríki sé fullfært um að halda keppnina. Stemmingin í Suður-Afríku hefur verið gríðarlega mikil í aðdraganda keppn- innar og upphafsdagurinn í gær var mikill hátíðisdagur. Vuvuzela-lúðrarnir gullu og áhangendur voru komnir á hinn nýendur- gerða Soccer City-leikvang í Soweto, hverfi þeldökkra í Jóhannesarborg. Skólabörn eru komin í frí vegna keppninnar, utan hefðbund- ins frítíma, og allir eru reiðubúnir til að njóta næstu vikna. Hvort ferðamannastraumurinn til Suður- Afríku eykst og ímynd landsins breytist mun tíminn leiða í ljós. Það má hið minnsta búast við mikilli stemmingu, auknu þjóðarstolti í landinu og raunar miklu stolti íbúa Afríku næstu vikurnar. Það er ljóst að fótboltaæðið er hafið. Eftirvænting og efasemdir Augu heimsins beinast að Suður-Afríku næsta mánuðinn. Heimsmeistarakeppnin í fótbolta er hafin og í ljós mun koma hvern- ig undirbúningur heimamanna mun skila sér. Sigríður Björg Tómasdóttir kynnti sér væntingar og vonbrigði í aðdraganda HM. MARK! Áhorfendur fögnuðu griðarlega þegar s-afríska landsliðið skoraði mark í gær. NORDICPHOTOS/AFP MIKLAR ÖRYGGISRÁÐSTAFANIR Á HM INDIAN OCEANS O U T H A F R I C A ZIMBABWE BOTSWANA NAMIBIA M O ZAM BIQ U E SWAZILAND LESOTHO 200k m Port Elizabeth Durban Cape Town Polokwane Nelspruit Rustenburg Bloemfontein Pretoria Johannesburg Alternative routes with Òsafe havensÓ set up for transporting teams Some 200 experts from Interpol and up to eight each of 31 visiting teams to support local police P OLICE SUÐUR FRÍKA NAMIBÍA SVASÍLAND LESOTHO INDLANDSHAF Höfðaborg Port Elizabeth Durban BOTSVANA Pretoría SIMBABVE M Ó SAM BÍKPolokwane Nelspruit Rustenburg Jóhannesarborg Bloemfont i Hafnir Leikvangar Öryggisáætlun S-Afríku vegna HM Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur áhyggjur af glæpum, mótmælum og hryðju- verkum meðan á HM stendur og hefur því gripið til margvíslegra ráðstafana til að tryggja öryggi leikmanna og áhorfenda. Meðal annars hefur lögregla fest kaup á þyrlum og margs konar búnaði og ráðið 55.000 nýja lögreglu- manna undanfarin fimm ár. Meðal öryggisráðstafana eru: ■ Tvær orrustuþotur fylgja flugvélum sem flytja fótboltalið á milli staða. Flug- bann er meðan á stærstu leikjunum stendur. ■ Herskip gæta hafna landsins. Skemmtiferðaskip fá fylgd frá 12 sjómílum og að landi. ■ Í 10 km radíus í kringum leikvangana er afgirt svæði. Nöfn áhorfenda eru borin saman við „hættuleg nöfn” í gagnagrunni. Farartækjum sem eiga erindi á leikvanga er fyrst beint að afskekktum stöðum þar sem farartækin eru grandskoðuð. ■ 200 sérfræðingar frá Interpol liðsinna s-afrísku lögreglunni. JAS 39 Gripen orrustuþota Í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek er rifjuð upp sú saga að á þriggja ára tímabili 1964 til 1967 kröfðust fangar á Robbin-eyju þess að fá að spila fótbolta einu sinni í viku. Leyfið var veitt og vikulega gátu fangarnir á eyjunni, þar sem meðal annars Nelson Mandela var í haldi um árabil, leikið fótbolta. Skipulögð var 24 liða deild þar sem á meðal leikmanna var Jacob Zuma núverandi forseti landsins. Fótbolti á sér ríka hefð hjá meirihluta þeldökkra en fyrir utan nokkur ár á sjöunda áratugnum ríkti aðskilnaður í fótboltanum eins og á öðrum sviðum þjóðfélagsins í Suður- Afríku. FIFA gerði Suður-Afríkumenn útlæga á sjöunda áratugnum og ítrekuðu það á þeim áttunda að þeir ættu ekki afturkvæmt í sam- bandið fyrr en aðskilnaðarstefnan hefði verið afnumin. Fótbolti er afar vinsæll í landinu eins og í flestum öðrum Afríkuríkjum og stjórnvöld vonast til þess að keppnin þjappi þjóðinni betur saman. Árið 1995 þegar heimsmeistarakeppnin í rúgbí var haldin í landinu og Suður-Afríka fór með sigur af hólmi var litið á það sem stórkostlegan áfanga á leiðinni til einingar og sátta að öll þjóðin, með Mandela í fararbroddi, fylltist stolti af árangrinum í því hvítra manna sporti sem rúgbí var í landinu. Nú 15 árum síðar er vonast til þess að heimsmeistarakeppnin í fótbolta verði enn einn áfanginn á leiðinni til samstöðu í því mjög lagskipta þjóðfélagi sem Suður-Afríka er enn. Nelson Mandela mætti ekki á opnunar- leikinn vegna þess að dóttir dótturdóttur hans lést í bílslysi kvöldinu áður. En hann sendi kveðjur sínar og stemmingin var mjög góð á leiknum eins og við var að búast, ekki síst þegar heimamenn skoruðu gegn Mexíkóum. Leiknum lauk með jafntefli. ÍÞRÓTT SEM SAMEINAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.