Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 16
16 12. júní 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hafði tvíþættan tilgang. Annars vegar að skýra orsakir fyrir hruni gjaldmiðilsins og bankanna. Hins vegar að vera leiðbeinandi um bætta stjórnsýslu. Eðlilegt er að Alþingi ræki eftir- litshlutverk sitt með nýjum hætti í framhaldinu. Hefur það gerst? Ef til vill er ekki tímabært að leggja dóm á það. Röksemdafærslan í umræðum um launakjör seðla- bankastjóra bendir þó til að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstað- an hafi tekið mið af leiðbeiningum skýrslunnar. Ekki er víst að öll kurl séu komin til grafar í málinu. Nokkrar stað- reyndir liggja þó fyrir sem auð- velt er að draga ályktanir af með hliðsjón af rann- sóknarnefndar- skýrslunni: 1.) Formað- ur bankaráðs Seðlabankans flutti tillögu um hækkun launa bankastjórans ríflega upp fyrir það launaþak sem lög mæla fyrir um. Formaðurinn gaf þá skýringu að þessu hefði verið lofað. 2.) Forsætisráðherra þvertekur fyrir að hafa gefið slíkt loforð. Jafn- framt fullyrðir ráðherrann að eng- inn hafi gefið slíkt loforð í umboði hans enda væri það lögbrot. 3.) Birt hafa verið tölvuskeyti til forsætisráðherra sem sýna að óskir voru settar fram um að farin yrði hjáleið um launaþakslögin. Forsæt- isráðherra segist ekki hafa svarað skeytunum. Þar með sé sannað að hann hafi engin slík loforð gefið. Stjórnarandstaðan segir að aug- ljóst sé að forsætisráðherrann segi ósatt og eigi að taka afleiðingum eftir því. Forsætisráðherrann segir að þetta séu ofsóknir andstæðinga sem þoli ekki að hann hafi hrak- ið þá frá völdum. Þetta er gamla lagið á stjórnmálaumræðu sem endar með því einu að enginn ber ábyrgð. SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Lagahjáleið án ábyrgðar Fullyrðingar um að forsæt-isráðherra hafi sagt ósatt um hlut sinn í málinu styðjast ekki við birt gögn hvort sem mönnum þykir það trú- legt eða ekki. Við svo búið standa ekki rök til að krefjast afsagnar hans af þeim sökum. Málinu er hins vegar ekki lokið með því. Hin hliðin á röksemdafærslu forsætisráðherra er afar skýr. Hún felur í sér að formaður bankaráðsins hefur þá sagt ósatt um að loforð hafi verið gefið um að ákveða seðlabankastjóra hærri laun en launaþakslögin mæla fyrir um. Það er mjög alvarlegur trún- aðarbrestur gagnvart Alþingi en þangað sækir formaðurinn umboð sitt. Ummæli forsætisráðherra fela einnig í sér að formaður banka- ráðsins hefur að eigin frumkvæði og án nokkurs tilefnis flutt tillögu í bankaráðinu um að fara á svig við gildandi lög. Í reynd er forsæt- isráðherra þar af leiðandi að bera formanni bankaráðsins á brýn mjög alvarlegt brot í starfi. Kjarni málsins er sá að þær stað- reyndir sem fyrir liggja í málinu eru þess eðlis að forsætisráðherra og formaður bankaráðs geta ekki báðir verið lausir undan ábyrgð. Annar hvor verður að axla hana. Forsætisráðherra lítur hins vegar svo á að fyrst ekkert hefur sann- ast á hann eigi formaður banka- ráðsins einnig að vera laus undan ábyrgð. Hvernig má það vera? Forsætisráðherra kýs að slá skjaldborg um bankaráðsformann- inn og hefur óskoraðan stuðning allra þingmanna beggja stjórn- arflokkanna til að taka þannig á málinu. Sú afstaða bendir ekki til að menn hafi dregið lærdóm af rannsóknarnefndarskýrslunni. Annar hvor ber ábyrgð Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru enn fremur sett ný viðmið varðandi athafna-leysi ráðherra og embættis- manna. Þeim ber nú að sýna frum- kvæði til að koma í veg fyrir að hlutir fari úr skorðum eða á annan veg en lög mæla fyrir um megi þeim vera ljóst að slíkt geti gerst. Hafa þessi sjónarmið haft áhrif á umræðuna um þetta mál? Satt best að segja engin. Hvorki af hálfu stjórnarmeirihlutans né stjórnar- andstöðunnar. Tölvuskeytin sýna að forsætisráð- herra mátti vera ljóst að til skoðunar væri að finna hjáleið um launaþaks- lögin. Ef taka á mark á rannsóknar- nefndarskýrslunni hefði forsætis- ráðherra að gefnu þessu tilefni borið að gera ráðstafanir þá þegar til að koma í veg fyrir ólögmætar tilraun- ir í þá veru. Jafnframt hefði hann átt að skjalfesta allar upplýsingar og ákvarðanir þar að lútandi. Augljóst er að hér hefur forsætis- ráðherra sýnt af sér vanrækslu í starfi samkvæmt viðmiði rannsókn- arnefndarinnar. Ekki er þar með sagt að vanrækslan sé þess eðlis að hún kalli á afsögn. Eðlilegt er hins vegar að Alþingi fjalli um atburði eins og þennan og staðfesti eftir atvikum ámælisvert athafnaleysi með ályktun. Stjórnarandstaðan hefur látið ógert að draga þessa hlið inn í umræðuna. Það sýnir að hún má rækja aðhaldshlutverk sitt betur. Líta verður til þess að viðbragðs- leysi Alþingis í þessu máli skapar fordæmi. Alvarlegast er þó að for- sætisráðherra virðist skella skolla- eyrum við nýjum siðferðilegum kröfum ef þær snúa að honum sjálf- um eða trúnaðarmönnum hans. Þær eiga bara við pólitíska andstæðinga. Hvað hefur breyst? Ábyrgð á athafnaleysi G ærdagurinn var merkisdagur í sögu mannréttindabar- áttu á Íslandi. Alþingi samþykkti frumvarp um að ein hjúskaparlög gildi fyrir samkynhneigða og gagnkyn- hneigða. Hjónaband samkynhneigðra para verður ekki lengur sett í annan flokk og kallað staðfest samvist; það heitir nú hjónaband að lögum. Þessi samhljóða samþykkt Alþingis er endapunktur á langri bar- áttu sem segja má að hafi hafizt með stofnun Samtakanna 78 fyrir 32 árum. Þá voru samkynhneigðir varla sýnilegir í íslenzku samfélagi. Þeir voru í felum og ef upp um kynhneigð þeirra komst gátu þeir lent í að missa vinnuna eða húsnæðið. Þeim voru valin hin verstu skamm- aryrði og ráðizt að þeim með bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Þeir gátu ekki skráð sig í sambúð, hvað þá gifzt eða ættleitt börn. Baráttumenn fyrir réttindum samkynhneigðra vissu sem er, að fordómar spretta oftast nær af fáfræði. Þeir lögðu því áherzlu á menntun og fræðslu, sem hefur skilað árangri. Almenn viðhorfs- breyting gagnvart samkynhneigð hefur orðið á Íslandi. Jafnréttisáfangarnir hafa síðan náðst einn af öðrum; sá fyrsti árið 1992 er mismunun varðandi sam- ræðisaldur var afnumin. Fjórum árum síðar fengu samkynhneigð- ir að skrá sig í staðfesta samvist og bann við því að ráðast að fólki vegna kynhneigðar var sett í hegningarlög. Næst kom leyfi til stjúpættleiðinga, þá til tækni- frjóvgana og frumættleiðinga. Fyrir tveimur árum var trúfélögum veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Þá spáðu margir því að þess yrði ekki langt að bíða að ein hjúskaparlög yrðu sett. Nú hefur það gengið eftir. Baráttumenn fyrir réttindum samkynhneigðra hafa oft fengið að heyra að nú sé nóg komið af réttarbótum. Ekki geti samkynhneigðir og gagnkynhneigðir setið við sama borð á öllum sviðum. En mann- réttindi eru þess eðlis, að ekki er hægt að gefa af þeim afslátt. Löng barátta skilaði loksins fullum sigri í gær. Raddir um að með því að samkynhneigðir öðlist hlutdeild í hjóna- bandinu sé gildi þess fyrir gagnkynhneigð hjón með einhverjum hætti rýrt, eru hjáróma. Það styrkir hjónabandið sem samfélags- stofnun að fleiri fái notið kosta þess, en veikir það ekki. Þjóðkirkjan hefur átt í vandræðum með að opna hjónabandið fyrir samkynhneigðum. Málið hefur bögglazt óþarflega mikið fyrir kirkj- unnar þjónum og afleiðingin orðið sú að margir samkynhneigðir og aðstandendur þeirra telja sig ekki velkomna í kirkjunni, sem gefur sig þó út fyrir að standa allri þjóðinni opin. Að undanförnu hefur komið skýrt í ljós að meirihluti er innan kirkjunnar fyrir því að ein hjúskaparlög gildi. Þeir prestar sem ekki treysta sér til að vígja samkynhneigð hjón geta hafnað því. Það er ekki vandamál, enda hafa samkynhneigðir ekkert til presta með þá skoðun að sækja. En kirkjan sem slík á nú að hætta vandræðaganginum og taka samkyn- hneigðum opnum örmum, í anda kærleiksboðskapar Krists, í stað þess að hengja sig í bókstafinn. Það hefur kirkjan gert áður í öðrum málum og orðið öllum til góðs. Samkynhneigðir njóta nú loksins allra sömu réttinda og gagnkynhneigðir. Afnám mismununar Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Ingibjörg Hjartardóttir les úr bók sinni í dag kl. 15. Hlustarinn hefur hlotið mikið lof og frábæra dóma. Fjölbreytt dagskrá í Bókabúð Máls og menningar milli kl. 15 og 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.