Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 88
56 12. júní 2010 LAUGARDAGUR A-RIÐILL Suður-Afríka - Mexíkó 1-1 1-0 Siphiwe Tshabalala (55.), 1-1 Rafael Marquez (79.). Úrúgvæ - Frakkland 0-0 STAÐAN Suður-Afríka 1 0 1 0 1-1 1 Mexíkó 1 0 1 0 1-1 1 Úrúgvæ 1 0 1 0 0-0 1 Frakkland 1 0 1 0 0-0 1 NÆSTU LEIKIR Í A-RIÐLI Suður-Afríka - Úrúgvæ 16. júní kl. 18.30 Frakkland - Mexíkó 17. júní kl. 18.30 LEIKIR DAGSINS B-riðill: Suður-Kórea - Grikkland kl. 11.30 B-riðill: Argentína - Nígería kl. 14.00 C-riðill: England - Bandaríkin kl. 18.30 ÚRSLIT FÓTBOLTI HM-veislan hófst í Suður- Afríku í gær en hafi leikir gærdags- ins verið forréttir eru kræsingar á boðstólum þegar aðalrétturinn verð- ur borinn fram í dag. Þá stíga á svið- ið tvö stórveldi í knattspyrnunni – England og Argentína. Tveir leikir fara fram í B-riðli. Suður-Kórea og Grikkland eigast við í fyrsta leik dagsins en klukk- an 14.00 mætast lið Argentínu og Nígeríu. Margir hafa beðið spenntir eftir því að sjá hvernig goðsögninni Diego Maradona reiðir af en hann er nú í þjálfarahlutverki hjá Argentínu. Margir hafa borið saman þær listir sem hann lék á knattspyrnuvellinum á sínum tíma við Lionel Messi sem af mörgum er talinn besti knatt- spyrnumaður heims í dag. „Ég vildi sannarlega sjá það. Ég kynni að meta það ef hann hefði sömu áhrif á heimsmeistarakeppn- ina og ég gerði árið 1986,“ sagði Maradona þegar hann var spurður hvort Messi gæti leikið eftir afrek Maradona þegar hann vann heims- meistaratitilinn með argentínska landsliðinu í Mexíkó nánast einn síns liðs. „En að baki Lionel er heilt lið sem ætti að styðja við bak hans. Þegar liðið frá 1986 og árangur þess er skoðaður má sjá að þetta snerist ekki bara um sóknarmennina þó svo að það hafi verið þeir sem skoruðu mörkin,“ sagði Maradona. „Ég óska þess af öllu mínu hjarta að Messi fái tækifæri til að sýna allar sínar bestu hliðar og spili leiki lífs síns.“ Maradona sagði einnig að hann væri ekki jafn stressaður nú og hann var sem leikmaður á sínum tíma. „Ég er alveg jafn ástríðufullur í dag og ég var á sínum tíma en ég hef trú á þeim 23 leikmönnum sem ég er með. Ég mun lifa og deyja með þessum 23 leikmönnum. Á morgun [í dag] munum við byrja að leggja grunninn að því að láta drauma okkar rætast.“ Bið Englendinga á enda Englendingar hafa beðið lengi eftir því að HM byrji – og sérstaklega að sjá hvernig liðið lítur út undir stjórn Ítalans Fabio Capello. Liðið labbaði nánast í gegnum undankeppnina en á undanförnum vikum hafa meiðsli sett strik í reikninginn og margir efast um að þetta verði ár Englend- inganna. Fyrsta ráðgátan er hvernig Capello mun stilla upp byrjunar- liðinu. Enskir fjölmiðlar halda því fram að meira að segja leikmenn viti litlu meira en almenningur hverjir muni verða í eldlínunni í dag. Allir 23 leikmenn liðsins eru þó heilir heilsu og æfðu á leikvangin- um í Rustenburg í gær – meira að segja Ledley King sem á við krónísk hnémeiðsli að stríða. Ekki er ólík- legt að hann verði við hlið Johns Terry í hjarta varnarinnar í dag í fjarveru Rio Ferdinand sem þurfti að draga sig úr hópnum fyrr í vik- unni. Robert Green er sagður vera líklegastur til að standa í markinu. En mörgum spurningum er enn ósvarað. England féll úr leik í fjórðungs- úrslitum á HM í Þýskalandi fyrir fjórum árum og Frank Lampard sagði liðið búa að þeirri reynslu. „Það er jafn mikið sjálfstraust í liðinu nú og þá – ef ekki meira vegna þess að við erum reyndari nú,“ sagði Lampard í gær. „Það kann vel að vera að fólki finnist að við getum náð langt en það erum við sem þurf- um að leggja okkur fram í leikjun- um. Við vitum vel hversu erfið þessi keppni er. Ég á von á því að þetta verði í síðasta sinn sem ég spila á HM og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná eins góðum árangri og mögulegt er.“ eirikur@frettabladid.is MESSI OG MARADONA STÍGA Á SVIÐIÐ Í DAG Þrír leikir fara fram á HM í Suður-Afríku í dag. Þar ber hæst að England hefur keppni sem og Argentína með Lionel Messi í aðalhlutverki inni á vellinum og hinn skrautlega Diego Maradona á hliðarlínunni. HVAÐ GERIR MARADONA? Diego Maradona leiddi Argentínumenn til heimsmeistara- titils sem fyrirliði fyrir 24 árum en núna er hann mættur sem þjálfari. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hófst í gær og fram undan er fótboltaveisla næstu fjórar vikurnar. Fréttablaðið fékk þjálfara Pepsi-deildar karla til að spá fyrir HM og í gær var fjall- að um að flestir þeirra hefðu spáð Spánverjum heimsmeistaratitlin- um. Að þessu sinni er komið að því að skoða hvaða þjóð þjálfararnir tólf telja að sé með skemmtileg- asta liðið, hver þeir telja að verði stjarna mótsins og síðan hvaða þjóð er líklegust til að valda mestum von- brigðum í keppninni. Spánverjar og Hol- lendingar ættu að bjóða upp á flott- asta fótboltann því þrír þjálfarar gáfu hvoru liði atkvæði sem skemmtileg- asta liðinu. Suður- Ameríku-risarnir Brasilía og Arg- entína fengu báðir tvö atkvæði og þar á eftir komu heimamenn í Suður-Afr- íku og Gana með eitt atkvæði hvort lið. Flestir þjálfaranna eða fjórir spá því að Argentínumaðurinn Lionel Messi verði stjarna móts- ins en Spánverjinn Fernando Torres fékk þrjú atkvæði og Englendingurinn Wayne Rooney fékk tvö atkvæði. Aðrir sem voru nefndir til sögunnar sem vænt- anleg stjarna mótsins voru Dani Alves hjá Brasilíu, Sergio Agüero hjá Argentínu og David Villa hjá Spáni. Það er mikil pressa á enska landsliðinu og fimm af tólf þjálf- urum Pepsi-deildarinnar spá því að liðið ráði ekki við hana og valdi mestum vonbrigðum á HM. Heimsmeistarar Ítala fengu þar tvö atkvæði og enska liðið var því í nokkrum sérflokki í hrakfaraspám íslensku þjálf- aranna. - óój Þjálfarar Pepsi-deildar segja Spán og Holland vera með skemmtilegustu liðin: Englendingar valda mestum vonbrigðum á HM SKEMMTILEG- IR Holland skoraði 6 mörk í síðasta leikn- um fyrir HM og Wesley Sneijder er í aðal- hlutverki hjá liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ AP Spá þjálfara Pepsi-deildar Hvert verður skemmtilegasta liðið? Willum Þór, Keflavík Argentína Ólafur, Breiðabliki Holland Þorvaldur, Fram Argentína Gunnlaugur, Val Spánn Heimir, ÍBV Gana Bjarni, Stjörnunni Suður-Afríka Ólafur, Fylki Brasilía Heimir, FH Holland Guðmundur, Selfossi Spánn Logi, KR Brasilía Andri, Haukum Holland Ólafur Örn, Grindavík Spánn Hver verður stjarna mótsins? Willum Þór, Keflavík Lionel Messi Ólafur, Breiðabliki Lionel Messi Þorvaldur, Fram Lionel Messi Gunnlaugur, Val Fernando Torres Heimir, ÍBV Fernando Torres Bjarni, Stjörnunni David Villa Ólafur, Fylki Wayne Rooney Heimir, FH Daniel Alves Guðmundur, Selfossi Sergio Agüero Logi, KR Lionel Messi Andri, Haukum Wayne Rooney Ólafur Örn, Grindavík Fernando Torres Hverjir verða mestu vonbrigðin? Willum Þór, Keflavík Þýskaland Ólafur, Breiðabliki England Þorvaldur, Fram England Gunnlaugur, Val Argentína Heimir, ÍBV Brasilía Bjarni, Stjörnunni Ítalía Ólafur, Fylki Spánn Heimir, FH England Guðmundur, Selfossi England Logi, KR Ítalía Andri, Haukum Holland Ólafur Örn, Grindavík England FÓTBOLTI Frakkar ollu mörgum vonbrigðum í leiknum gegn Úrugvæ í gær. Þeir voru ragir og þorðu hreinlega ekki að taka áhættu. Niðurstaðan var marka- laust jafntefli. Frakkar voru meira með bolt- ann og fengu nokkur sæmileg færi en ekki meira. Þeir sóttu hægt og oft á fáum mönnum. Nicolas Anelka var einangraður og arfaslakur í fremstu víglínu. Diego Forlán átti tvö fín færi fyrir Úrugvæ en framherjinn skæði náði þó ekki að skora. Thi- erry Henry tók aukaspyrnu í upp- bótartíma sem var einkennandi fyrir leik Frakka, hún fór í varn- arvegginn, Frökkum til sárra vonbrigða. - hþh Leikmenn Úrugvæ sáttir: Frakkar tóku engar áhættu VONBRIGÐI Ribery var daufur í leikslok en Úrugvæjar voru sáttir. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Gestgjafarnir á HM í Suður-Afríku sýndu svo sannarlega hvað þeir geta í opnunarleik móts- ins í gær. Þeir buðu upp á skemmti- legan leik gegn spræku liði Mexíkó sem lauk með 1-1 jafntefli. Heimamenn sýndu reyndar ans mikla gestrisni í byrjun leiks þar sem Mexíkóar höfðu undirtökin. Þeir voru mikið með boltann og sýndu fín tilþrif, þá sérstaklega Giovani Dos Santos. Þeir sköp- uðu sér nokkur fín færi, Dos Sant- os fékk eitt þeirra og Gullierme Franco tvö. Ekkert var þó skorað í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var líflegri og þar kom fyrsta mark HM. Það var hreinlega rómantískt að sjá heimamenn, sem voru algjörlega sturlaðir utan vallar og að springa úr stolti yfir mótinu, skora fyrsta mark mótsins. Og þvílíkt mark. Siphiwe Tshabalala fékk þá fína sendingu inn fyrir vörn- ina og þrumaði boltanum glæsi- lega í fjærhornið. Staðan 1-0 og allt ætlaði um koll að keyra á lítríkum og skemmtilegum áhorfendapöllunum. En Mexíkó spillti gleðinni ellefu mínútum fyrir leikslok. Þar var að verki Rafael Marquez sem fékk boltann á fjærstöng eftir auka- spyrnu og sýndi mikla yfirvegun þegar hann kláraði færið sitt. Niðurstaðan 1-1 jafntefli í fjör- ugum leik sem gefur góð fyrirheit fyrir veisluna fram undan. - hþh Jafnt hjá S-Afríku og Mexíkó: Góðir taktar gestgjafanna GLAÐUR Siphiwe Tshabalala fagnar marki sínu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.