Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 8

Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 8
8 12. júní 2010 LAUGARDAGUR NÁTTÚRUVERND „Við höfnum þessu öllu saman á þeim grunni sem það er sett fram á,“ segir Jón Loftsson, skógræktarstjóri Skógræktar rík- isins, um fram komnar tillögur um eyðingu og heftingu á útbreiðslu lúpínu. Forráðamenn Skógræktarinnar óskuðu eftir fundi með Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra eftir að hún hafði kynnt skýrslu með tillögum frá Landgræðslu ríkisins og Náttúrufræðistofnun- ar Íslands. Þær gera meðal annars ráð fyrir að gerð verði lagabreyt- ing þannig að ræktun lúpínu verði algerlega bönnuð í yfir 400 metra hæð yfir sjó í stað 500 metra áður. Þá er lagt til að dreifingu alaska- lúpínu verði hætt nema á þeim svæðum þar sem Landgræðsla ríkisins gerir tillögur um að megi nota hana við uppgræðslu og til að undirbúa rýrt land undir rækt- un. Skipa á sérstaka aðgerðastjórn vegna baráttunnar við lúpínuna. Tiltæk ráð til að uppræta hana eru helst nefnd beit, sláttur og úðun eiturefna. Umhverfisráðherra óskaði eftir greinargerð frá Skógræktinni um skýrsluna. Þeirri greinargerð var skilað fyrr í þessum mánuði. Jón kveðst vænta þess að hún verði kynnt á sama veg og ofangreindar tillögur Landgræðslunnar og NÍ. „Grunnurinn að þessum tillögur er sá að líffræðilegri fjölbreytni stafi hætta af lúpínunni,“ segir Jón. „Við teljum það alrangt. Við teljum að gera þurfi miklu ítarlegri úttekt og rannsóknir á lúpínunni, áður en menn fara af stað í einhverja her- ferð, ég tala nú ekki um einhvern eiturefnahernað, gegn henni. Full- yrt er að hún vaði yfir gróið land. Hvar gerir hún það? Það eru ekki til neinar rannsóknir, sem byggja má á hvort og þá hvar hún er að gera skaða.“ Jón bendir á að fyrir fimmt- án árum hafi verið gert kort yfir útbreiðslu lúpínu í kringum Heið- mörk. Hægast væri að gera sam- anburðarrannsókn á stöðunni nú. Út frá því væri sannanlega hægt að sjá hvort hún væri búin að kæfa annan gróður eða sýna aðra ógn- vænlega tilburði. „Með því að banna lúpínu á hálendinu, þar sem hún nær ekki að þroska fræ, hvað þá annað, er verið að koma í veg fyrir að eyði- merkurlandið Ísland breytist í eitt- hvert frjósamara land. Sagt er að hún vaði yfir lyng. Það má vera. En lyngið, sem er útbreiddasta gróðurtegund í dag, er síðasta stig hnignunar gróðurfars. Þar eru oft komin rotsvæði, sem lúpínan gerir frjósamari en þau voru áður.“ jss@frettabladid.is ÁHRIF LÚPÍNU Á UMHVERFIÐ Skiptar skoðanir eru á því hvaða áhrif lúpína hafi á umhverfið og hvort og þá hvernig bregðast skuli við. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hafna herferð gegn lúpínu Skógrækt ríkisins hafnar alfarið tillögum um eyð- ingu og heftingu á útbreiðslu lúpínu. Skógræktar- stjóri vill ítarlegar rannsóknir á atferli hennar fyrst. Sumarlokun síðdegisvaktar Borgartúni 29 / 105 Reykjavík / Sími: 585 6500 / www.audur.is Hefur þú áhuga á að starfa við öflun nýrra viðskiptavina, sinna verðbréfaráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini? Við leitum að einstaklingi með háskólapróf í verðbréfaviðskiptum, mikla reynslu af verðbréfaráðgjöf og samskiptum við viðskiptavini í eignastýringu, ríka þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Ef þú hefur áhuga og metnað til að starfa við öflun nýrra viðskiptavina og ráðgjöf um sparnað og lífeyrismál gæti þetta verið draumastarfið fyrir þig. Við leitum að einstaklingi með mikla reynslu í sparnaðar- og lífeyrisráðgjöf, drifkraft, metnað og lífsgleði. Ert þú hæfileikarík(ur), með góða þjónustulund og getur sýnt frumkvæði og sjálfstæði í starfi? Þá gæti þetta starf, sem felur í sér ýmiskonar innri þjónustu, verið starfið fyrir þig. Við leitum að vel ritfærum einstaklingi með góða máltilfinningu bæði á íslensku og ensku, gott tölvulæsi og góða hæfni til að leysa einföld tæknivandamál. Reynsla af ferðaskipulagningu og verkefnastjórnun, sem og færni í myndvinnslu og umbrotsforritum eru ótvíræðir kostir. Viðkomandi þarf að vera hörkuduglegur, hafa ríka ábyrgðartilfinningu, sýna vandvirkni í vinnubrögðum og geta unnið sveigjanlegan vinnutíma. Viðskiptastjóri – Eignastýring Sparnaðar og lífeyrisráðgjafi – Séreignarsparnaður Verkefnastjóri – Innri þjónusta Vinsamlegast sendu ferilskrá á starf@audur.is og segðu okkur í örstuttu máli hvers vegna þú telur þig rétta aðilann í starfið. Umsóknarfrestur er til 22. júní. Nánari upplýsingar um störfin gefur Þóranna Jónsdóttir í síma 585 6500. Við leitum að fleiri framúrskarandi einstaklingum í liðið okkar. Starfsmenn Auðar eru færir á sínu sviði, leggja áherslu á gagnsæi, hreinskiptni og áhættumeðvitund í sínum störfum og hafa trú á framtíðinni. Menntun og reynsla skipta miklu – en við leitum ekki síður að heilbrigðu hugarfari og fólki sem býr yfir krafti, eldmóði og ábyrgð. VIÐ LEITUM AÐ KRAFTI, ELDMÓÐI OG ÁBYRGÐ Auglýsingasími Allt sem þú þarft… BRETLAND Nokkrir fyrrverandi breskir hermenn verða vænt- anlega dregnir fyrir dómara á Norður-Írlandi vegna atburðanna í borginni Londonderry sunnudag- inn 30. janúar árið 1972. Þann dag beittu breskir hermenn skotvopn- um á hóp kaþólskra mótmælenda með þeim afleiðingum að þrettán manns létu lífið. Rannsóknarnefnd breska þings- ins hefur undanfarin tólf ár rann- sakað þessa atburði og sendir frá sér skýrslu um niðurstöður sínar á þriðjudaginn. Breska dagblaðið Guardian segist hafa heimildir fyrir því að nefndin líti svo á að sum þessara dauðsfalla verði að teljast ólög- leg manndráp, sem hermennirn- ir hafi enga réttlætingu haft fyrir að fremja. Þar með eykst mjög þrýstingur á saksóknara á Norð- ur-Írlandi að draga þessa bresku hermenn fyrir rétt. Atburðirnir þennan dag, sem síðan hefur verið kallaður „blóð- ugi sunnudagurinn“, efldu mjög baráttu norður-írskra aðskilnað- arsinna gegn bresku stjórninni svo aukin harka færðist í átökin. - gb Bresk rannsóknarnefnd að ljúka tólf ára rannsókn á blóðbaði á Norður-Írlandi: Breskir hermenn brutu lög BLÓÐUGI SUNNUDAGURINN Breskur hermaður þrífur í kaþólskan mótmæl- anda 30. janúar 1972 á Norður-Írlandi þegar breskir hermenn drápu þrettán kaþólska mótmælendur. NORDICPHOTOS/AFP 1 Heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í gær. Hvaða lið mættust í opnunarleiknum? 2 Hvaða útvarpsmaður fer á flakk með Ómari Ragnarssyni í sumar? 3 Á hvaða íþróttaviðburð ætlar Þorgeir Ástvaldsson að mæta á sunnudag? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62 FRAMKVÆMDIR Alþingi hefur sam- þykkt samþykkt stofnun nýs opin- bers hlutafélags vegna bygging- ar nýs Landspítala. Félagið hefur rekstur 1. júlí og er hlutafélaginu ætlað að standa að undirbúningi og útboði á byggingu spítalans. Reiknað er með að heildar- kostnaður við verkið verði 51 milljarður, þar af fara um 33 milljarðar til nýbygginga og 11 milljarðar í endurbætur. Gert er ráð fyrir að ríkið taki bygginguna á langtímaleigu þegar verktakinn hefur lokið umsömdu verki. - kóp Nýtt opinbert hlutafélag: Bygging Land- spítala í félag VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.