Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 6
6 12. júní 2010 LAUGARDAGUR Umhverfis landið AKUREYRI Leikskólinn Pálmholt á Akureyri fagnaði 60 ára afmæli í gær og var efnt til veislu á staðnum fyrir bæjarbúa. Sett var upp minjasýning í anddyri Amtsbókasafnsins og Hér- aðsskjalasafns af starfsfólki Pálmholts þar sem skoða má sögu leikskólans. Mynd- ir ljósmyndarans Eðvalds Sigurgeirssonar eru einnig til sýnis, en þær eru frá árinu 1952 og þykja ómetanleg viðbót við sögu Pálmholts, sem er elsti starfandi leikskólinn utan höfuðborgarsvæðisins. Kvenfélagið Hlíf stofnaði Pálmholt á sínum tíma sem sumardvalarheimili með það að markmiði að gefa börnum á Akureyri kost á því að dvelja utan bæjarmarkanna og njóta náttúrunnar. Nú, 60 árum síðar, er Pálmholt svo sannarlega innan bæjarmarka, en þó á sama stað. Leikskólinn Pálmholt fagnar stórafmæli EGILSSTAÐIR Rithöfundurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Ásgeir hvítaskáld er um þessar mundir að ljúka við kvikmyndina Sól skín á drullupoll. Ásgeir hefur unnið að myndinni í samvinnu við Leikfélag Fljótsdalshéraðs undangengin þrjú ár. Ásgeir er ánægður með útkom- una og segir myndina fjalla um ógæfusamt fólk sem leiðist út í illindi. „Þetta er ekki beint falleg mynd, en titillinn vísar til þess að sólin skíni þrátt fyrir allt á alla – réttláta og óréttláta, góða og slæma.“ Áformað er að frumsýna myndina á Egilsstöðum í haust en staðarvalið er sérstakt að því leyti að þar er ekkert kvikmyndahús. „Við ætlum bara að búa til okkar eigið bíó,“ segir Ásgeir. Ásgeir hvítaskáld lýkur við kvikmynd VESTMANNAEYJAR Hið vinsæla mót í kvenna- knattspyrnu, Pæjumótinu, sem byrjaði 10. júní, lýkur í dag, 12. júní. Um 600 stúlkur tóku þátt í mótinu en talið er að um eitt þúsund manns hafi lagt leið sína til Vestmannaeyja um helgina. Veðrið hefur leikið við gesti sem hafa skemmt sér vel og hefur allt farið vel fram. Pæjumótið hófst með setningarhátíð þar sem Jónsi í Svörtum fötum spilaði við góðar undirtektir, en hann sat einnig í dómnefnd í hæfileikakeppni sem var háð á milli keppnisliðanna. Sýndu stelp- urnar þar fram á að þær hafa margt annað fram að færa heldur en að spila flottan fótbolta. Pæjumót í fullum gangi SÚÐAVÍK Melrakkasetur Íslands verður opnað formlega í dag, í Eyrardalsbænum í Súðavík. Sýnd verða atriði úr leikritinu Gaggað í grjótinu og setrið opnað formlega að því loknu. Melrakkasetrið er fræðasetur með áherslu á mel- rakkann, eina upprunalega landspendýrið á Íslandi og einkennisdýr Vestfjarða. Í setrinu verður sýning um refi í náttúrunni, refaveiðar og refaveiðimenn. Einnig verður þar starfrækt kaffihús og leikhúsloft. Húsið sjálft er eitt af elstu húsum bæjarins og á sér mikla og langa sögu. Er það í eigu Súðavíkurhrepps sem hefur séð um uppbyggingu þess frá árinu 2005. Fræðimannasetur um melrakkann opnað STOKKSEYRI Vinna við nýbyggingu skólans á Stokkseyri er nú í fullum gangi og bendir allt til þess að framkvæmdum muni ljúka á áætluðum tíma, 20. júlí. Skólinn verður 1.810 fermetrar og rúmar 9 kennslustofur. Margir verktakar koma að byggingunni og virðist sem bruninn á verkstæði Selóss fyrr í vikunni muni ekki hafa áhrif á uppsetningu innréttinga í skólanum. Byggingin verður formlega tekin í notkun á næsta skólaári. Nýbygging á áætlun DJÚPIVOGUR Hönnuðurinn Ágústa Arnardóttir stendur fyrir opnun svokallaðrar Hagleikssmiðju á Djúpavogi, sem er blanda af verslun, vinnustofu og fræðasafni. Ágústa framleiðir föt og fylgihluti úr skinni og roði íslenskra dýra og segir starfsemina ganga vonum framar. „Viðbrögðin hafa verið alveg ótrúleg,“ segir hún. „Fólki finnst þetta spenn- andi vegna þess að fötin hafa sérstöðu og segja svo mikið um náttúru og sögu Íslands.“ Viðskipta- vinir Hagleikssmiðjunnar geta keypt vörur og fræðst um hönnunar- og framleiðsluferlið um leið. Vörumerki Ágústu ber heitið Arfleið sem hún segir standa fyrir þá íslensku hefð sem ríkir svo sterk í okkur öllum. Hagleikssmiðjan opnar um næstu mánaðamót. Fatahönnuður opnar hagleikssmiðju Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Netgreiðsluþjónusta Gjaldeyrisreikningar Sparnaðarreikningar Yfirdráttur Debetkort Launareikningur Kreditkort Netbanki Yfir 70% viðskiptavina okkar mæla með MP banka við ættingja sína og vini. Það eru ánægjuleg meðmæli. Svanhvít Sverrisdóttir viðskiptastjóri Ármúla *skv. þjónustukönnun MP banka febrúar 2010 * STJÓRNSÝSLA „Það hefði mátt kom- ast af með ódýrari bíl en þetta var nú gert og nú hef ég ákveð- ið að endurskoða það og geri ráð fyrir að þessi Benz bíll verði seld- ur,“ sagði Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Vísar hann þar til Benz bifreiðar sem nýlega var keypt til afnota fyrir fjármála- stjóra OR, Önnu Skúladóttur, á sjö milljónir króna. „Til skamms tíma voru ellefu starfsmenn OR með þessi réttindi en það er þegar búið að fækka þeim niður í sex. Nú er næsta mál á dagskrá að breyta ráðningar- kjörum þeirra sex sem eftir eru,“ sagði Hjörleifur enn fremur. Í frétt Fréttablaðsins á miðvikudag var sagt frá því að fjórir starfsmenn OR nytu bílafríðinda og voru þær upp- lýsingar hafðar eftir Guðlaugi G. Sverrissyni stjórn- arformanni OR. Í samtali við Hjör- leif kom fram að starfsmennirnir væru sex en ekki fjórir. Er þar um að ræða Hjörleif forstjóra, þrjá framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins auk tveggja almennra starfsmanna. Hjörleifur hitti Jón Gnarr og Dag B. Egg- ertsson, oddvita verðandi meirihluta í borgarstjórn, á fimmtudag og gerði þeim ljóst að hlunnindin yrðu endurskoðuð. - mþl Bifreiðahlunnindi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur verða endurskoðuð: Benz-bíllinn sennilega seldur HJÖRLEIFUR KVARAN STJÓRNMÁL Fulltrúar Sjálfstæðis- flokks og Vinstri grænna í Borg- arbyggð skrifuðu undir samning um meirihlutasamstarf á kjör- tímabilinu á miðvikudag. Björn Bjarki Þorsteinsson, odd- viti sjálfstæðismanna, verður formaður byggðarráðs og Ragnar Frank Kristjánsson, oddviti VG, verður forseti sveitarstjórnar. Páll S. Brynjarsson hefur verið endurráðinn sveitarstjóri, Skrifað var undir samninginn í gömlu Skemmunni á Hvanneyri en hún þjónar nú hlutverki Safn- aðarheimils, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá framboðunum. - mþl Nýr meirihluti í Borgarbyggð: Sjálfstæðis- flokkur og VG í samstarf VIÐ UNDIRRITUNINA Aðal- og varamenn framboðanna í sveitarstjórninni. Á fjármálastjóri Orkuveitunnar að fá lúxusbíl frá fyrirtækinu? JÁ 6,7% NEI 93,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er eðlilegt að prestar þjóð- kirkjunnar geti neitað að gefa samkynhneigð pör saman? Segðu skoðun þína á Vísi. BOSNÍA, AP Sérfræðingar telja vörubílstjóra hafa rambað á fjöldagröf frá því í Balkanskaga- stríðinu í austurhluta Bosníu- Hersegóvínu á dögunum. Vörubílstórinn var að keyra möl á byggingalóð í grennd við bæinn Bratunac í maí, þegar hann tók eftir mannabeinum í hrúgunni. Hann tilkynnti fund- inn til yfirvalda sem hófu rann- sókn á málinu. Réttarmeinafræð- ingar hafa þegar fundið fimm lík. - bs Vörubílstjóri í Bosníu: Fann fjöldagröf úr borgarastríði DÓMSMÁL Karlmaður á sextugs- aldri hefur verið ákærður fyrir að skalla annan mann á bar. Manninum er gefið að sök að hafa á síðasta ári, á veitinga- og skemmtistaðnum Paddy´s í Reykjanesbæ, skallað annan mann í andlitið þar sem þeir stóðu við barinn á veitinga- staðnum. Maðurinn sem fyrir árásinni varð nefbrotnaði. Maðurinn sem ráðist var á krefur leggur fram fyrir dómi skaðabótakröfu upp á rúmlega 400 þúsund krónur. -jss Nefbrotinn krefst bóta: Maður skallað- ur við barinn KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.