Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 76
44 12. júní 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Kl. 14.30 á morgun Heiðar Kári Rannversson verður með leiðsögn um listaverkin í Viðey næstkomandi sunnudag og ræðir um Friðarsúlu Yoko Ono og Áfanga eftir hinn kunna, bandaríska listamann Richard Serra. Lagt verður af stað frá Viðeyjarkirkju stundvíslega kl. 14.30. Viðeyjarferjan fer frá Skarfabakka, Sundahöfn kl. 11.15, 12.15, 13.15, 14.15, 15.15, 16.15 og 17.15. Frá Ægisgarði kl. 12.00. > Ekki missa af Villta vestrinu á Akranesi í dag, kvöld og nótt í Bíóhöllinni, Gamla kaupfélaginu, Tónbergi og Skrúðgarðinum. Það verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá allan daginn, og langt fram á nótt. Djammið byrjar Í Tónbergi (13-16), heldur áfram í Skrúðgarðinum (15-18), svo í Bíóhöllinni (19-23) og lýkur á Gamla kaupfélaginu (23-04). Á þriðjudagskvöld hefst tónleika- röðin „Þriðjudagskvöld í Þingvalla- kirkju“. Þetta er í fjórða sinn sem þessi litla tónlistarhátíð er haldin í kirkjunni fögru á Þingvöllum en hún er samvinnuverkefni Þingvallakirkju og Minningarsjóðs Guðbjargar Ein- arsdóttur frá Kárastöðum. Umsjónar- maður með tónleikunum er Einar Jóhannesson klarínettuleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og standa í tæpa klukkustund. Aðgangur er ókeypis en tekið er við framlögum í minningarsjóðinn við kirkjudyr. Tónleikagestir eru vinsam- lega beðnir um að leggja bifreiðum sínum á bílastæðinu við Flosagjá og ganga þaðan til kirkjunnar sem er ekki löng ganga en leiðin er falleg og andakt staðarins á sumar- kvöldi er holl íhugun fyrir tónleikana. Í sumar verða flytjendur þessir: þær Laufey Sigurðardóttir, fiðla, og Elísabet Waage, harpa, hefja leikinn með verkum eftir Fauré og Tsjaikovskí auk hebreskra þjóðlaga. Hinn 22. júní leika þau Helga Þórarinsdóttir, lágfiðla, og Kristinn H. Árnason, gítar, verk eftir Vivaldi, Stravinskí og Bartók auk íslenskra laga. 29. júní mun Björn Davíð Kristjánsson og Kawal- flautukvartett hans leika verk frá barokktímanum til okkar daga, og 6. júlí er það Tréblásaratríó skipað Peter Thompkins, Rúnari Vilbergssyni og Einari Jóhannessyni sem leikur verk eftir Mozart, Britten, Beethoven og Françaix. Þriðjudagstónleikar í Þingvallakirkju TÓNLIST Einar Jóhannesson klarinettuleikari er listrænn stjórnandi tónleika í Þing- vallakirkju. Tónlistarhátíðin IsNord sem haldin er núna um helg- ina víða um Borgarfjörð er tónlistarhátíð sem legg- ur áherslu á íslenska/nor- ræna tónlist. Hátíðin hófst í gærkvöldi með tónleikum Gunnars Ringsted gítarleik- ara í Menningarsal Mennta- skóla Borgarfjarðar þar sem hann flutti frumsamið efni með einvala tónlistar- mönnum. Hátíðin leggur einnig mikið upp úr að í hópi flytjenda og tónskálda séu listamenn sem eru búsettir í eða ættaðir úr Borgarfirði. Á hátíð- inni eru dregnar fram perlur frá íslenskum tónskáldum í bland við það besta frá Norðurlöndunum og okkar sameiginlegi tónlistararfur gerður aðgengilegur. Von þeirra sem standa að IsNord er að með þessu verði norræn tón- list og sérstaklega íslensk tónlist aðgengilegri almenningi. Þá er markmið hátíðarinnar ekki síður að fylgjast með því sem er að ger- ast hjá ungum tónskáldum en einn- ig að flytja sígild verk eldri tón- skálda sem mættu heyrast oftar. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Jónína Erna Arnardóttir píanó- leikari. Meðstjórnandi er Margrét Guðjónsdóttir. Í dag verða tónleikar í kl. 16 í Reykholtskirkju þar sem Vígþór Sjafnar tenór og Jónína Erna Arn- ardóttir píanóleikari flytja íslensk- ar einsöngsperlur. Í kvöld verða stórtónleikar í matsal Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri kl. 21. Þar leikur Tangósveit Olivers, með þau Eddu Erlendsdóttur píanó, Oli- vier Manoury bandóneon-leikara, Auði Hafsteinsdóttur fiðlara og fleiri, tangótónlist og taka borg- firskir dansmenn sporið. Tónleik- arnir eru í samvinnu við Félag norrænna einleikara. Á morgun kl. 16 safnast menn saman í Jafnaskarðsskógi við Hreðavatn kl. 16 þar sem Karla- kór Reykjavíkur flytur lög tengd skógi og náttúru undir stjórn Frið- riks S. Kristinssonar. Er þar haldið áfram þeim sið að hafa einhverja atburði hátíðarinnar utandyra en áður hafa menn safnast um flutn- ing í Surtshelli og Grábrókargíg. Miða á atburði hátíðarinnar má panta í dag og á morgun á isnord@ isnord.is. pbb@frettabladid.is Tónlistarhátíð í Borgarfirði TÓNLIST Vígþór Sjafnar tenór syngur í dag í Reykholtskirkjunni kl. 16. MYND ISNORD Hugsjónatrúðarnir í Skókassan- um eru aftur komnir til Íslands og verða í þessum mánuði á ferð um landið, hófu reyndar sýninga- hald sitt í gær í bakaríi á Bústaða- veginum. Þau hafa komið hingað í sex sumur og ferðast nú í þriðja sinn um landið. Þau eru fjögur í hópnum að þessu sinni: Mirja Jau- hiainen frá Finnlandi, Erik Aberg, Erik Nilsen slagverksleikari frá Svíþjóð, og Bandaríkjamaðurinn Jay Gilligan sem er heimsmeist- ari í jógleri eins og það var kallað til forna. Á undanförnum árum hefur hópurinn troðið upp með litlum fyrirvara í húsnæði sem hefur heillað hann til sýningahalds en hann leitar eftir aðstæðum sem reyna á getu hvers og eins og hugmyndaflug. Hver sýning er algjörlega einstök og sniðin að því umhverfi sem hún er haldin í en stór hluti sýninga þeirra er að vinna með rými og aðstæður. Þau eru ekki hefðbundið sirkus- listafólk heldur skapa sýning- ar sem ná út fyrir hefðbundinn ramma, eru listrænar og gefandi. Þau hafa verið í nánum tengslum við Norræna húsið, Waldorfskól- ann í Lækjarbotnum, Brauðhús- ið Grímsbæ, menningarsetrið á Hjalteyri og fleiri staði og unnið með sýningar undanfarin þrjú sumur á þessum stöðum og alltaf fengið gífurlega góð viðbrögð. Á morgun er áætlað að þau sýni við Brúðuheima í Borgarnesi og í Stykkishólmi en þegar þetta er ritað er tímasetning ekki ákveð- in. Þau verða með sýningar þann 17. júní bæði í Reykjavík og í Kópavogi, en 19. júní sýna þau á Hjalteyri og fyrirhugað er nám- skeið á þeirra vegum með börn- um á Akureyri. Gái menn að því nyrðra. Þau halda austur og verða í heimsókn á Borgarfirði eystra og á Seyðisfirði 22.-28. júní. Vafalítið verður heimsókn þeirra gleðigjafi hvar sem þau koma því þau eru í senn þrautþjálfuð og hugmynda- rík í spuna sínum út frá aðstæð- um á hverjum stað. Þeir sem vilja kynna sér frekar starfsemi þessa athyglisverða sirkushóps geta leitað á vefsíðu sem við hann er kennd: www.shoeboxtour.com. - pbb Skókassinn aftur í heimsókn LEIKLIST Skókassa-hópurinn að störfum í fyrrasumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.