Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 82
50 12. júní 2010 LAUGARDAGUR „Þetta er sýning um gosið í Eyja- fjallajökli. Við erum að setja þetta upp með það í huga að fólk sjái að hægt er að ferðast hingað þrátt fyrir liðna atburði,“ segir Anna María Sigurjónsdóttir. Anna María og Sigurgeir Sig- urjónsson verða með myndir sínar af gosinu í Eyjafjallajökli til sýnis í galleríi í Ósló. „Um er að ræða um 30 myndir sem tekn- ar eru á tímabilinu mars til maí ásamt nokkrum loftmyndum frá Fimmvörðuhálsi,“ segir Anna María. Eigandi gallerísins í Nor- egi hefur nú þegar fengið Dag- bladet og Aftenposten í Ósló til að mæta á opnunina. „Við ætlum einnig að setja sýninguna upp í London og erum í viðræðum við nokkra aðila um að setja hana upp víðar,“ bætir Anna María við. - ls Myndir af gosinu í Ósló EYJAFJALLAJÖKULL TIL SÝNIS Bæði Dagbladet og Aftenposten hafa sýnt ljósmyndasýningu um Eyjafjallajökul áhuga. „Um er að ræða sýningu um svo- kallað nígeríusvindl sem sett verður á svið. Okkur vantar því fórnarlömb alþjóðlegra svika- starfsemi sem geta miðlað að reynslu sinni og þar af leið- andi veitt innsýn í heim fórnar- lambanna,“ segir Friðgeir Einars- son hjá sviðslistahópnum Sextán elskendum. „Fullrar nafnleyndar er gætt og ekki stendur til að þeir sem rætt er við komi fram í sýn- ingunni,“ bætir Friðgeir við. Þeir sem hafa áhuga á að deila sögum sínum skulu hafa samband við Sextán elskendur í síma 690 8609 eða í póstfangið 16lovers@gmail. com. - ls Leitað að fórnar- lömbum LEITA AÐ FÓRNARLÖMBUM Hyggjast setja upp sýningu um svokallað „nígeríu- svindl“ og leita að fórnarlömbum til að miðla af reynslu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ein heitasta hljómsveit Bretlands af yngri kynslóðinni, elektró- bandið Hurts, spilar á tónlistar- hátíðinni Iceland Airwaves í haust. Hún kemur frá Manchest- er, eins og svo margar góðar breskar sveitir, og er skipuð Theo Hutchcraft og Adam Anderson. Fyrsta smáskífulag Hurts, Wond- erful Life, kom út á síðasta ári og fyrir skömmu kom út nýtt lag, Better Than Love. Fyrsta plata sveitarinnar er væntanleg í ágúst. Breska ríkisútvarpið, BBC, spáir henni frama á þessu ári og verður athyglisvert að fylgjast með frammistöðu hennar á Airwaves. Miðasala á Airwaves er í fullum gangi en miðaverð hækkar 1. júlí. Hurts spilar á Airwaves HURTS Breska sveitin Hurts spilar á Iceland Airwaves í haust. Miðillinn Ron Bard segir að leik- arinn Brad Pitt komi í heimsókn til sín til að fá ráðgjöf þegar hann eigi við vandamál að stríða. „Ég þekki hann bæði persónulega og í gegnum starf mitt. Hann er mjög andlega sinnaður,“ segir Bard. „Ég hitti mikið af stjörnum í starfi mínu og hann er mjög við- kunnanlegur. Hann er heillandi og gefur mikið af sér, alveg frá- bær manneskja.“ Talið er að Pitt hafi byrjað að hitta Bard meðan á upptökum Mr. & Mrs. Smith stóð árið 2005. Fær ráðgjöf hjá miðli BRAD PITT Samkvæmt Ron Bard er Pitt fastagestur hjá honum þegar hann þarf á ráðgjöf að halda. Leikkonan Katherine Heigl lítur mjög upp til Söndru Bullock og telur að hún hafi breytt lífi sínu. Heigl finnst Bullock hafa staðið sig einkar vel í stykkinu eftir að framhjá- hald eiginmanns hennar Jesse James komst upp, aðeins nokkrum vikum eftir að þau ættleiddu ungan dreng. Heigl, sem ættleiddi sjálf dóttur á síðasta ári, segir að Bullock sé afar hugrökk. „Alltaf þegar ég ætla að gera eða segja eitthvað hugsa ég um hvað Sandra Bullock myndi gera. Ég þekki hana ekkert en miðað við það sem ég hef lesið um hana virðist hún vera ein af klárustu, kærleiksríkustu og mest heillandi konunum í Holly- wood. Ef ég myndi ná eins langt á mínum ferli vildi ég verða alveg eins og hún,“ sagði Heigl, sem er þekktust fyrir leik sinn í Grey´s Anatomy. Bullock tjáði sig um skilnaðinn við James í viðtali við tímaritið People í apríl. Þar sagðist hún búa yfir sekt- ar kennd og vera sorgmædd yfir því hvernig ljósmyndarar eltu hana og þrjú stjúpbörn hennar á röndum. Viðtalið breytti viðhorfi Heigl til papparassa. „Hún er svo jarð- bundin. Hún tekur þetta ekki mjög persónulega og áttar sig alveg á aðstæðunum. Þegar ég las viðtalið breytti það lífi mínu.“ Heigl lítur upp til Bullock DÁIR BULLOCK Heigl lítur upp til Söndru Bullock og telur að hún hafi breytt lífi sínu. LAGERSALASeljum eingöngu beint af lager okkarsem er aðeins opinn um helgar.Lí l yfirbygging = betra verð Akralind 9 201 Kópavogur Sími 553 7100 www.linan.is OPIÐ UM HELGINA LAUG. 12 - 16 SUNN. 13 - 16 Edge hornsófi 200x280 cm kr. 318.350 Lagersöluverð kr. 254.600 Woo sófar 3ja og 2ja sæta Coffee tungusófi 212x244 Hamilton Hornsófi 226x280 Félagarnir Halli og Halldór verða með útimarkað í dag og morgun á Hljómlindar- reitnum þar sem eingöngu íslensk tónlist verður til sölu. Ef vel gengur verður markaðurinn í allt sumar. „Markaðurinn verður í stóru og fínu tjaldi og það verða hundruð titla í boði,“ segir Haraldur Leví plötusali. Haraldur og Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson standa fyrir markaði í sumar á Hljóma- lindarreitnum í miðbæ Reykja- víkur og selja þar íslenska tón- list. Þegar Fréttablaðið spjallaði við Halla var óljóst hvernig veður yrði á laugardag, en nú er dag- urinn runninn upp þannig að les- endur eru hvattir til að líta út um gluggann. En af hverju eingöngu íslensk tónlist? Vegna þess að þetta er gert í tengslum við íslenskt tónlistar- sumar. Það er líka verið að reyna að lífga upp á og efla íslenskt tón- listarlíf,“ segir Haraldur. Hann bætir við að misvel hafi geng- ið að fá útgefendur með í lið, en fullyrðir að plöturnar verði á góðu verði. „Við verðum í flestum tilfell- um ódýrari en gengur og gerist.“ Haraldur segir þá félaga ætla að bjóða upp á lifandi tónlist á svæð- inu þar sem íslenskir flytjendur leika listir sínar. Markaðurinn verður í dag, á morgun og 17. júní. „Ef það gengur vel verður mark- aðurinn líklega í allt sumar,“ segir hann. Haraldur neitar að markaður- inn sé aðeins ætlaður ferðamönn- um, þó að nóg sé í boði fyrir þá af tónlist. „Við viljum að sjálfsögðu fá Íslendinga til að gera góð kaup á góðri tónlist.“ atlifannar@frettabladid.is Selja íslenskar plötur á Hljómalindarreitnum ÁFRAM ÍSLAND! Halldór og Halli ætla eingöngu að selja íslenska tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.